Bændablaðið - 29.01.2015, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Ágúst Ásgrímsson og Hulda
Sigurðardóttir búa í raun á þremur
jörðum; Stekkjarflötum, þar sem
íbúðarhúsið er, Kálfagerði, þar sem
kúabúið er og á Guðrúnarstöðum.
Býli: Stekkjarflatir/ Kálfagerði/
Guðrúnarstaðir.
Staðsett í sveit: Í Eyjafjarðarsveit.
Ábúendur: Ágúst Ásgrímsson, Hulda
Sigurðardóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börn: Ágúst Máni Ágústsson, f. 2000,
Bergþór Bjarmi Ágústsson, f. 2004,
Anna Sonja Ágústsdóttir, f. 1988 og
Sigmundur Rúnar Sveinsson, f. 1987,
tengdasonur. Einnig eru tveir „field
trial“-labradorar sem notaðir eru við
skotveiðar, Rösk og Baltó.
Stærð jarðar? Við búum á þrem
jörðum, allar eru þær frekar smáar en
ræktað land er um 75 ha.
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla með
brautakerfi í 36 bása fjósi og 226.312
lítra greiðslumark.
Fjöldi búfjár og tegundir? 107
nautgripir, 40 hross, 30 kindur, 5 geitur
og 3 fjóskettir.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar og endar á
fjósverkum að vetri en á öðrum
árstímum eru dagarnir mun lengri
og er þá hefðbundnum bústörfum
sinnt bæði á milli mála og á kvöldin.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Engin bústörf leiðinleg
aðeins mismunandi skemmtileg og
hver árstími hefur sinn sjarma.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Eftir 5 ár verðum við vonandi
sveitt við að byggja nýtt fjós.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Þau eru
almennt í góðu lagi að okkar mati
en forustan mætti vera beittari í
tilsvörum fyrir okkur bændur í
fjölmiðlum.
Hvernig mun íslenskum
landbúnaði vegna í framtíðinni?
Smjör mun drúpa af hverju strái
ef okkur tekst að halda sjálfstæði
okkar og látum ekki stjórnast af
einhverjum skrifstofublókum í
Evrópusambandinu.
Hvar teljið þið að helstu
tækifærin séu í útflutningi
íslenskra búvara? Í lambakjötinu,
því framleiðslugetan er gífurlega
vannýtt, en markaðsmálin virðast
ganga hægt. Einnig höfum við trú á
skyrinu og öðrum mjólkurafurðum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk úr tanknum, ostur, smjör,
súrmjólk, egg og grænmeti.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Íslenska lambalærið,
hrossalund og villibráð.
Eftirminnilegasta atvikið
við bústörfin? Það var mjög
eftirminnilegt þegar við keyptum
fyrstu jörðina 1999 og hófum okkar
búskap einn fallegan sumardag. Við
sváfum á gólfinu í íbúðarhúsinu
fyrstu vikuna alveg án allrar
búslóðar. Ágúst hafði aldrei komið
við kú áður en hann gerðist bóndi
og Hulda var með heilar sex mjaltir
á bakinu frá Hólaskóla (hestabraut)
hehe. Við vissum sem sagt ekkert
í okkar haus varðandi kúabúskap
og erum enn að læra og stefnum
fram á við.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Spænsk eggjakaka og sætindi í skammdeginu
Nú er tími þorrablótanna í
algleymingi og landinn situr við
trogin um hverja helgi. Daginn
eftir miklar átveislur er gott að
útbúa gómsæta eggjaköku og
nota það sem hendi er næst í
ísskápnum.
Hér á eftir kemur uppskrift að
klassískri spænskri eggjaköku sem
kölluð er tortilla þar ytra. Kartöflum
er blandað í eggjakökuna sem er
gjarnan lög á morgunverðarborðið
eða höfð í hádegismatinn. Það er
líka hægt að hefja eggjakökurnar á
nýjan stall með því að setja bakað
smjördeig í tertuform og fylla
kökuna með afgöngum. Þar á eftir
er braðgmikilli eggjahræru hellt yfir.
