Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.11.2011, Blaðsíða 18
1 8 | T Ö LV U M Á L Tilgangur hennar var að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrif hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið með UTmessunni var að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja sér tæknigreinar sem svið í háskólum landsins. Einnig vildum við tengja upplýsingatæknina betur við skólastarf og atvinnulíf og vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Að UTmessunni 2011 stóðu Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Microsoft Íslandi og Samtök iðnaðarins. UTmessan skiptist í tvo viðburði; föstudaginn 18. mars var ráðstefna með 5 þemalínum fyrir fagfólk í upplýsinga-tæknigeiranum á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þar voru UT verðlaunin afhent í annað sinn. Laugardaginn 19. mars var sýning opin almenningi í byggingu HR í Öskjuhlíð þar sem fjöldi fyrirtækja kynnti áhugaverð verkefni og lausnir í upplýsingatækni. Haldin var keppni fyrir ungt fólk þar sem mátti senda inn stutt myndbönd um hvað það telur að UT sé og einnig var útbúið myndband og sett á Youtube þar sem tekin voru viðtöl við ýmsa aðila í UT geiraranum og þeir beðnir að svara spurningunni „Hvað er UT?“. Ýmsir leikir voru í gangi í sýningarbásunum á laugardeginum fyrir gesti Utmessunnar og var stemmingin í Sólinni í HR mjög góð. Gestir UTmessunnar voru á þriðja þúsund og voru það fleiri en aðstandendur þorðu að vona. Forseti Íslands heiðraði gesti með nærveru sinni bæði á föstudag og laugardag og kunni fólk vel að meta hve góðan tíma hann gaf sér til að spjalla við aðila í sýningarbásum fyrirtækjanna. Einnig eiga sýningaraðilar og fyrirlesarar sem voru á ráðstefnunni á föstudag og laugardag hrós skilið fyrir að gera þennan viðburð eins glæsilegan og raunin var. Þátttakendur í UTmessunni voru (í stafrósröð) : Auðkenni - Amivox - Betware - CCP - CLARA - Datamarket - Eimskip - Fancy Pants Global - Fjármálaráðuneytið - Forsetaembættið - Framvegis - Gagnavarslan - Gámaþjónustan - Gartner - GreenQloud - Habilis - Hagstofa Íslands - Háskóli Íslands - Háskólinn í Reykjavík - Hátækni - iSoft - IIIM - Já.is - Landsbankinn - Leggja.is - Locatify - LSH - Maritech - Medical Algorithms - Microsoft - MindGames - Nethönnun - NORDATA - Nýherji - Opin kerfi - Rauði kross Íslands - Reiknistofa bankanna - Reiknistofa í veðurfræði - Reykjavíkurborg - Samtök iðnaðarins - Scope Communications - Ský - Skýrr - Strikamerki - Tollstjórinn - Tækniskólinn - Tölvumiðlun - Valka - Videntifier Technologies - Þjóðskrá Íslands – Össur Undirbúningur fyrir UTmessuna 2012 er farin af stað og er það von okkar að enn fleiri taki þátt í henni en þeirri fyrstu og við getum þannig sýnt Íslendingum hve mikill hugur er í fólki í UT geiranum. Dagana 18. og 19. mars 2011 var Upplýsingatæknimessan (UT messan) haldin í fyrsta sinn. 2011

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.