Bændablaðið - 29.01.2015, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Hlýtt og mjúkt um hálsinn
PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is
Veturinn hefur verið kaldur og
snjóþungur og veitir ekki af að
eiga hlýja, mjúka flík um hálsinn,
ekki skemmir ef hún er falleg og
óvenjuleg.
Við notuðum tvöfalt mohair í hana.
Fífa frá garn.is er til í 6 litum og
er á tilboði í janúar á www.garn.is og
í Fjarðarkaupum.
Þetta er rauði liturinn og það þarf
3 dokkur 50 gr.
Ein stærð.
Lengd: 148 sm.
Breidd: Um 32 sm.
Hringprjónn: Nr. 4.
Aðferð: Prjónað fram og til baka 2 sléttar 2 brugðnar.
Fitjið laust upp 50 L og prjónið fram og til baka 2
sl og 2 br .
Þegar komir eru 24 sm mega líka vera ca 17 sm ef þið
viljið hafa flíkina styttri er lykkjunum skipt upp þannig
að 10L eru í hverju stykki. Gott að setja á hjálparprjóna
þá sem bíða.
Nú eru þessar 10 L prjónaðar fram og til baka
með 2 sl og 2br hver fyrir sig 32 sm. Geymt á
meðan allar 5 lengjurnar eru prjónaðar. Þegar allar
5 eru fullprjónaðar eru þær aftur settar allar saman
á prjóninn og prjónað 50 sm frá þeim stað, þar sem
þið setjið lengjurnar saman á einn prjón, ef þið viljið
hafa flíkina víðari í hálsinn hafið það þá 55 sm.
Nú er lykkjunum skipt upp á sama hátt og áður og
prjónaðar 5 lengjur fram og til baka 32 sm.
Þegar þessar 5 lengjur eru tilbúnar eru þær
fléttaðar undir og yfir fyrri 5 lengjurnar þannig
að myndist falleg flétta.
Síðan eru þessar 5 lengjur settar upp á hringprjóninn
og prjónað yfir allar lykkjurnar jafn langt og frá uppfitjuninni að fléttunni. Fellt laust af og gengið
frá endum.
Þreyjum svo þorrann með því að prjóna út í eitt.
Inga Þyri Kjartansdóttir
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
3
5 3 9 1
9 5
1 4
3 8
2 6 7 3
9 2 5
6 5
4 9 7
Þyngst
1 4 3 7
3 2 6
6 4 7 9
2 8
3 1 4
5
8 6
2 8
4 6
8 9
3 5
5 7 4
1 6 3
4 8 3 1 2
6 4 1
2 5 7
2 7
9 4
1 7 9 8 2
6 8
1 9 4 5
2 6
7 8 1 3
7 9
5 4 1 6 3
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Sundlaugarvörður á Krossnesi
Kristín Sara ætlar annaðhvort
eða hvoru tveggja að vera bóndi
eða skíðakona þegar hún verður
stór enda er fyrsta minning hennar
frá því að hún var tveggja ára á
skíðum í Bláfjöllum.
Nafn: Kristín Sara Magnúsdóttir.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Krossnes á Ströndum.
Skóli: Finnbogastaðaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Kindur og hundar.
Uppáhaldsmatur: Tortilla.
Uppáhaldshljómsveit: One
Direction.
Uppáhaldskvikmynd: Home alone.
Fyrsta minning þín? Ég var tveggja
ára þegar ég fór fyrst á skíði í
Bláfjöllum.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi skíði.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Bóndi eða skíðakona.
Hvað er það klikkaðasta sem
þú hefur gert? Ég fór í bröttustu
brekkuna á skíðasvæðinu í Ítalíu og
brunaði niður.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Hanga inni.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Já mamma mín og ég vorum
sundlaugarverðir í Krossneslaug.
Bókaútgáfan Merkjalækur,
gaf út fyrir síðustu jól bókina
Smalinn eftir Húnvetninginn
Sigurð H. Sigurðsson frá
Ytra-Hóli í Vindhælishreppi.
Smalinn er skáldsaga upp á, 174
blaðsíður, með teikningum eftir
húnvetnskan listamann, Guðráð
B. Jóhannsson á Beinakeldu.
Sagan gerist undir lok 19. aldar
og hefur ekki verið gefin út áður.
Hún er að líkindum skrifuð á
árunum 1930–40.
Sagan fjallar
um 10–12 ára
tímabil í ævi
Magga sem er
sonur ekkju
í Breiðuvík,
litlu þorpi á
Norðurlandi.
Sagan hefst
þegar Maggi
er 8 ára. Hann
fer að Hóli sem
smali þegar
hann er 10 ára og er þar í 2–3
sumur. Þá fer hann í nám til séra
Eyvindar á Bakka og undirbýr
sig undir Latínuskólann. Hann
fer á sjóinn á hákarlaskútu á
Siglufirði. Sjórinn heillar hann
meira en Latínuskólinn. Hann
lendir í lífsháska nokkrum sinnum,
bæði sem smali og á sjónum.
Hann er úrræðagóður og
ósmeykur og sá eiginleiki bjargar
bæði honum og fleirum oftar en
einu sinni.
Einlægni, heiðarleiki og
þrautseigja einkenna Magga.
Sagan er vel skrifuð og á
sannarlega erindi til fólks nú í dag.
Hún lýsir vel lífinu á þessum tíma,
er spennandi og hver viðburðurinn
rekur annan.
Bókaútgáfan Merkjalækur er
lítil bókaútgáfa á Merkjalæk í
Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu.
Hana rekur Sigurður H. Pétursson
en hann var héraðsdýralæknir í
A-Hún. á árunum 1973 til
2000. Hafði hann fasta búsetu á
Merkjalæk í yfir 30 ár, en hefur
nú vetursetu í Reykjavík.
Smalinn
Höfundurinn,
Sigurður H.
Sigurðsson.
Bækur
www.bbguesthouse.is
2 manna
herbergi
9.000
kr
iÁ leiðinni til útlanda?
Bækur
Í byrjun árs kom
út Djúsbók Lemon
sem er stútfull af
sælkerasöfum og
þeytingum eftir Jón
Arnar Guðbrandsson
og Jón Gunnar
Geirdal.
Í bókinni er að finna
fjörutíu sælkerasafa
og þeytinga úr besta
fáanlega hráefni,
einfalda, frísklega og
stútfulla af hollefnum
úr ávöxtum, grænmeti,
skyri og náttúrulegu
kryddi og bragðefnum.
Zed-djús
• 1 epli
• 2 mandarínur
• 1 rautt greipaldin
• 3 klakar
Aðferð:
Eplin, mandarínurnar og greipaldinið eru flysjuð
og pressuð og safinn síðan settur í blandara
ásamt klökunum. Blandað á fullum hraða í um
20 sekúndur.
Fersk drykkir sem bjarga deginum