Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 31

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 31
Manntalið 1920 29 Akureyri unnið við flutningana, og heldur meira en Reykjavík, því að á Akureyri dvöldu 1220/o fleiri en þar voru fæddir, en í Reykjavík 119°/o fleiri. I Hafnarfirði var vinningurinu umfram tölu fæddra álíka mikill og fæðingarmannfjöldinn, í Vestmannaeyjum 91 °/o, á Siglufirði 76°/o, á Isa- firði 49°/o og á Seyðisfirði ekki nema 38°/o. Af sýslunum hefur Suður-Múla- sýsla mist minst, aðeins 2°/o af fæddum þar, og þar næst Isafjarðarsýsla og Norður-Múlasýsla 9°/o hvor, en þær sýslur, sem tiltölulega mest hafa mist við flutninga, eru Rangárvallasýsla (36V2°/o af öllum fæddum þar) og Vestur-Skaftafellssýsla (32°/o). Hjer á undan hefur aðeins verið farið út í aðalniðurstöðuna af flutningunum, en hún er fram komin bæði við innflutning og útflutning og nokkuð af þessum flutningum hefur jafnast upp og kemur því ekki fram í endanlegu útkomunni. Af íbúum bæjanna var rúml. helmingurinn eða 21167 fæddir í sveitum, en aftur á móti dvöldu í sveitum 2 619 manns, sem fæddir voru í bæjum, eða um 5°/o af sveitabúum. Ef aftur á móti tala þeirra burtförnu er miðuð við tölu þeirra, sem fæddir eru í sveitum og bæjum, þá verður fólksmissirinn í sveitunum 29°/o, en 12°/o í bæjunum. A 10. yfirliti sýnir 4. og 5. dálkur, hve mikið hver kaup- staður og hver sýsla hefur fengið af fólki frá öðrum stöðum á landinu og hve mikið þau hafa mist burtu til annara staða á landinu. 7. og 8. dálkurinn sýna jafnframt með hlutfallstölum, hve miklum hluta þeir að- fluttu nema af íbúum á hverjum stað, sem innanlands eru fæddir, og hve miklum hluta þeir burtförnu nema af þeim, sem fæddir eru á hverj- um stað. Tölur þessar sýna, að Vestmannaeyjar og Reykjavík hafa mist tiltölulega færra fólk til annara staða á landinu heldur en hinir kaup- staðirnir (rúml. !/6 af þeim, sem þar eru fæddir), en mestir hafa burt- flutningar verið frá Seyðisfirði (næstum helmingur fæddra) og ísafirði (41°/o). Af sýslunum hefur Gullbringu- og Kjósarsýsla mist mest við burtflutning, töluvert meira en helming af fæddum (55°/o), en aftur á móti hefur innflutningur þangað verið meiri heldur en í aðrar sýslur, svo að útkoman verður tiltölulega miklu minni fólksmissir heldur en í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum, sem að vísu hafa mist tiltölulega færra fólk í burtu, en fengið hafa fátt af fólki aftur við innflutning. Töluvert minna er um flutninga milli fjarlægra hjeraða heldur en nálægra staða. Af öllum þeim, sem fæddir voru innanlands, dvöldu í sama kaupstað, sem þeir voru fæddir í 10 660 - sömu sýslu, sem þeir voru fæddir í . . . 52 475 - kaupstað innan fæðingarsýslunnar eða syslu sem liggur að fæðingarkaupstaðnum 6 248 gg 333 74.0 o/„ - nágrannasýslu eða kaupstað ................... 10 568 11.3 — - fjarlægari hjeruðum .......................... 13 813 14.7 — Samtals 93 764 100.o%

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.