Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1926, Blaðsíða 54
52
Manntaliö 1920
Allur þorri fjölskyldumanna er yfir þrílugt. Aftur á móti eru ein-
hleypir framfærendur mest í yngri aldursflokkunum. Af einhleypu kven-
fólki er álíka margt undir og yfir þrítugt, en af einhleypum karlmönnum
er ekki nema rúml. 1/4 yfir þrítugt.
í töflu XXV (bls. 144—147) sjest, hvernig framfærendur í hverjum
atvinnuflokki skiftast í fjölskyldumenn og einhleypa. Af 100 framfærenda
(karla eða kvenna) í hverjum atvinnuflokki voru fjölskyldumenn:
Harlar Konur
I. Ólíkamleg atvinna 39.6 5.7
11. LandbúnaÖur 52.1 21.7
111. Fiskveiðar 0. fl 56.2 18.9
IV. Handverk og iÖnaður . . 60.6 14.7
V. Verslun og samgöngur . . 61.2 17.2
VI. Heimilishjú 0. fl 48.6 4.1
VII. Eftirlauna- og eignamenn 48.3 25.9
VIII. Styrkþegar af almannafje 12.5 5.9
Meðal kvenna eru fjölskylduframfærendur í miklum minni hluta,
mest 1/4 í eftirlauna- og eignaflokknum. Af körlum er aftur á móti meir
en helmingur fjölskyldumenn í öllum aðalatvinnuflokkunum. En mikill
munur er að þessu leyti á atvinnurekendum, aðstoðarfólki og verkafólki.
Af karlframfærendum í hverjum þessara flokka voru fjölskyldumenn:
Atvinnu- Aðstoðar-
rekendur fóllt Verkafólk
Landbúnaður 98.1 % 29.3 °/o 10.0 %
Fiskveiðar 0. fl 89.9 — 71.5 - 47.0 —
Handverk og iðnaður . . . 80.9 — 71.9 — 49.9
Verslun og samgöngur . . 82.7 — 49.5 — 61.3 —
Atvinnurekendur í landbúnaði eru að heita má allir fjölskyldumenn
og 80—90°/o í hinum atvinnuflokkunum. Meðal aðstoðarfólks eru tiltölu-
lega færri fjölskyldumenn og enn færri meðal verkafólks. Þó eru þeir
tiltölulega fleiri meðal verkafólks heldur en aðstoðarfólks við »verslun
og samgöngur*.
6. Aukaatvinna.
Profession accessoire.
Á manntalsskránum tilfærðu 4 583 manns eða IO.8W0 af öllum fram-
færendum, fleiri en eina atvinnu. Hjer á undan hefur aðeins verið tekið
tillit til aðalatvinnunnar, en í töflu XXVI (bls. 148—150) hefur þeim,
sem tilgreindu aukaatvinnu, verið skift niður sjerstaklega bæði eftir aðal-
atvinnunni og aukaatvinnunni. Þegar menn hafa tilgreint meira en eina
aukaatvinnu er þó aðeins ein tekin upp í töfluna.