Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 37

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Side 37
Manntalið 1920 35 hálfvitar. Þeir voru taldir 101 við manntalið 1920, 62 karlar og 39 konur. Einungis 3 þeirra fengust við atvinnustörf (2 karlar og 1 kona). Gedveikir eða vitfirringar voru taldir 183 manns, 70 karlar og 113 konur. Komu 1.5 á hvert þús. karla, en 2.3 á hvert þús. kvenna. Geð- veiki er þannig nokkru tíðari meðal kvenna en karla. Innan við tvítugt verður mjög lítið vart við geðveikt fólk, en geðveikin virðist fara vaxandi með aldrinum. Einungis 8 fengust við atvinnustörf (5 karlar og 3 konur), þar af 7 við landbúnað. Rúmlega þriðjungur geðveikra var á geðveikra- hælinu. H. Skifting þjóðarinnar eftir atvinnu. Population par profession. 1. Framfærendur og framfærðir. Soutiens et nourris. Skifting þjóðarinnar eftir framfærslu sjest í XX,—XXIV. töflu (bls. 69—143), þar sem hún er synd í ýmsum samböndum og vísast til þeirra að því er einstök atriði snertir. Hafa allir verið taldir framfærendur, sem algjörlega sjá fyrir sjálfum sjer, að svo miklu leyfi sem það var sýnilegt á manntalsskránum, eða að minsta kosti ekki hafa að neinu leyti getað talist framfærðir af öðrum einstaklingum. Þeir sem njóta styrks af almannafje eða lifa á eftirlaunum, hafa því verið taldir fram- færendur, ef styrkurinn eða eftirlaunin eru veitt þeim sjálfum, en skyldu- lið þeirra, konur og börn, talið framfært af þeim. Framfærðir hafa verið taldir giftar konur, börn og annað skyldulið, sem ekki hefur tilgreint neina atvinnu. Börn innan 16 ára hafa alment verið talin sem framfærð, nema sjerstök ástæða hafi verið til að ætla, að þau ynnu alveg fyrir sjer. Mannfjöldanum var skift þannig eftir framfærslu við manntalið 1920. Karlar Konur Samtals Framfærendur.......... 29 187 13 180 42 367 Framfærðir ........... 16 985 35 338 52 323 Samtals 46 172 48 518 94 690 Tæpur helmingur landsmanna (eða 45°/o) eru þannig taldir fram- færendur, 63°/o af körlum, en 27°/o af konum. Að framfærendur meðal kvenna eru svo miklu færri heldur en meðal karla stafar auðvitað fyrst og fremst af því, að giftar konur eru taldar framfærðar af mönnum sínum, nema þess hafi verið sjerstaklega getið á manntalsskránum, að þær stunduða einhverja atvinnu. Tölur þessar eru ekki beinlínis sam-

x

Hagskýrslur um manntöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.