Bændablaðið - 13.08.2015, Side 4

Bændablaðið - 13.08.2015, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Fréttir Reglugerðum um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum breytt – rýmka ekki heimildir bænda til að eiga og nota lyf Þann 30. júní síðastliðinn gaf heil- brigðis ráðherra út breytingu á reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum. Breytingin rýmkar heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum á milli dýrategunda – og jafnvel lyfjum sem ætluð eru fólki. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands (BÍ) funduðu með ráðherra um síðustu áramót þar sem sjónarmiðum bænda var komið á framfæri um að æski legt væri að þeir mættu eiga lágmarks- magn af lyfjum og notkun þeirra yrði háð ákveðnum skilyrðum. Erna Bjarnadóttir skrifaði í kjölfarið minnisblaðið fyrir hönd BÍ og þar var vitnað til ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 þar sem vandi bænda í mál- inu er rammaður inn: „Búnaðarþing 2013 leggur ríka áherslu á að lög- gjöf um stærð vaktsvæða dýralækna verði endurskoðuð. Vaktsvæðin eru alltof víðfeðm og ógna dýravelferð á sumum svæðum á landinu. […] Gæta þarf þess að aðgengi bænda að dýra- læknum og/eða dýralyfjum komi ekki niður á velferð dýra og skapi mikið misræmi út frá staðsetningu bænda á landinu, hvort heldur er innan eða utan dagvinnutíma. Leggja þarf sérstaka áherslu á að dýralæknar fái heimild, á grund velli þjónustusamninga, til að ráðstafa lyfj um til bænda sem undir- gengist hafa námskeið um notkun og geymslu lyfja.“ Var í minnisblaðinu farið þess á leit að skipaður yrði starfshópur með full trúum velferðarráðuneytis- ins og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins auk fulltrúa BÍ til að fara yfir reglugerð um afhendingu dýra- lyfja með að markmiði að bændur geti átt lágmarks lyfjabirgðir til að bregð- ast við skyndilegum veikindum í búfé. Búnaðarþingið 2015 ítrekaði stefnu mótunina frá 2013, enda eru áhyggj ur bænda af aðgengi að þjón- ustu dýralækna verulegar. Ekki var orð ið við tilmælum BÍ um að skipa starfshóp og rýmka því reglu- gerðarbreytingarnar ekki heimildir bænda til að eiga og nota lyf. Sigurður Ey þórs son framkvæmdastjóri BÍ segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Það stefnir dýravelferð í hættu ef bændur geta ekki átt nauðsynlegustu lyf til að nota í neyðartilvikum þegar aðgengi að dýralæknaþjónustu er á sama tíma ófullnægjandi. Við höldum áfram að þrýsta á um úrbætur í þessu máli,“ segir hann. /smh Landssamtök sauðfjárbænda: Bændur vilja sanngjarnt verð Landssamtök sauðfjárbænda sendu nýlega frá sér yfirlýsingu sem ber fyrirsögnina „Sauð fjár- bændur vilja sanngjarnt verð“. Þar segir meðal annars að afurða- verð til íslenskra sauðfjárbænda sé með því allra lægsta í Evrópu. Sala á íslensku lambakjöti hef- ur verið góð að undanförnu og síð- ustu tólf mánuði, frá 1. júlí að telja, hefur verið 6% söluaukning frá sama tímabili árið á undan. Sameiginlegt markaðsstarf bænda og afurðar- stöðva, stöðugt framboð, aukinn ferðamannastraumur og vakning hjá íslenskum neytendum um gæði og hollustu íslenska lambakjötsins hafa skipt þar sköpum eins og segir í yfirlýsingunni. Mun hærra verð til bænda í Evrópu Afurðaverð til íslenskra sauðfjár- bænda þykir lágt í samanburði við útlönd. Oft munar tugum prósenta. Franskir bændur fá t.a.m. um 60% hærra verð en þeir íslensku. Hærra verð til bænda í Evrópu þýðir hins vegar ekki að verð til neyt enda sé nauðsynlega hærra. Bændur í Evrópu fá einfaldlega stærri hlut af útsöluverðinu til sín. Í Bretlandi fá bændur t.d. á milli 50% og 60% af endanlegu útsöluverði í sinn hlut. Algengt er að íslenskir bændur fái sem nemur á bilinu 25% til 41% af endanlegu útsöluverði. Þegar tekið hefur verið tillit til 11% virðisaukaskatts þýðir þetta að milliliðir, sláturhús, kjötvinnslur og verslanir taka á bilinu 49% til 65% af endanlegu útsöluverði á lambakjöti