Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 45

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Page 45
ManntaliÖ 1920 43 í skýrslunum, og margar vinnukonur starfa þar bæði að innanhússtörfum og atvinnurekstrinum, svo að það verður oft að fara eftir ágiskun um það, hvort þær skuli teljast innanhúshjú eða atvinnuhjú. I töflu XXVII og XXVIII (bls. 151 —153) hefur öllum ráðskonum og innanhúshjúum verið skift eftir atvinnu húsbóndans. Ef menn vilja gera sjer grein fyrir, í hvaða atvinnuvegum er mest um innanhúshjú, virðist rjettast ag bera tölu þeirra saman við tölu framfærenda í hverjum atvinnuvegi, sem eru fjölskyldumenn. Á hvert 100 fjölskyldumanna komu árið 1920 að meðal- tali 34 innanhúshjú (að meðtöldum ráðskonum). Þau skiftast þannig á atvinnuvegina eftir atvinnu húsbóndans. Atvinnu- AðstoDar- Verka- rekendur fólk fólk Samtals I. Ólíkamleg atvinna .... — — — 75 11. Landbúnnður 45 20 3 41 III. Fiskveiðar o. fl 41 26 12 20 IV. Handverk og iðnaður 30 28 14 21 V. Verslun og samgöngur 92 57 14 44 VI — IX. Annað og ótilgreint .. — — — 17 Af þessu sjest, að tiltölulega flest innanhúshjú eru hjá atvinnu- rekendum við verslun og samgöngur, en þar næst hjá þeim, sem stunda »ólíkamlega atvinnu*. Eftirlauna- og eignamenn. í þeim flokki töldust 1 866 manns eða 2°/o af landsbúum árið 1920. Árið 1910 töldust í honum aðeins 900 manns. Fjölgunin er þó að miklu leyti óvirkileg, stafar af mismunandi úrvinslu. Styrkþegar frá einstökum mönnum voru þannig ekki taldir í þessum flokki 1910. Mannfjöldinn í þessum flokki skiftist þannig 1920. Fram- Fram- færendur færðir Samtals Eftirlaunafólk 73 65 138 Eignamenn 893 485 1 378 Styrkþegar frá einstökum mönnum 285 65 350 Samtals 1 251 615 1 866 Menn, sem lifa á styrk af almannafje töldust 1 482 eða 1V20/0 af landsbúum 1920. Þar af voru 120 kostaðir á opinberum stofnunum (geð- veikrahæli, holdsveikraspítala, daufdumbraskóla), 1 109 lifðu á sveitar- styrk, en 253 á ellistyrk. Tala sveitarómaga er bersýnilega of lág og stafar það einkum af því, að margir, sem sveitarstyrks njóta, hafa ekki látið þess getið, heldur tilgreint einhverja atvinnu. Tala þeirra, sem lifa á ellistyrk mun aftur á móti vera of há, því að ellistyrkurinn er svo lágur, að fáir munu geta lifað á honum aðallega.

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.