Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Fréttir
Áður auglýstur umsóknarfrestur
um styrki til varna gegn landbroti
er nú framlengdur til 20. febrúar
2015. Landgræðsla ríkisins
auglýsir eftir umsóknum um
styrki til varna gegn landbroti.
Um er að ræða styrki sem veittir
eru til slíkra verkefna skv. lögum nr.
91/2002 um varnir gegn landbroti.
Styrkirnir eru veittir til hvers
konar verkefna til varnar því
að vatnsföll eyði mannvirkjum
eða gangi á gróið land. Við
forgangsröðun verkefna er m.a.
höfð hliðsjón af verðmæti þeirra
mannvirkja eða lands sem landbrot
ógnar. Umsóknarfrestur er
framlengdur til 20. febrúar 2015.
Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar eru á heimasíðu
Landgræðslunnar, www.land.is , en
einnig er hægt að hafa samband við
Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími
488 3000 og verkefnastjóra Varna
gegn landbroti Sigurjón Einarsson
í síma 8560432.
Umsóknum skal skila til
Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti,
851 Hella eða á netfangið land@
land.is. /VH
Landgræðslan − styrkir til varna gegn landbroti:
Umsóknarfrestur framlengdur
Mjólkursamsalan og Matís:
Gera samstarfssamning um
rannsóknir á skyri og mysu
Mjólkursamsalan og Matís
hafa gert með sér fimm ára
samstarfssamning um rannsóknir
á skyrgerlum og mysu samkvæmt
því sem segir á frétt á vef Matís.
Jón Axel Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs
MS, segir að fyrirtækið sé mjög
spennt fyrir þessu samstarfi sem
fyrirtækin hafa náð samkomulagi um.
„Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum
leynast mikil verðmæti eins og við
höfum séð mjög greinilega út frá
jákvæðri söluþróun okkar á skyri á
Norðurlöndum, en salan á síðasta ári
þar jókst um 85% og er nú í heildina
orðin um og yfir 13.000 tonn,“ segir
Jón Axel. Það er full ástæða til að
rannsaka frekar íslenska skyrgerilinn
og sérstöðu hans og hvernig nýta
megi hann til að gera skyrið að enn
verðmætari útflutningsvöru en það
er í dag.
„Að fá aðgang að því hæfa
og góða fagfólki í vísindum og
rannsóknum sem vinnur hjá Matís
er því mjög verðmætt fyrir okkur
og við bindum miklar vonir til
framtíðar um þetta samstarf okkar,“
segir Jón Axel. „Enn fremur ætlum
við í sameiningu að rannsaka betur
eiginleika mysunnar og með hvaða
hætti unnt er að gera meiri verðmæti
úr henni heldur en gert er í dag.“
Að sögn Odds Más Gunnarssonar,
sviðsstjóra viðskiptaþróunar Matís,
sér fyrirtækið mikil tækifæri í því
að vinna með MS. Matís er leiðandi
rannsóknarfyrirtæki í matvæla-,
líftækni- og umhverfisrannsóknum
og fyrirtækið er mjög vel búið til
að takast á við verkefni sem þessi.
„Mikil þekking er innan Matís
á hvers kyns örverum og mun sú
þekking nýtast vel til rannsóknar
á skyri og skyrgerlum. Mysan er
ekki minna áhugavert hráefni sem
býður upp á mikla möguleika til
aukinnar verðmætasköpunar. Með
samstarfi Matís og MS skapast
gríðarleg tækifæri til nýsköpunar,“
segir Oddur Már.
„Samstarfið við MS fellur auk
þess vel að grunngildum í starfsemi
Matís en hjá fyrirtækinu er lögð
áhersla á að vinna að fjölbreyttum
verkefnum í matvælaiðnaði þar
sem áhersla er lögð á nýsköpun og
verðmætaaukningu,“ segir Oddur
Már enn fremur.
Víða við landið er að finna
beltisþara í töluverðu magni en
sennilega er hvergi jafnmikið af
honum og í Breiðafirði.
Hugmyndir hafa verið uppi um
mögulega nýtingu hans og því var
ráðist í rannsóknir á þeim atriðum
sem hafa þarf í huga til að fá sem
besta vöru úr hráefninu.
