Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Hvar sem tveir menn koma
saman ræða þeir um hvað þeir
hafi borðað og hvar best sé að
borða. Hvert sem við förum
um heiminn er maturinn stóra
spurningin og umræðuefnið og
víða er hann góður.
Nú ferðast milljónir manna
um heiminn til að upplifa
matarmenningu. Ísland hefur
hlotið mikla viðurkenningu á
alþjóðavísu fyrir hráefnið og
meistarakokkarnir heimsins hafa
ekki dregið af lýsingum sínum
hvort sem það er fiskurinn, smjörið,
skyrið eða lambakjötið. Enn eru
grunnauðlindir okkar hafið bláa
og landið græna eða lífbeltin tvö
eins og Kristján Eldjárn orðaði það
forðum, þaðan kemur lífsbjörgin
stærsta. Þótt margt annað skipti svo
máli og stækki flóruna. Ísland er
matvælaland og hefur hlotið marga
viðurkenningu út á þessa sérstöðu.
Upphaf velmegunar Íslands er
sala á fiski sem er ferskur veiddur
og verkaður með þeim hætti að
ekkert jafnast á við hann. Á nýrri
öld stendur landbúnaðurinn við
hliðina á sjávarútveginum og
auðlindirnar til lands og sjávar
fá sömu einkunn, hráefnið er
ferskt, heilbrigt og í fremstu röð.
Afurðirnar koma frá umhverfi og úr
náttúru sem er einstök, þetta kallast
„handverk“, þar sem sjómennirnir
og bændurnir eru mikils metnir
fyrir sitt starf. Hráefnið er orginal,
verksmiðjubúskapur, lyfjagjafir,
eitrun á gróður og sjúkdómar eru
fjarri. Ferðamennirnir sem hingað
koma blessa hráefnið og matinn
og spara ekki snjallsímann sinn,
að senda vinum sínum boð. Þeir
auglýsa líka fagra náttúru með
sama hætti, frjálsar og skjöldóttar
kýr, hross og sauðfé á beit. Ísland
er undraland segir Jón Óttar
Ragnarsson frumkvöðull og gerir
nú magn-aða sjónvarpsþætti um
hið „Dulda Ísland,“ ævintýraland,
kominn af hafi eftir langa dvöl
erlendis. Hann er glöggskyggn
gestur og varpar ljósi á svo margt
sem okkur finnst ekkert merkilegt
í gráum hversdagsleikanum og
neikvæðri umræðu fýlupúkanna.
Fjöreggið er brothætt
Fjöreggið er eigi að síður brothætt
og það er jafnvel erfitt að sann-færa
okkar fólk um að þarna liggi enn
stærstu tækifæri landsins. Hvað þá
að með gáleysi sé hægt að spilla
auðlindunum. Að hafsvæðið í
kringum landið sé hægt að menga,
og sérstöðu og gæði landbúnað-
arins sé auðvelt að eyðileggja með
t.d. innflutningi á lifandi dýrum og
hráu kjöti. Veiðiárnar og laxinn sé
hægt að drepa og veikja með veiði-
græjum sem menn koma með af
sýktum svæðum. Skítug reiðtygi,
skór og reiðbuxur í gegnum
Keflavík kunni að verða banabiti
gæðingsins? Nýsjálendingar
hafa grænt öryggishlið inn í sitt
land af virðingu við heilbrigða
búfjárstofna og sína dýrmætustu
útflutningsauðlind. Þeir banna allan
innflutning á landbúnaðarafurðum.
En við Íslendingar verðum að verja
okkar öryggismál fyrir dómstólum
hér og fyirr eftirlitsstofnunum
ESB og sanna það sem saga
niðurskurðar og fjárhagslegs
skaða af búfjársjúkdómum
hefur valdið hér í eitt hundrað
og fimmtíu ár. Sanna að landið
sé nánast án búfjársjúkdóma og
það sé ekki síst einangrun búfjár-
stofnanna í þúsund ár sem þar
ráði mestu um, en jafnframt sé
búféð næmt, skorti mótefni gegn
alvarlegum drápspestum sem
við öll höfum heyrt af, og því
beri að fara af mikilli varúð eins
og dæmin sanna. Og jafnframt
þurfum við að hlusta á gaspur og
gífuryrði óábyrgra manna í röðum
innflutningsgróðans,sem hiklaust
kæra þessa sérstöðu og vilja brjóta
hana á bak aftur.
Tröllskessur gróðans
Enn henda tröllskessur græðginnar
fjöregginu á milli sín og segja og
gera lítið úr hættunni að sjúkdómar
kunni að berast með þessum
hætti, hvort sem þeir heita Andrés
Magnússon eða Ólafur Stephensen.
Eitt stærsta tækifæri dagsins er að
sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn
og matvælaiðnaðurinn taki
höndum saman og móti skýra
matvælastefnu með stjórnvöldum
og ferðaþjónustunni í framhaldinu
með kynningu á sérstöðu Íslands
bæði inn á við og út á við. Ég hef
horft á orðhákana sitja orðlausa
þegar mannalæknar, dýralæknar
og færustu prófessorar fara yfir
áhættuna og vara við afnámi reglna
sem verja líf og og heilsu manna
og dýra og halda sjúkdómum frá
landinu.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM:
Matvælalandið Ísland
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Pöntun smáauglýsinga
á netinu er á bbl.is
Fréttir
Árið 1999, eftir holskeflu
Campylobacter-sýkinga hérlendis,
var eftirlit með kjúklingum aukið.
Með átaki sem farið var í hefur
tekist að skapa Íslandi sérstöðu á
heimsvísu hvað varðar litla tíðni
sýkinga.
Í dag eru tekin sýni úr hópum allra
eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2–5
dögum fyrir fyrirhugaða slátrun.
