Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Page 46
44
vel að ferli og sérstöðu ákveðinna tegunda
fatlana. Hays (1987) kannaði notkun rafknú-
inna hjálpartækja með ungum fötluðum
börnum. Hann skipti þeim í fjóra klíníska
hópa og hafði annars vegar notagildið eitt
og hagkvæmnisjónarmið að leiðarljósi og
hins vegar þroskasjónarmið.
1. Börn sem munu aldrei fara um sjálf. í
þessum flokki eru börn með heilalömun
með vítækri hreyfihömlun og tauga- og
vöðvasjúkdóma, s.s. SMA gerð I og II.
Þessi böm hafa enga möguleika á því að
komast um sjálf nema með aðstoð hjálpar-
tækja og oft er rafmagnshjólastóll eini
kosturinn.
2. Börn sem fara að hluta til um sjálf, en
skortir bæði á hraða, sem og þol og út-
hald. Hér höfum við aftur börn með heila-
lömun, en vægari hreyfihömlun og böm
með klofinn hrygg þar sem skaðinn liggur
ofarlega, þannig að auk lömunar í neðri
útlimum skortir á styrk og stöðugleika í
bol og handleggjum. Hér getur rafmagns-
hjólastóll boðið upp á meiri hraða og fjöl-
breytni við að fara um.
3. Börn sem hafa misst niður hæfni til að
komast um sjálf, t.d. í kjölfar slysa. Einnig
börn með hrörnunarsjúkdóma, t.d.
vöðva- og taugasjúkdóma. Þroskasjónar-
miðið er ekki eins afgerandi hjá þessum
hópi og hinum tveimur fyrrnefndu, en
mörgum veitist hins vegar erfitt að sætta
sig við ástand sitt og að taka við nýjum
hjálpartækjum eftir því sem færni dvínar.
4. Börn sem tímabundið þurfa á ferlihjálpar-
tækjum að halda og oft ná með tímanum
þokkalegri færni við að komast um sjálf. í
þessum hópi eru mörg börn með
Osteogenesis Imperfecta og Arthrog-
ryposis. Hér eru bæði hagkvæmnis- og
þroskasjónarmið ríkjandi.
Það er ljóst að ekki geta öll börn náð fullu
sjálfstæði í því að komast um sjálf, en mörg
þeirra geta nýtt ferlihjálpartæki til að læra
og tileinka sér reynslu, kanna umhverfið og
upplifa að þau geta sitt af hverju. Auk þess
veitir notkun ferlihjálpartækja oft aukna
lífsfyllingu í annars stundum tilbreytingars-
nautt líf.
Tilgangur með notkun hjálpar-
tækja
Að lokum langar mig að skírskota til þess
sem á sér stað í vinnu með óhefðbundnar
tjáskiptaleiðir, það sem kallast alternative &
augmentative communication á ensku.
Oft er byrjað mjög snemma með mark-
vissa málörvun og táknanotkun. Öll börn
sem fæðast með Down's heilkenni hér á
landi fá t.d. örvun á þessu sviði og aðstand-
endur fá leiðbeiningar um hvernig nýta