Bændablaðið - 29.01.2015, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 29. janúar 2015
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið gaf nýlega út
reglugerð nr. 1277/2014 um
velferð minka sem byggist á
nýjum lögum um velferð dýra
og lögum um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim.
Reglugerðin var unnin samkvæmt
hefðbundnu verklagi ráðuneytisins
við gerð slíkra reglugerða og skipaði
ráðuneytið vinnuhóp sem í sátu
sérgreinadýralæknir loðdýra hjá
Matvælastofnun, fulltrúi Sambands
íslenskra loðdýrabænda og fulltrúi
frá Dýraverndarsambandi Íslands.
Vinnuhópurinn skilaði tillögu til
ráðuneytisins sem vann áfram með
málið þar til reglugerðin var gefin
út.
Ýmis nýmæli má finna í
reglugerðinni, sé hún borin saman
við fyrri reglugerð en í þeirri var
lítið fjallað um aðbúnað dýranna
og velferð þeirra, en meiri áhersla
var lögð á vörsluheldni minkabúa
í þeim tilgangi að tryggja ákveðna
umhverfisvernd. Ný reglugerð
fjallar ítarlegar um líðan og aðbúnað
minkanna og er þannig mikilvægt
skref í átt að bættri velferð, í anda
laganna.
Sem dæmi um nýjar kröfur
má nefna að umhverfi minka
í hefðbundnum búrum skal
sérstaklega auðgað með rörum,
kubbum, boltum eða öðrum
innréttingum sem veita örvun til að
bæta líðan dýranna. Sums staðar eru
í notkun sk. toppsýlindrabúr sem
uppfylla nú þegar þessar kröfur en
þau veita dýrunum betra tækifæri
en hefðbundin einföld búr til að
kanna umhverfi sitt og veita einnig
afdrep þegar fleiri dýr eru saman í
búri. Öllum minkabúum ber einnig
að hafa sérstaka sjúkradeild þannig
að hægt verði að sinna sjúkum eða
særðum dýrum á viðunandi hátt.
Tilgangur reglugerðarinnar er
að tryggja velferð og heilbrigði
minka með góðri meðferð, umsjá og
aðbúnaði. Tekið er fram að ákvæði
í reglugerðinni eru lágmarkskröfur
um aðbúnað, bændur geta gengið
lengra í að bæta aðbúnað og þannig
orðið við áskorunum samfélagsins
hverju sinni.
Í eftirliti Matvælastofnunar á
minkabúum hefur komið í ljós að
minkabændur á Íslandi eru alla jafna
með nokkuð líkan aðbúnað á sínum
búum, hvað varðar búrastærðir,
aðbúnað í hreiðurkassa og notkun á
hálmi. Þó eru nokkrir sem hafa kosið
að fjárfesta sérstaklega í velferð á
undanförnum árum og aðrir sem
ekki hafa fylgt starfsbræðrum sínum
í því að búa sem best að dýrunum í
takt við nýja þekkingu. Reglugerðin
mun styðja við jákvæða þróun á
öllum búum, enda fer saman góður
aðbúnaður og umönnun dýranna við
góða afurð.
Reglugerðin er samræmd
reglugerðum um velferð annars
búfjár í grundvallaratriðum er varðar
aðbúnað og umhirðu, auk opinbers
eftirlits og úttekta. Nú er þess krafist
að allir sem koma að umönnun minka
hljóti að lágmarki grunnþjálfun og
fræðslu um eðli og þarfir minka og
ber rekstraraðilum að geta lagt fram
gögn því til sönnunar. Krafa er því
um formlega fræðslu í umönnun
minka og eru menntastofnanir og
ráðgjafar í landbúnaði hvattir til að
bregðast við slíkri eftirspurn.