Það er líka tilvalið að setja beikon í
pönnu og hella eggjablöndunni yfir
til að gera útfærslu á egg og beikon.
Í lokin eru sætir eftirréttir sem
gott er að bragða á í skammdeginu á
meðan snjóhríðin lemur allt að utan.
Spænsk tortilla
› 3 matskeiðar ólífuolía
› 1 stór kartafla, skræld og sneidd
› 1 meðalstór laukur, saxaður
› 1 stór rauð paprika, sneidd
› 1 msk. hakkað ferskt timjan eða 1 tsk.
þurrkað
› 6 stór egg
› 1/2 bolli rifinn Parmesan-ostur
› 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
› 2 matskeiðar kapers
Undirbúningur
Hitið 2 msk. olíu á pönnu yfir
miðlungs hita. Helmingur af
kartöflunum er bætt í ásamt lauk og
papriku. Kryddið með salti og pipar.
Endurtakið löginn af kartöflum og
kryddið. Lokið og hitið þangað til
kartöflurnar og grænmetið eru elduð.
Hrærið og snúið með spaða. Þetta
tekur um 20 mínútur. Stráið timjan
yfir. Kælið örlítið.
Léttþeytið egg í stóra skál.
Kryddið með salti og pipar. Bætið
kartöflublöndunni í eggin. Þurrkið
pönnuna. Bætið 1 msk. olíu í sömu
pönnu yfir miðlungs hita. Hellið
eggjablöndunni á pönnuna og þekið
með osti. Setjið lokið á og eldið þar
til eggin eru stíf (um 10 mínútur).
Setjið eggjakökuna á fat. Stráið
steinselju og kapers yfir.
Fljótlegt Tiramisu
› 1 pakki Lady fingers (svampkökur)
hægt að nota svampbotn eða
kexkökur
› 1/2 bolli sterkt, svart kaffi
› 2 skot kaffilíkjör eða dökkt romm
› 1 pakki mascarpone-ostur
› 1 peli rjómi
› 50–100g flórsykur (eftir smekk)
› 50 g kakóduft
› 1/4 tsk. kanill
Aðferð
Hrærið rjóma, flórsykur og
marscapone-ost saman. Svampkökur
(Lady fingers) eru bleyttar með kaffi
ásamt kaffilíkjör. Fyllið Martini-glös
með einu lagi af svampkökum. Ýtið
kökunum niður til að fá falleg lög í
glasið. Fyllið lagskipt með ostakremi
og kaffibleyttum kökum. Skreytið
hvert glas með kakódufti með snert
af kanil. Gott að nota fínt sigti til
að strá yfir.
Súkkulaðigóðgæti
› 3 plötur súkkulaði, til dæmis íslenskt
Omnom
› 10 sykurpúðar
› 2 msk. rjómi
› 12–15 stk. möndlur/hnetur
› 2 bollar popp
› 50 g salthnetur eða annað sælgæti
Aðferð
Bræddu súkkulaðið í vatnsbaði eða í
örbylgju. Skerðu sykurpúðana í litla
bita og settu með rjómanum í pott á
lágan hita, bræddu þetta vel saman,
það gæti verið að þú þurfir aðeins
meiri rjóma, þetta verður svakalegt
klístur! Grófsaxaðu möndlurnar og
hneturnar, blandið öllu saman.
Blanda er sett í ísskáp og látin
storkna í um 1 klst. eða lengur. Skerið
í hæfilega stóra bita. Skreytið með
sykurpúðum. Það er hægt að gera sína
eigin sykurpúða úr ferskum ávöxtum
en það er fyrir lengra komna.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Kálfagerði
Spænsk tortilla. Fljótlegt Tiramisu.
Súkkulaðigóðgæti.