Bændablaðið - 29.01.2015, Side 37

Bændablaðið - 29.01.2015, Side 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015 Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum. Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran. Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar. Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala. Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljarðar Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljarðar og kannabis rúmir 47,6 milljarðar Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala. /VH Bændablaðið Kemur næst út 12. febrúar Kanabisakur í Úrúgvæ. Greinilegt er að mikil hagnaðarvon fær ræktendur til að taka mikla áhættu við ræktun á þessari jurt sem víðast hvar er ólögleg. Hvað fæst fyrir uppskeruna í heiminum?: Ólöglegar afurðir gefa mest Hveitirækt í heiminum er fyrirferðarmest hvað landrými varðar. Þannig er hveiti plantað í um tvær milljónir ferkílómetra á ári hverju. Það segir hins vegar ekki alla söguna með fjárhagslegan Mynd / Wikimedia Rangárþing ytra: Kostnaðargreining vegna ljósleiðaravæðingar Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat vegna ljósleiðaravæðingar í Rangárþingi ytra. Kostnaðurinn verður að hámarki 750 þúsund krónur auk vsk. Verkefnið snýst um að framkvæma frumhönnun og í framhaldi kostnaðarmat á því að leggja ljósleiðarakerfi um sveitarfélagið Rangárþing ytra. Ljósleiðarakerfið mun ná til allra lögheimila í sveitarfélaginu sem ekki búa við ljósleiðaratengingu eða sambærilega fjarskiptatengingu í dag. /MHH Hvolsvöllur. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.