Fleiri nýmæli er að finna í
nýju reglugerðinni, en að lokum
er vert að benda á kröfu sem gerð
er til minkabænda um tíðni eigin
eftirlits með dýrunum og taka þær
kröfur mið af þörfum dýranna
fyrir umönnun hverju sinni, sem
er mismunandi eftir árstímum og
verkefnum á minkabúinu. Með
reglugerðinni er sérstakur viðauki
varðandi mat á sárum og áverkum
og viðmið um hvenær beri að
meðhöndla, kalla til dýralækni
eða framkvæma neyðaraflífun. Þar
sem sár og áverkar geta fljótt orðið
alvarlegir er mikilvægt að bændur
séu meðvitaðir um það og bregðist
hratt og rétt við. Þessir viðaukar
auðvelda einnig allt eftirlit með
heilbrigði og velferð minkanna.
Sigríður Gísladóttir
Dýralæknir loðdýra
hjá Matvælastofnun
...frá heilbrigði til hollustu
Nýjar reglur um velferð minka
Lesendabás
Ég hef verið að skoða þessa nýju
reglugerð um velferð nautgripa,
sem tók gildi 26. nóvember 2015.
Hér eru nokkrar spurningar sem
mig langar að varpa til höfunda
hennar og óska eftir frekari
útskýringum á þeim atriðum.
1. Er búið að lögfesta með þessari
reglugerð að einungis fagfólk
megi sinna umönnun og vörslu
nautgripa? Samkvæmt 4. grein
þessara laga sem hljóðar svo:
Meðferð og umsjá. 4. gr. Geta,
hæfni og ábyrgð. Umráðamaður
nautgripa skal sjá til þess að hver
sá sem ber ábyrgð á umönnun
nautgripa á hans vegum hafi
lokið prófi í búfræði frá
landbúnaðarskóla, lokið námskeiði
í nautgripahaldi viðurkenndu af
Matvælastofnun eða hafi starfað
við umsjá nautgripa sem nemur
tveimur árum í fullu starfi.
Námskeiðið skal ná til kennslu
um líffræðilegar þarfir og atferli
nautgripa, umsjá og aflífun í
neyð og löggjöf og reglur er
varða velferð dýra. Þýðir þetta
að börn bænda mega ekki leysa
foreldra af eða sjá um umönnun
gripanna, nema með staðfestu
leyfi frá Matvælastofnun? Er
óheimilt að ráða til starfa fólk
sem ekki hefur þessa tveggja ára
reynslu af umönnun nautgripa og
ef svo er, hvernig er þá hægt fyrir
nýja aðila að komast til starfa
við umönnun nautgripa? Hver
hefur á höndum sér að sjá um að
í boði séu námskeið af þeim toga
sem um getur í 4. grein og hver
ber kostnað við þátttöku á slíku
námskeiði? Hversu lengi varir
hæfni þátttakanda á námskeiði til
að starfa að umönnun nautgripa?
Þýðir þessi grein einnig að ef
ómenntaður aðili hyggst kaupa
bújörð í ábúð og taka þar við búi,
í þessu tilfelli nautgripabúi, þá er
honum ekki heimilt sjálfum að sjá
um búskapinn, heldur verður hann
að fá fagmann til verksins, nema
að hann fari á viðurkennt námskeið
áður en hann tekur við búinu?
Starfandi bændur sem ekki
hafa farið á námskeið eða eru
með tilhlýðilega menntun, eru þeir
undanskildir til framtíðar að fara á
slíkt umönnunarnámskeið, eða er
von á kvöð þar um fljótlega?
2. 8. gr. Sýningar. Umráðamanni
nautgripa er skylt að venja
þá við umgengni við menn
bæði utan- og innandyra.
Umráðamanni nautgrips sem nota
á við gerð auglýsinga, kvikmynda,
leiksýninga eða við aðrar aðstæður
og/eða í umhverfi sem nautgrip
er ekki eðlilegt, ber að tilkynna
Matvælastofnun um fyrirhugaða
notkun eigi síðar en 10 dögum
áður en áætluð notkun fer fram.
Óheimilt er að hefja notkun fyrr
en skilyrði varðandi húsnæði,
búnað, notkun og þekkingu eru
uppfyllt og hafa verið staðfest af
Matvælastofnun að lokinni úttekt.
