Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 1
2. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 29. janúar ▯ Blað nr. 435 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000
Bændahöllin við Hagatorg verður áfram í eigu íslenskra bænda:
Tilboðum í Hótel Sögu hafnað
− ekkert fjögurra kauptilboða fjárfesta þótti nógu hagstætt að mati stjórnar Bændasamtaka Íslands
Bændasamtök Íslands hafa
ákveðið að ganga ekki til
viðræðna um sölu á Hótel Sögu
á grundvelli fyrirliggjandi tilboða
sem fram komu í söluferli sem
fyrirtækjaráðgjöf MP banka
annaðist.
Það er mat stjórnar Bænda-
samtakanna að hagstæðara sé að
halda áfram góðum rekstri hótelsins
fremur en að ganga að fyrirliggjandi
tilboðum.
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
segir stjórnina vera ánægða með
þann áhuga sem fram hafi komið í
þessu söluferli.
„Því miður bárust okkur ekki
nægilega hagstæð tilboð til að
skynsamlegt sé að selja eignina á
þessum tímapunkti. Okkar markmið
er að ávaxta eignir samtakanna
með sem bestum hætti. Þegar við
lögðum mat á fyrirliggjandi tilboð
komumst við að þeirri niðurstöðu
að á þessum tímapunkti þjónaði
áframhaldandi rekstur hótelsins
betur því markmiði.“
Ráðist verður í endurbætur á
hótelinu
„Það hefur verið mikil gróska í
ferða þjónustu á Íslandi undanfarin
misseri. Næstu skref hjá okkur eru
að hefja vinnu við endurbætur á
hótelinu til að tryggja að Hótel
Saga hafi áfram þann virðulega
sess sem það hefur ávallt haft í
hugum Íslendinga.“
− Þýðir þetta að öllum hug-
myndum um að Bændasamtökin
selji hótelið séu endanlega slegnar
út af borðinu?
„Nei, en þetta þýðir að því
söluferli sem var í gangi er lokið.
Við munum hins vegar vinna
áfram með ráðgjöfum okkar að
því markmiði sem við höfum sett
okkur sem er að tryggja ávöxtun
eigna samtakanna með sem bestum
hætti.“
Það verður að muna að Hótel
Saga er mikilvægur hluti af sögu
samtaka bænda á Íslandi. Við
verðum því að vanda okkur í hverju
skrefi en ef nýjar lausnir bjóðast
þá verðum við að sjá að þær þjóni
því markmiði að efla samtökin.
Tekjur af eignum eru snar þáttur
í fjármögnun samtakanna. Þetta
er raunar ekkert einsdæmi fyrir
félagasamtök, hvorki hérlendis né
erlendis, og t.d. þekkjum við þessa
stöðu frá systursamtökum okkar á
Norðurlöndum sem við horfum nú
oft til sem fyrirmyndar.“
Sex óskuldbindandi tilboð bárust
Bændasamtökin hófu söluferli
Hótels Sögu með tilkynningu
hinn 19. nóvember síðastliðinn
og óskuðu þá eftir formlegum
tilboðum í kaup á fasteign og rekstri
Hótels Sögu. Var ákveðið að fara í
þetta ferli eftir að fjöldi fyrirspurna
hafði borist um kaup á hótelinu.
Fyrirtækjaráðgjöf MP banka var
ráðin til þess að sjá um söluferlið og
annast kynningu fyrir áhugasama
kaupendur með gagnsæjum hætti
til að tryggja jafnræði meðal
áhugasamra fjárfesta. Frestur til
að gera óskuldbindandi tilboð var
gefinn til 12. desember 2014 og
bárust þá sex tilboð.
Fjórir hópar lögðu fram
skuldbindandi tilboð
Ákveðið var að gefa völdum
tilboðsgjöfum tækifæri til að
leggja fram skuldbindandi tilboð
og fengu þeir í framhaldinu að
skoða fasteignina og ítarleg gögn
um reksturinn. Gefinn var frestur
til 16. janúar sl. til að leggja fram
skuldbindandi tilboð og bárust
fjögur tilboð. Sem fyrr segir er
það mat stjórnar Bændasamtakanna
að ekkert fyrirliggjandi tilboða sé
nægilega hagstætt.
Hótelið er í eigu Hótels Sögu
ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki
í eigu Bændasamtaka Íslands. Á
hótelinu eru 209 herbergi, tíu
funda- og veislusalir og tveir
veitingastaðir. Þar starfa um 100
manns.
Fasteign Hótels Sögu ehf.
við Hagatorg er um 19.000
fermetrar að stærð og hýsir
hótelstarfsemi, veitingastaði,
banka, hárgreiðslustofu, líkams-
ræktarstöð o.fl. Skrifstofur
Bændasamtaka Íslands eru á
þriðju hæð fasteignarinnar og
þar eru ritstjórnarskrifstofur
Bændablaðsins einnig til húsa.
Bændasamtökin þakka þeim sem
tóku þátt í söluferlinu fyrir áhugann
og einnig starfsfólki Hótels Sögu og
MP banka fyrir þá vinnu sem þau
lögðu til í ferlinu. /HKr.
Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson eru bændur á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Bú þeirra var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á síðasta ári. Kýrnar á
Brúsastöðum skiluðu í heild um 389 þúsund kílóum mjólkur og var hver kú þá að skila 7.896 kg að meðaltali. Hefur árangur búsins í mjólkurframleiðslunni verið afar góður ár eftir ár. Mynd / HKr.
Vordægur við Mývatn
14 26
Mæði-visnuveirur
í sauðfé og
tengslin við
alnæmi
36
Síðasti bananinn