Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 40

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 40
38 Elsa S. Þorvaldsdóttir iðjuþjálfí Iðjuþjálfun í Hafnarfirði Vorið 1995 skrifaði ég bæjarráði Hafnarfjarðar bréf, þar sem ég benti á vöntun á iðju- þjálfum hjá bænum, og sóttist eftir því að fá stöðu sem iðjuþjálfi. Hugmyndin var að vinna einungis með börn og tengjast leikskólum og skólum. Vinna þá við ráðgjöf eða þjálfun. Ég hafði þá hugsað mér þjálfunarstöðu annað hvort í leikskólanum, sem er minnst rösk- un fyrir barnið, eða leigja aðstöðu hjá Sjúkraþjálfanum hf. í Hafnar- firði, þar sem mikið af börnum er í meðferð. Ég fékk jákvæðar undirterktir en þau svör að peningar væru ekki fyrir hendi til þess að fjármagna þessa stöðu. Síðla sumars sé ég auglýsingu frá leikskólanum Víðivöllum þar sem óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki til að vinna sem „stuðningur" við börn sem þess þurfa með. Ég hugsaði með mér að þarna væri tækifæri til þess að kynna sig í kerfinu og eiga þá léttara með að pressa á að staða fyrir iðjuþjálfa fengist. Ég byrjaði síðan að vinna sem „stuðningur" á Víðvöllum um haustið. Því miður fékk ég ekki fagheiti mitt viður- kennt og er þarna á þroskaþjálfalaunum. Á deildinni minni er 24 börn, þrjú með stuðning og einn „ógreindur" sem ég vonast til að fái stuðning sem fyrst. Við erum tvær sem vinnum sem „stuðningur" á þessari deild. Hin er þroskaþjálfi að mennt og vinn- ur á móti mér eftir hádegi. Ég hef ábyrgð á tveimur börnum og hún á tveimur. Starfið er feikilega skemmtilegt og gaman að sjá hversu börnin eru misjöfn. Þegar ég byrjaði að vinna tók ég fín- hreyfimat á fjórum börnum (hef gert það við fleiri ef okkur sem þarna vinnum, hefur fundist þörf á), og gerði klíniskar athuganir. Gerði svo smá greinargerð um hvert og eitt og út frá því minnispunkta um það, sem þurfti að vinna með næstu mánuði. í for- eldraviðtölum voru foreldrarnir upplýstir um það sem var verið að vinna með og fengu eintak af „plagginu" með áherslu- punktum. Ég fylgi börnunum í dagskipulagi leik- skólans og tek þau svo út úr í einkatíma eða í litla hópa (tveir í hóp), allt háð því hvað verið er að vinna með hverju sinni. Eins stjórna ég leikfimihóp tvisvar sinnum í viku. Börn sem eru með stuðning fá leikfimi 2 til 3 sinnum í viku. Eins reyni ég að nota úti- svæðið á markvissan hátt til að örva og

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.