Ef bakterían greinist er allur
kjúklingurinn úr viðkomandi hópi
frystur að slátrun lokinni. Ástæðan
fyrir því að þessi leið var valin
byggðist á rannsóknum sem sýndu
fram á að með frystingu fækkaði
bakteríunni um allt að 99%. Þar með
dró mjög mikið úr þeirri hættu sem
fylgdi meðhöndlun kjúklinga og
krosssmitun bakteríunnar í önnur
matvæli.
Fjöldi Campylobacter-sýkinga
jókst hratt
Franklín Georgsson, sviðsstjóri
Mælingar og miðlunar hjá Matís,
segir að Campylobacter-mengun
í kjúklingum hafi vaxið hratt hér
á landi frá 1996 til 2000 en náð
hámarki 1999.
„Fyrir 1996 var eingöngu leyfð
sala á frystum kjúklingum en í
framhaldi á leyfi á sölu á ferskum
kjúklingum var kjúklingakjöt mjög
vinsælt. Vandamálið var aftur á
móti að fjöldi Campylobacter-
sýkinga jókst hratt og í raun engin
stjórn á henni í fuglunum og var því
greinilega brýnt að grípa til aðgerða.
Ólík mörgum öðrum bakteríum
þolir Campylobacter illa frystingu
og mun ver en Salmonella.
Campylobacter-bakter íur
drepast einnig við eldun og hættan
á sýkingu er því ekki endilega mest
frá fuglinum sjálfum heldur fremur
að ef bakterían berst af honum og í
annan mat eins og salat sem er borið
fram hrátt. Menn eru mjög næmir
fyrir Campylobacter og sýking getur
átt sér stað hafi fólk meðhöndlað
mengaðan fugl og sleikt á sér
fingurna,“ segir Franklín.
Frystir ódýrari en ferskir
Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast
á mun lægra verði en ferskar leiddi
frystikrafan til þess að alifuglabændur
hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi
aðgerðum sem drógu þannig mjög
fljótlega úr mengun eldishópa.
Þessar aðgerðir, auk fræðslu til
almennings um rétta meðhöndlun
hrárra kjúklingaafurða, hafa gert
það að verkum að í dag er árlegur
fjöldi greindra sjúkdómstilfella af
innlendum uppruna í mönnum aðeins
brot af því sem greindist 1999 og
fjöldi eldishópa sem greinist með
bakteríuna er sömuleiðis aðeins
lítið brot af því sem var áður en
frystikrafan var innleidd árið 2000.
Einstakur árangur
„Átakið sem farið var út í hér var
unnið í samvinnu við framleiðendur
og fólst meðal annars í að koma í
veg fyrir sýkingar inni í og innan
eldishúsanna og fræðslu til neytenda
um meðhöndlun hráefnisins.
Í dag eru tekin sýni úr hverjum
einasta eldisflokki áður en hann fer
til slátrunar auk þess sem tekin eru
sýni í sláturhúsunum. Þannig að
eftirlitið er mikið.
Með þessum aðgerðum hefur
Ísland skapað sér sérstöðu þegar
kemur að fátíðni Campylobacter-
sýkinga, en ekkert annað land í
heiminum hefur náð að fækka
smittilvikum með sama hætti og á
jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi.
Þessi árangur hefur vakið mikla
athygli og hafa önnur lönd, t.d.
Noregur unnið að uppsetningu
svipaðs kerfis og aðgerða,“ segir
Franklín Georgsson, sviðsstjóri
Mælingar og miðlunar hjá Matís.
/VH
Matvælaöryggi:
Ísland með sérstöðu þegar kemur
að bakteríusýkingum í matvælum
Ísland hefur skapað sér sérstöðu þegar kemur að fátíðni Campylobacter-
sýkinga, en ekkert annað land í heiminum hefur náð að fækka smittilvikum
með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi.
Franklín Georgsson. Campylobacter.
Búið er að leggja fyrir Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
flokkun, vernd og skráningu
ræktunarlands.
Tillagan miðar að því að
upplýsingar um ræktunarland séu
aðgengilegar öllum og að mótuð verði
stefna um varðveislu ræktunarlands
þannig að komist verði hjá því að
því verði varið óskynsamlega eða
því spillt.
Mesta eyðing í Evrópu
Í tillögunni segir að gróður- og
jarðvegseyðing hafi verið og séu
einhver stærstu umhverfisvandamál
Íslands, enda hvergi orðið meiri í
Evrópu en hér á landi og má telja
hnignun landgæða sem orðið
hefur hérlendis frá landnámi
meðal veikleika nútímasamfélags
Íslendinga, þar sem hún hafi
dregið úr möguleikum til hag-
kvæmrar matvælaframleiðslu og
kolefnisbindingar til að hamla gegn
gróðurhúsaáhrifum.
„Það voru einungis fyrstu
kynslóðir Íslendinga sem fengu
að njóta óskertra eða lítt spilltra
landgæða, hlutskipti síðari
kynslóða hefur orðið að fást við
hinar langvarandi afleiðingar sem
gróður- og jarðvegseyðing skilur
eftir sig,“ segir í tillögunni sem
þrír þingmenn Vinstri grænna, Lilja
Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J.
Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir,
lögðu fram.
Ræktunarland takmörkuð auðlind
Gott ræktunarland er takmörkuð
auðlind hvarvetna og á það ekki síst
við á Íslandi. Talið er að einungis
um 600.000 hektarar lands geti talist
hentugt ræktunarland hérlendis og af
því hafa um 120.000 hektarar, eða
því sem næst fimmtungur, þegar
verið teknir til ræktunar. /VH
Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands:
Gróður- og jarðvegseyðing stærstu
umhverfisvandamál Íslands