Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 43

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Qupperneq 43
41 rannsóknir á þeim þroskaþáttum sem rekja má beint til þess að komast um sjálfur. Með rannsóknum sínum leiddu þeir Campos og bertenthal (1984, 1987) þó í ljós bein tengsl þess að komast um sjálfur við ýmsa þætti sjónúrvinnslu, svo sem sjónrýmdarskynjun °g lofthræðslu. Afleiðingar hreyfíhömlunar á aðra þroskaþætti ^egar einhverjir þættir þroskast ekki eðli- lega, er hætt við að það hafi víðtæk áhrif á aðra. (Butler, 1986) Ung fötluð börn fara iðu- lega á mis við það að komast um sjálf og frarnkvæma hluti upp á eigin spýtur. Mörg þeirra eru öðrum háð um nær allar daglegar athafnir og hafa takmarkaða möguleika á Wí að taka þátt í því sem fram fer í kringum þau. Það má því segja að þarna verði til við- bótarfötlun. Fatlaða barnið hefur sjaldan frumkvæði í samskiptum né öðrum athöfn- um. Það er viðtakandi en ekki frumkvöðull, °virkt en ekki virkt. Þetta hefur einnig áhrif a samskipti barnsins við aðstandendur og væntingar annarra í þess garð. Lýst hefur verið sljóleika hjá mörgum fötluðum böm- um, sérstaklega skorti á frumkvæði og for- vitni. Talið er að þetta eigi meðal annars ræt- ur sínar að rekja til þess að þau hafa tak- markaða möguleika á að hafa áhrif. Brinker and Lewis (1982) töldu að hér væri iðulega á ferðinni áunnið hjálparleysi og staðhæfðu að „fötluð börn skorti oft áhugann á þessum heimi sem þau reikna ekki með að geta haft nein áhrif á" (bls. 113). Hugtakið áunnið hjálparleysi kemur úr félagssálafræði og lýsir hegðunarmynstri sem á sér stað þegar einstaklingur stendur frammi fyrir óleysanlegum vandamálum. Hann upplifir vonleysi og uppgjöf, þar eð ekkert sem hann gerir virðist skipta máli, svo hvers vegna að reyna! Oft er þetta ómeðvitað, vegna þess að viðkomandi ein- staklingur eða hið fatlaða barn í þessu tilviki hefur sjaldan upplifað að það geti haft áhrif eða komið einhverju til leiðar. Öfugt við þá sem fatlast seinna á lífsleiðinni, þá skynja börn sem eru mikið hreyfi- og málhömluð

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.