Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 38

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 38
36: Manntalið 1920 bærilegar við manntalið 1910, því að töluvert fleiri konur voru þá taldar til framfærenda heldur en 1920. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir framfærendur komu á hvert 100 karla, kvenna og allra íbúa í bæjum og sveitum 1920. Framfærendur af 100 karla kvenna íbúa alls Reykjavík 64.1 32.6 47.2 Kaupstaðir 62.2 27.7 44.o Verslunarstaðir 62.2 23.5 42.1 Sveitir 63.4 26.1 44.7 Alt landið 63.2 27.2 44.7 Samkvæmt þessu eru í Reykjavík tiltölulega fleiri framfærendur heldur en annarstaðar á landinu, einkanlega meðal kvenna. Aldursskifting framfærenda og framfærðra eftir atvinnuvegum og ýmsum atvinnugreinum er í XXIII. og XXIV. töflu (bls. 118—143). Fram- færðum er skift aðeins í 3 aldursflokka, barnsaldur (innan 16 ára), fram- leiðslualdur (16 ára til sextugs) og gamalsaldur (yfir sextugt). Á hvert 100 manns á þessum aldursskeiðum kemur þá þessi taia framfærðra. Karlar Konur Giftar Aðrar Samtals Innan 16 ára ........... 95.2 » 96.5 96 5 16—59 ára ............... 1.3 94.8 34.2 61.2 Yfir sextugt............ 11.8 92.7 45.o 60.4 Yfirlitið sýnir, að börn innan 16 ára eru yfirleitt talin framfærð og ennfremur flestallar giftar konur. Af öðrum konum er rúml. þriðjungurinn á aldrinum 16—59 ára talinn framfærður og framundir helmingur þeirra, sem eru yfir sextugt. Af fullorðnum karlmönnum innan við sextugt eru aftur á móti sárafáir taldir meðal framfærðra, en um Vs af þeim, sem eru yfir sextugt. 2. Atvinnuskiftingin. Groupement professionnel. í töflu XX (bls. 69—103) er sýnd skifting þjóðarinnar eftir atvinnu. Hefur allri þjóðinni verið skift í 9 atvinnuflokka, en þeim aftur í 130 atvinnugreinar, sem þó eru stundum líka dregnar saman í stærri deildir. Aðalskifting þjóðarinnar eftir atvinnu sjest á 13. yfirliti. Er þar einnig tekin til samanburðar atvinnuskifting þjóðarinnar við manntalið 1910, en ein breyting hefur verið gerð við flokkaskiftinguna í því manntali til þess að gera hana sambærilegri við síðasta manntal. 1910 voru taldir í VI. flokki allmargir daglaunamenn, sem að rjettu lagi áttu heima undir

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.