Þýðir þetta að það er heimilt
að taka myndir og hreyfimyndir
af nautgripum í sínum venjulegu
aðstæðum án heimildar MAST,
svo sem í fjósi og í haga, en ef
þeir eru fluttir í annað umhverfi,
þá þarf leyfi? Mér finnst þetta
ekki nógu skýrt og veldur mér smá
hugarangri, þar sem síðastliðið
haust voru fagmenn hér að taka
upp kvikmynd í fjósinu hjá mér og
mér var ekki kunnugt um að það
orkaði tvímælis sú framkvæmd.
3. Í lok 12 greinar segir svo: Óheimilt
er að halda önnur klaufdýr í sama
húsi eða í útigerði með nautgripum,
þannig að bein snerting á milli
þeirra eða saurmengun geti átt sér
stað. Þarna er talað um útigerði,
sem er skilgreint í 2. grein þessarar
reglugerðar, en er í lagi að það
sé fjölklaufdýrahald í haga eða
túni? Þannig að kálfar, kindur,
geitur og svín eða aðrar tegundir
af klaufdýrum, geta verið í sama
beitarhólfi á sama tíma?
4. 13. gr. Aflífun utan sláturhúss.
Heimilt er að aflífa nautgripi
utan sláturhúss með þar til gerðri
boltabyssu eða byssu með kúlu.
Því skal strax fylgt eftir með því
að blóðga gripinn með skurði í
gegnum báðar hálsslagæðar. Þá
er heimilt að skjóta nautgrip á
færi í brjóstið ef ekki tekst að ná
til hans með öðru móti. Við aflífun
skal þess gætt að nautgripur sé
sviptur meðvitund og blóðgaður
skv. 1. mgr. Skylt er að aflífa
alvarlega veika og/eða slasaða
nautgripi eins fljótt og auðið
er ef viðeigandi læknismeðferð
er ekki möguleg. Skylt er að
tilkynna Matvælastofnun um
aflífunina samdægurs. Við val á
vopni til aflífunar skal taka mið
af aldri og ástandi dýrsins. Um
beitingu skotvopna við aflífun
fer samkvæmt viðauka III. Um
aflífun nautgripa gilda að öðru
leyti ákvæði reglugerðar um vernd
dýra við aflífun.
Hér lýtur spurning mín að
tafarlausri tilkynningu á aflífun
grips, á það við um alla gripi eða
eingöngu gripi sem eru aflífaðir
vegna slyss eða veikinda sem ekki
reynist auðvelt að lækna?
5. 17. gr. Útivist. Allir nautgripir, að
undanskildum graðnautum, skulu
komast á beit á grónu landi í átta
vikur hið minnsta, á tímabilinu frá
15. maí til 15. október ár hvert.
Aðgangur að útigerði uppfyllir
ekki kröfu um útivist á grónu landi.
Þarna langar mig að spyrja,
hvað má setja ungan kálf á útibeit?
Þ.e. hvað er æskilegt að kálfur sé
orðin gamall þegar hann fer til
útivistar? Kálfur sem er fæddur í
lok júní og er á mjólkurgjöf í 60
daga, á hann að fara út eftir að
mjólkureldi lýkur? Eða á að veita
honum útivistarleyfi meðfram
mjólkurgjöf?
Ég vil að lokum lýsa ánægju minni
með þessa reglugerð en jafnframt
taka fram að þessar spurningar sem
hér eru lagðar fram eru spurðar af
einlægni, en ekki til að draga dár að
þeim sem hana unnu.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson,
fagmenntaður umsjónarmaður
nautgripa.
Varðar reglugerð um velferð nautgripa, sem tók gildi 26. nóvember 2015:
Frekari skýringa óskað
Hótel Grásteinn
2 manna herbergi með morgunmat, verð 9000 kr.*
Bjóðum upp á úrvals gistingu og
fría geymslu á bíl á meðan dvalið er erlendis.
Bolafótur 11, 260 Reykjanesbær
Sími 4215200 - hotelgrasteinn@simnet.is
*verð miðast við bókun í gegnum síma eða email.