Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Fréttir
Ásdís Erla Jóhannesdóttir sem
rekur fjölskyldufyrirtækið Sel-
Hótel Mývatn ásamt Yngva
Ragnari Kristjánssyni, segir að
nú sé á döfinni að efna aftur til
hátíðar með eldri borgurum eins
og í fyrra sem nefnist Vordægur
við Mývatn.
Búið er að setja upp dagskrá
fyrir hátíðina sem stendur yfir
dagana 13. til 18. apríl og svo aftur
26. apríl til 1. maí.
Ásdís segir að þeim fjölgi
stöðugt og hratt sem komnir eru
í „langa fríið“ að lokinni langri
starfsævi. Fæstir séu efalaust ekki
fyllilega undir það búnir að hætta
störfum og þess vegna hefur í
vaxandi mæli verið lögð áhersla
á að finna hvers konar afþreyingu
fyrir eldri borgara. Á þeim nótum er
einmitt hátíðin hugsuð í Sel-Hótel
Mývatni.
Heppnaðist afskaplega vel í
fyrra
„Við byrjuðum á þessu eldri
borgara-verkefni í fyrra, en það
hafði verið draumur hjá mér í
mörg ár að koma á svona dagskrá
hér í Mývatnssveitinni. Við
fórum fyrst í smá kynningu á því
hér á Norðausturlandi hvað við
værum með í huga. Við fórum
og heimsóttum eldri borgara á
Akureyri, Húsavík, Grenivík og
Dalvík og sendum bæklinga á félög
eldri borgara á þessu svæði.
Það bókuðu sig 35 manns á þessa
hátíð sem við köllum Vordægur við
Mývatn og stóð í fimm daga. Þetta
heppnaðist afskaplega vel og við
vorum með Arngrím Geirsson, sem
býr í Álftagerði, sem leiðsögumann.
Farið var í þrjár ferðir, tvær um
Mývatnssveit og eina til Húsavíkur.
Arngrímur sagði fólki margvíslegar
sögur í þessum ferðum, m.a. af
fólkinu í sveitinni. Þá var faðir
minn, Jóhannes Sigmundsson í
Sigríðarholti, skemmtanastjóri
á kvöldin. Þar voru sagðar
gamansögur, farið með vísur, settir
upp vísnaþættir og eitt kvöldið
vorum við með bingó. Síðan spilaði
Kristján Stefánsson frá Gilhaga á
nikkuna sína fyrir dansi.“
Snýst þetta fyrst og fremst um
félagsskap
„Vænst þótti mér að þrjár konur
hér í sveitinni bókuðu sig á þessa
hátíð og ein þeirra, áttræð kona, býr
í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð
frá hótelinu. Fólk tók þessu
greinilega fegins hendi, enda snýst
þetta fyrst og fremst um félagsskap,
en margt af þessu fólki býr orðið eitt
í sínum húsum og hittir ekki marga.
Það er þessu fólki ómetanlegt að
komast í svona góðan félagsskap
og hafa eitthvað fyrir stafni. Við
fengum líka fólk úr Reykjavík, frá
Selfossi, af Austfjörðum og hér úr
norðursýslunni.
Núna ætlum við að reyna að efla
þetta og fá hingað tvo hópa,“ segir
Ásdís.
Fjölbreytt skemmtidagskrá
verður á Vordægrum við Mývatn
að þessu sinni. Á hótelinu verður
dansað og farið í margvíslega
leiki og gripið í spil. Farið
verður í þrjár ferðir, heimsóknir
í söfn og innifalið í pakkanum er
hádegismatur og kvöldmatur allan
tímann.
Í dagbók Kristjáns frá Gilhaga,
sem var ásamt Rósu konu sinni í
hópi vorgesta á síðasta ári, er m.a.
að finna þessa stöku:
Dvöl mun gleðja aldna og unga
aprílsólin vermir heit,
víkja burtu vetrar drunga
„Vordægur í Mývatnssveit“.
„Við reynum svo auðvitað líka að
passa upp á að ofgera fólki ekki og
að það hafi líka tök á að hvíla sig,“
segir Ásdís. /HKr.
Sel-Hótel Mývatn efnir til dagskrár fyrir eldri borgara:
Vordægur við Mývatn
− heppnaðist afskaplega vel í fyrra, segir staðarhaldari
Selir sýna aukna árvekni þegar
ferðamenn eru í námunda við þá
og hefur það áhrif á útbreiðslu
þeirra. Sú niðurstaða kom fram í
rannsókn á áhrifum selaskoðunar
á hegðun og útbreiðslu landsela.
Um þá rannsókn, sem og aðra um
tengt efni, má lesa í greinum sem
nýverið voru birtar í alþjóðlegum
ritrýndum vísindatímaritum. Fyrsti
höfundur beggja greinanna er
Sandra M. Granquist, deildarstjóri
líffræðirannsóknasviðs Selasetursins.