Uppskerutími í maí og júní
Á heimasíðu Matís segir að
uppskerutími þarans sé í maí og júní
en þá er hann laus við ásætur að mestu
leyti. Mismunandi efnainnihald
reyndist vera í þaranum eftir aldri
hans, ungur beltisþari innihélt t.a.m.
minna prótein og salt en ársgamall
beltisþari sem safnað var á sama
tíma, joðmagn reyndist hins vegar
hærra í yngri þaranum. Töluverður
munur kom í ljós á útliti, bragði og
áferð eftir þeirri meðhöndlun sem
þarinn fékk.
Réttur uppskerutími og með-
höndlun geta því haft úrslitaáhrif
á gæði hráefnisins og þeirra afurða
sem unnar eru úr því.
Styrkt af AVS sjóðnum
Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum
og unnið í samstarfi Matís og
Íslenskrar bláskeljar í Stykkishólmi.
Skýrslu um verkefnið má finna á
vefsíðu Matís, nánari upplýsingar
veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís. /VH
Gæðaþættir við vinnslu
og verkun beltisþara
Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunar Matís, og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Sölu- og
markaðssviðs MS, undirrita samstarfssamning fyrirtækjanna tveggja.
Beltisþari. Mynd / Símon Sturluson.
Aldin apabrauðstrés.
Prófa lítt þekktar nytjaplöntur:
Nytjaplöntur framtíðarinnar
Verið er að gera tilraunir
með ræktun um eitt hundrað
nytjaplantna sem þekktar eru meðal
ýmissa ættbálka og þjóðflokka í
Afríku en ekki í almennri ræktun.
Í Afríku er að finna fjölda
nytjaplantna sem ekki þekkjast annars
staðar í heiminum og margar þeirra
eru einungir ræktaðar á afmörkuðum
svæðum og því lítið vitað um gildi
þeirra.
Rannsóknarstofnun í nytja plöntum
í Kenía hefur hleypt af stokkunum
verkefni sem felst í að rækta um
eitt hundrað þessara plantna með
það í huga að kann gildi þeirra sem
nytjaplöntur í stórum stíl í framtíðinni.
Meðal tegunda sem verið er
að prófa er lítt þekktar tegundir af
maís, hveiti og hrísgrjónum auk
apabrauðstrés, köngulóaplöntu
og tegundar sem kallast amarant.
Allar þessar tegundir hafa lengi
verið nytjaplöntur innfæddra en
lítill gaumur gefinn í tæknivæddum
landbúnaði.
Tilgangurinn með ræktuninni
er að finna næringarríkar tegundir
og framrækta þær áfram til
aukinnar ræktunar. Rannsóknin er
hluti af sístækkandi verkefni sem
kallast Crops for the Future eða
nytjaplöntur framtíðarinnar og er í
samstarfi innfæddra, gróðurnytja og
mannfræðinga. /VH
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar:
Óánægja með úrskurð
óbyggðanefndar
Landbúnaðarnefnd Blönduós-
bæjar lýsir yfir óánægju með
úrskurð óbyggðanefndar
sem úrskurðaði í síðasta
mánuði að Skrapatungurétt,
F a n n l a u g a r s t a ð i r o g
Skálahnjúkur teldust til
þjóðlendna.
Nefndin hvetur sveitarstjórn
Blönduósbæjar til þess að áfrýja
úrskurðinum til dómstóla en hver
sá sem ekki vill una úrskurði
óbyggðanefndar skal höfða
einkamál innan sex mánaða frá
útgáfudegi þess Lögbirtingablaðs
sem úrdráttur úr úrskurði sé birtur í.
Óbyggðanefnd kvað upp
úrskurð sinn 19. desember
síðastliðinn í ágreiningsmálum
um þjóðlendur á svonefndu
svæði 8 norður. Svæðið tekur til
Húnavatnssýslu vestan Blöndu
ásamt Skaga og skiptist í svæðin
Skaga, Húnavatnshrepp, Húnaþing
vestra, syðri hluta og Vatnsnes. Í
úrskurðinum er m.a. fallist á að
Skrapatungurétt, ágreiningssvæði
vegna Fannlaugarstaða og
ágreiningssvæði vegna Skálahnjúks
væru þjóðlendur. /MÞÞ
Frá Blönduósi. Mynd / HKr.