Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
íðasti vísnaþáttur endaði
eiginlega í stórhríðarbyl.
Ekki slotar hríðinni í
næstu tveimur vísum þessa
þáttar. Eftir Þórmund Erlingsson
frá Stóra-Botni er þessi vísa:
Skjálfa tindar, skefur snæ,
skjól og yndi þrýtur.
Kófið blindar, kelur fræ
krap í lindum flýtur.
Einstök að allri gerð er þessi
vísa Höskuldar Einarssonar frá
Vatnshorni:
Kalla ég hátt í kaldri tíð
kveðju norður á heiðar.
Fimmtugur einn í frosti og hríð
fer þar sinnar leiðar.
En svo hattar um. Öllu meiri yl er
að finna í vísu Einars Árnasonar
frá Finnsstöðum í Köldukinn,
föður Höskuldar. Vísuna orti
Einar til konu sinnar Kristjönu
Sigfúsdóttur:
Mér sú góða líkn var léð
lífs á förnum vegi,
að geta aldrei af þér séð
eina stund úr degi.
Bréfstúfur barst mér frá Grétari
Snæ Hjartarsyni. Best gæti
ég trúað, að baki því bréfi liggi
mikill vísnasjóður, en þetta
sinnið fá lesendur einungis að líta
eina vísu. Vísan er eftir Lárus
Þórðarson fyrrverandi bónda,
ættrekinn Húnvetning, en síðast
gegndi hann verkmenntakennslu
við Álftamýrarskóla. Vísuna orti
Lárus á bændafundi þá vorsól
skein sem bjartast:
Vakna blóm við bæjarvegg,
bændum gildnar vömbin.
Hrafninn tínir tittlingsegg
og tófan étur lömbin.
Gjör verður sagt síðar frá Grétari
Snæ og Lárusi Þórðarsyni. En
vendum nú skrifi að skáldinu
Magnúsi Halldórssyni ,
sundlaugarverði á Hellu.
Magnús, sem margir fleiri, lúsles
Bændablaðið. Í bréfi sem mér barst
frá Magnúsi vitnar hann sérstaklega
til greinar um matarvenjur Kínverja,
sem birtist í síðasta Bændablaði.
Af sérstakri smásmygli tíundar
Magnús þær tegundir matar sem
Kínverjar neyta frekast, og að
hluta eru útfluttar héðan s.s garnir
og lambatittlingar. Í næstu fjórum
vísum rýnir Magnús meginefni
umræddrar greinar með tilvitnun í
fornar íslenskar matarvenjur:
Hvuttana vænstu þeir velja
til veislu og setja á fat.
Og jafnvel þeir tittlinga telja
töluvert góðan mat.
Í hrísgrjón með prjónum þeir pota,
-við prjónum hér sokka úr ull.
Þeir táknmál svo klóra og krota
sem Kínverjum finnst ekkert bull.
Þótt brygðust í sultinum sokkar,
þar sáum í myrkrinu leið,
er handritin átum við okkar
í algörri hörmungar neyð.
Í manneklu meinlegri búum,
á mannfjölgun aukin mun þörf,
og við sem á tittlinga trúum
sem tæki við þessháttar störf.
Frá útflutningi aukaafurða íslenskra
sláturhúsa, víkjum nú stuttlaga
máli að frammistöðu íslenska
karlalandsliðsins í handbolta. Einar
Kolbeinsson, bóndi í Bólstaðarhlíð,
var ekki giska bjartsýnn eftir
stórtap fyrir Tékkum:
Þjóðarsorg við þegnum gín
á þessu vizkulandi,
er hundadrullast heim til sín
hetjur fyrrverandi.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
Líf og starf
Það sveif góður andi yfir vötnum
síðastliðinn fimmtudag, þann
22. janúar, þegar fyrirtæki
og stofnanir í húsinu að
Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri
buðu í opið hús.
Húsið, sem tekið var í notkun
2003, hýsir Búnaðarsamtök Vestur-
lands, Framleiðnisjóð land búnaðarins,
Héraðs setur land græðslunnar,
Matvæla stofnun, Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins, Skorradalshrepp
og Vesturlandsskóga. Milli
20–25 starfsmenn hafa aðstöðu á
Hvanneyrargötu 3 þar sem einnig er
töluvert
um laus rými til leigu.
Það gæti því verið
vænlegur kostur
fyrir aðila sem er að
leita að aðstöðu fyrir
starfsemi af ýmsu
tagi að skoða hvað
er í boði í húsinu.
Hvanneyrargata 3 er
í eigu Borgarlands
og Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Mjög góð aðstaða er í húsinu, það er
á þremur hæðum og lyfta milli hæða.
Í húsinu er fundarsalur með góðum
búnaði og kaffistofa. Staðsetning
er miðsvæðis á Vesturlandi og
stutt í ýmsa þjónustu. Hér má sjá
nokkrar svipmyndir frá opnu húsi á
Hvanneyri.
Opið hús á Hvanneyrargötunni
S
MÆLT AF
MUNNI FRAM
122
Þessir kappar komu til að
forvitnast um hvað fólk v
æri
að föndra við á Hvanne
yrargötunni. Talið frá vin
stri:
Bernhard Bernhardsson
og Magnús Fjeldsted.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður
RML. Myndir / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Hér eru, talið frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands
og starfsmaður Vesturlandsskóga, Páll Brynjarsson (gestur) og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,
framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga.
Sigurður Max Jónsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir og Magnús Ingimarsson.Guðmundur Hallgrímsson, starfsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Gestirnir
Snædís Anna
Þórhallsdóttir, He
lgi
Elí Hálfdánarson,
Ólöf
Ósk Guðmunds d
óttir
og Iðunn Hauksd
óttir.