Í greinunum er greint frá rannsóknum
sem hún stýrir og snúa að samspili
landsela og ferðamanna á Vatnsnesi
á Norðurlandi vestra.
Náttúrutengd ferðaþjónusta
er ört vaxandi grein innan
ferðamálaiðnaðarins. Fram kemur
í tilkynningu frá Selasetrinu að
mikilvægt sé að stuðla að jafnvægi
á milli náttúruverndunar og rétts
ferðamanna og hagsmunaaðila til að
nýta náttúruna sem auðlind. Fyrri
greinin, sem heitir The effect of land
based seal watching tourism on the
haul-out behaviour of harbour seals
(Phoca vitulina) in Iceland, birtist í
Applied Animal Behaviour Science
og er meðhöfundur Söndru þar
Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við
Háskóla Íslands. Í rannsókn þeirra
var áhrif selaskoðunar á hegðun og
útbreiðslu landsela könnuð. Hegðun
ferðamanna meðan á selaskoðun
stendur var einnig könnuð.
Teknar verði upp reglur um
hegðun á skoðunarstað
Niðurstöður sýna að truflun vegna
viðveru ferðamanna leiddi af sér
aukna árvekni sela og hafði áhrif
á útbreiðslu þeirra. Í ljós kom
einnig að hegðun ferðamanna
skiptir máli og hægt er að draga
úr truflun sem selurinn verður
fyrir ef ferðamenn eru á rólegum
nótum á selaskoðunarstaðnum.
Gerð ferðamannahópa, þ.e. hvort
um er að ræða staka ferðamenn,
pör, fjölskyldur eða hópa, hafði
áhrif á hegðun, en stakir ferðamenn
og pör voru að því er fram kemur
í rannsókninni rólegri heldur en
fjölskyldur og hópar. Í greininni
er lagt til að hægt sé að lágmarka
þau áhrif sem ferðamennska hefur
á seli með því að taka upp reglur
um hegðun á skoðunarstað, þar sem
æskileg hegðun í návist villtra dýra
sé útskýrð.
Óbein truflandi áhrif á villt dýr
Erfiðleikar við yfirfærslu á
kunnáttu frá akademíunni yfir
til ferðamannaiðnaðar, ásamt
skorti á þverfaglegu samstarfi
þegar kemur að því að stjórna
náttúrutengdri ferðaþjónustu, gæti
haft óbein truflandi áhrif á villt dýr. Í
vísindagrein sem birtist í lok síðasta
árs í vísindaritinu Journal for Cleaner
Production, sem heitir Who´s
watching who? -An interdisciplinary
approach to studying seal watching
tourism in Iceland, er fjallað um
samstarf á milli líffræðinga og
ferðamálafræðinga, ávinninginn
af þverfaglegum rannsóknum og
mikilvægi þess að taka tillit til
rannsóknarniðurstaðna beggja
greinanna þegar kemur að stjórn
á ferðamennsku tengdri villtum
dýrum. Aðferð er kynnt, þar sem
hagnýting og vörn villtrar náttúru
skipar jafn mikilvægan sess, þegar
markmiðið er að skapa sjálfbært
samspil á milli ferðamannaiðnaðar
og villtrar náttúru. Meðhöfundur
Söndru er Per-Åke Nilsson sem
starfar við Mitt Universitetet í
Östersund, Svíþjóð. /MÞÞ
Náttúrutengd ferðaþjónusta ört vaxandi:
Truflun vegna ferðamanna
gerir selina styggari
Selaskoðun. Mynd / Selasetrið á Hvammstanga.
Þrjár góðar á Vordægrum við Mývatn 2014. Talið frá vinstri: Birna Björnsdóttir í Haganesi, Anna V. Skarphéðinsdóttir
úr Vogum og Guðrún Benediktsdóttir á Grímsstöðum.
Afslöppun með einum léttum í gleri, talið frá vinstri: Björn J. Haraldsson,
Reykjavík, Árni Vilhjálmsson, Húsavík, Tryggvi Óskarsson, Þverá og Þórður
Pálsson, Refstað.
Kristján Stefánsson frá Gilhaga hélt uppi fjörinu með harmonikkuspili.
Bingó var að sjálfsögðu á boðstólum.
Vinnufatnaður
25090 Dömusandalar
Litur Svart, hvítt, blátt.
Str. 36-42
Verð kr. 14.990
25240 Sportskór
Litur Svart, hvítt.
Str. 36-42
Verð kr. 9.900
Mikið úrval af flottum gæða vinnufatnaði sem
þolir þvott allt að 95° og þarf ekki að strauja.
Fyrir fagfólk
Pant
ið vö
rulis
ta
hjá o
kkur
prax
is@p
raxis
.is
Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878
Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga.
Vatteraðir jakkar 15.900 kr.
Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu,
kongabláu og fjólubláu.
Einnig til á herrana.