Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 50

Iðjuþjálfinn - 01.06.1996, Síða 50
48 starf, og er það ekki síst að þakka góð og ánægjuleg samskipti og samstarf við nor- ræna nágranna okkar á sviði hjálpartækja- mála. Það er augljóst að ekki er hægt að taka þátt í öllu starfi á Norðurlöndum og í Evr- ópu á hjálpartækjasviði, en það hefur verið reynt að velja/tengjast ákveðnum nefndum og vinnuhópum sem talið er að veiti okkur hentugustu upplýsingarnar og þekkinguna. Ég vil nefna nokkrar nefndir og verkefni í erlendu samstarfi sem ég hef tekið þátt í, er þátttakandi í eða tengist að einhverju leyti. Norræna nefndin um málefni fatlaðra (NNH) og norræna menntastofnunin fyrir starfsfólk sem vinnur með daufblindum (NUD) • Stjóm NNH og NUD: Árið 1989 varð ég tilnefnd af Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu sem varamaður í stjórn NNH og NUD og aðalmaður frá 1994. Tveir fulltrúar eru frá hverju landi í stjórn NNH og NUD. Hinn fulltrúinn er Ásta B. þorsteinsdóttir, fulltrúi Landssamtaka þroskahjálpar, en hún er tilnefnd af Fé- lagsmálaráðuneytinu. Tilnefning er til þriggja ára í senn. NNH er samstarfs- og fagstofnun um málefni fatlaðra og ber ábyrgð á stefnumótun og samhæfingu í þeim málefnum og tryggir réttindi fatl- aðra í samfélaginu. NNH skrifstofan er í Stokkhólmi og NUD er á Norður-Jótlandi í Danmörku. NNH hefur m.a. unnið mik- ið á sviði hjálpartækja, ferli- og aðgengi- málum, jafnrétti og aðlögun fatlaðra (samfélag fyrir alla) og smáhópa fatlaðra. NNH hefur verið frumkvöðull að ýmsum verkefnum innan hjálpartækjasviðsins, og ekki síst stuðlað að samstarfi hjálpar- tækjastofnananna á Norðurlöndunum. Aukin áhersla er lögð á Evrópu- og al- þjóðasamstarf vegna aukins samstarfs innan Evrópu. Tilgangurinn er að tryggja norrænar viðmiðunarreglur sem náðst hafa á Noðurlöndum innan þessa mála- flokks. • Ráðstefnur. Á hverju ári eru norrænar ráðstefnur á vegum NNH. þátttaka í und- irbúningi þessara ráðstefna og tilstuðlan að þátttöku íslendinga í þeim verkefnum sem NNH vinnur að gefur gott vegarnesti og innsýn í þá fjölmörgu þætti sem þetta svið, málefni fatlaðra, spannar bæði hér heima og erlendis. • Vinnunefndir NNH. í dag eru 6 fastar vinnunefndir á vegum NNH, allar með þátttöku íslendinga: Vinnunefndirnar og íslensku fulltrúar nefndanna eru: að- gengimál (Ólöf Ríkarðsdóttir, Öryrkja- bandalagi íslands (ÖBÍ)), flokkunarkerfi hjálpartækja (Björk Pálsdóttir, Hjálpar- tækjamiðstöð TR), heyrnarhjálpartæki (Birgir Ás Guðmundsson, Heyrnar- og talmeinastöð íslands), fjarskiptatækni fyr- ir fatlaða (Gylfi Már Jónsson, Pósti og síma), upplýsinga- og tjáskiptatækni fyrir fatlaða (Katla Kristvinsdóttir, Hjálpar- tækjamiðstöð TR) og styrkjanefnd til nor- rænnar samvinnu félaga fatlaðra (Hafdís Hannesdóttir, ÖBÍ). • NUH. Dótturstofnun NNH, Nordisk udviklingscenter for handikapphjælpem- idler (NUH), sem er í Finnlandi, veitir styrki til samnorrænna verkefna á sviði ný þróunar á hjálpartækjum og miðlar upplýsingum á sviðinu. Frá september 1994 hef ég verið fulltrúi íslands í stjórn NUH, en í stjórn sitja yfirmenn hjálpar- tækjastofnana Norðurlanda svo og fram- kvæmdastjóri NNH og fulltrúi frá nor-

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.