Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 16
1 6 | T Ö LV U M Á L Bourne sýndu fram á að átta til níu ára börn gátu lært forritun auk þess sem þau sýndu jákvæða fylgni milli þess að læra reglur og tíma sem varið var í forritun á viku (Gorman og Bourne, 1983). Einnig sýndi rannsókn Clements og Gullo fram á getu sex ára barna til að læra forritun. Þau börn sýndu einnig fram á aukna verkefnalausnargetu, margþættari hugsun, aukna getu til að þekkja eigin hugsun og aukna rýmisgreind eftir 12 vikna kennslu í Logo forritun (Clements og Gullo, 1984). Auk þess að bæta fyrrnefnda þætti fjallaði Wing um að geta til að forrita auki ekki bara rökhugsun og hjálpi til við verkefnalausn og áætlunargerð heldur getur kennsla í forritun opnað hug fyrir öðrum sviðum en bara forritun (Wing, 2006). Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Ávinningur þess að hefja kennslu í forritun strax á fyrstu stigum grunnskóla er því samfélagslegur auk þess að hafa verulega jákvæð áhrif á börnin sjálf, þekkingu þeirra og getu. Höfundar vilja sjá 70% af grunnskólum Dæmi um forrit eftir 6 ára gamlan dreng sem tók þátt í rannsókninni Með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun. Ávinningur þess að hefja kennslu í forritun strax á fyrstu stigum grunnskóla er samfélagslegur auk þess að hafa verulega jákvæð áhrif á börnin sjálf, þekkingu þeirra og getu. landsins bjóða nemendum sínum upp á forritunarkennslu innan þriggja ára. Með þessari jákvæðu aðlögun að breyttu umhverfi barnanna munum við ná þverfaglegri tengingu milli ólíkra greina. Börnin verða betur í stakk búin til að bæði nota tæknina og hafa skilning á því sem hún hefur upp á að bjóða. Í framhaldinu munum við sjá aukna sókn í tæknimenntun, stelpur verða sterkari í geiranum en í dag, almenn tölvukunnátta mun aukast og þar með framleiðni starfsmanna. Litla Ísland kæmist því á kortið sem frumkvöðull í menntun. Kennslustarf á Íslandi mun þróast og taka umbótum í takt við breytingar í þjóðfélaginu og um leið virkja skapandi og virka hugsun barna. Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni og þekkingu á henni og þar eru börnin mikilvægasta fjárfestingin. Heimildir: Sjá sky.is

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.