Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 44

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Side 44
42 frá unga aldri oft t.d. ekki mikilvægi þess að geta gert sig skiljanleg. Þau hafa alist upp við að vera öðrum háð um alla hluti og þetta verður einskonar viðbótarfötlun við upp- runalegt ástand. Fagfólk, kennarar og þjálfarar á Blair stofnuninni í Kaliforníu gerðu árið 1983 rannsókn á hreyfihömluðum börnum er þar dvöldu. Þeir staðhæfðu að börn sem komast um sjálf væri mun fúsari til að velja á milli í náminu, gera kröfur og reyna að hafa áhrif, heldur en þau sem ekki kæmust um. Þarna var um að ræða börn með svipaða fötlun, en ýmist var alvarleiki fötlunarinnar misjafn eða þá aðgengi að hjálpartækjum. Fagmenn- irnir ályktuðu sem svo að misræmið sem þarna kom fram mætti m.a. rekja til þess að mikið hreyfihömluð börn skorti oft mögu- leika á því að æfa ákvarðanatöku. í dag höfum við ýmsar aðferðir til að sporna við þessari þróun. Þrátt fyrir að við breytum sjaldnast grunnástandi fötlunar, þá getum við oft haft áhrif á möguleika skjólstæðinga okkar til að nýta til fullnustu það sem í þeim býr. Fatlaða barnið þarf að læra að það geti haft áhrif. Það þarf að þróa með sér atorku og metnað. Það þarf að læra að læra. Og þetta ferli þarf að byrja snemma, því fyrr því betra. Ferlihjálpartæki fyrir ung fötluð börn geta skipt miklu í þessu sam- bandi, séu þau notuð á réttan hátt til að örva börnin til dáða. Rofaleikföng, tölvur og ýmis tæki til tjáskipta skipta einnig miklu. Notkun ferlihjálpartækja með ungum fötluðum börnum Ferlihjálpartæki köllum við öll hjálpartæki sem auðvelda fötluðum að fara um. Þau skiptast í göngugrindur af ýmsum toga, magabretti, hjól, hjólastóla og rafknúin tæki, svo sem rafmagnshjólastóla. Við val á

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.