til sín. Landssamtök sauðfjárbænda gerðu verðkönnun í sex verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðviku- daginn 27. júlí. Kannað var verð á ófrosnum lærum og hryggj um. Samkvæmt könnunni var meðal- kílóverð á lamba læri 1.807 krónur. Landssamtök sauðfjárbænda telja það varla geta talist sanngjörn viðskipti að milliliðir, sem sumir hverjir skila milljarða hagnaði, taki til sín svo stóran hluta af verðinu. Verð til bænda er fjórðungi of lágt Verðmyndun á kindakjöti á Íslandi er flókin. Grunnverð í algengasta flokki (R3) sem bændum er boð ið fyrir komandi haustslátrun sam- kvæmt útgefnum verðskrám stóru sláturhúsanna er kr. 572 fyrir hvert kíló. Meðalverðið sem greitt var í fyrra var kr. 603,7 á kíló. Útlit er því fyrir að það standi í stað eða jafnvel lækki á sama tíma og sala eykst og framboð stendur í stað eða minnkar. Landssamtök sauðfjárbænda telja að afurðarverð sé að minnsta kosti fjórðungi of lágt. Sláturfé getur fallið í rúmlega 30 flokka eftir aldri, kyni, gæðum, fituhlutfalli o.s.frv. Hér er miðað við flokkinn R3 sem er algengasti flokk ur sláturlamba. Að auki greiða sum sláturhús tímabundið álag til að stýra því hvenær fé kemur til slátrun- ar. Meðaltalskílóverð að öllu þessu virtu haustið 2014 var 603,7 krónur. Verð til bænda er ekki sundur- greint eftir bitum eða hlutum lambs- ins. Miðað við 16,2 kg lamb feng- ust 2014 að meðaltali kr. 9.780 sem inni felur allt kjöt, gærur, innmat o.s.frv. Sanngjarnari skipting fram- leiðslu verð mætisins á milli bænda og milliliða er þó alger höfuðfor- senda þess að öflug sauðfjárrækt blómstri hér á landi að mati sauð- fjárbænda. /VH Verðskrá afurðastöðvanna: Afurðaverð svipað og á síðasta ári Samkvæmt nýrri verðskrá vegna sauðfjárslátrunar hjá KS, Slátur- húss ins á Hvammstanga, sláturfé- laga Suðurlands og Norðlenska er grunnverð fyrir afurðaflokk R3 svip að og á síðasta ári en greitt verður álag fyrstu sláturvikurnar. Sumarslátrun hefst hjá slátur- húsi SKVH á Hvammstanga eftir rúma viku, mánudaginn 17. ágúst, en haustslátrun 7. september. Hjá KS er ráðgert að hefja haustslátr- un 8. september. Haustslátrun hjá Norðlenska hefst 31. ágúst. Verð KS og SKVH Kílóverð í flokki R3 hjá Sláturhúsinu á Hvammstanga og Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga er 572 krónur á kíló án álags og fer hæst í 714 krónur á kíló til bónda með álagi í sumarslátrun á Hvammstanga. Verð Norðlenska Hjá Norðlenska er um að ræða sam- svar andi verðskrá og á síðastliðnu ári en álagsgreiðslur í fyrstu viku sláturtíðar hafa hækkað úr 12 í 13%. Slátrun hefst hjá Norðlenska 31. ágúst. Grunnverð fyrir R3 er 571 krónur fyrir kílóið en er síðan breytilegt eftir vikum meðan á slátr un stendur. Hæst er verðið 645 krónur fyrir kílóið sláturvikuna 31. ágúst til til 5. september en fer síðan lækkandi þar til slátrun lýkur. Verð Sláturfélags Suðurlands Hjá SS er boðið upp á mishátt verð eftir sláturvikum. Hærra verði á fyrri hluta sláturtímabilsins er ætlað að hvetja bændur til að leggja inn fyrr. Grunnverð hjá SS fyrir R3 er 572 krónur fyrir kílóið. 26. ágúst til 2. september verða greiddar 646 krónur fyrir kílóið. Sumarslátrun hjá SS verður dagana 19. og 26. ágúst. Slátr að verður 2. og 3. september en samfelld haustslátrun hefst 9. sept. og stendur viku af nóvember. Vopnafjörður og Kópasker Samkvæmt upplýsingum frá slátur- húsinu á Vopnafirði verður afurða- verð það sama og á síðasta ári en greitt verður álag í ákveðnum vikum. Hjá Fjallalambi á Kópaskeri fengust þær upplýsingar að verðákvörðun lægi ekki fyrir en hún yrði tekin á næstu dögum. Tillaga LS um afurðaverð Nýverið settu Landssamtök sauð- fjárbænda fram tillögur sínar að afurðaverði til bænda í haust undir yfirskriftinni „Sauðfjárbændur vilja sanngjarnt verð“. Þar er lagt til að meðalverð næstu þrjú ár verði sem hér segir: Haustslátrun 2014 – meðalverð: 604 krónur (til viðmiðunar). Haustslátrun 2015 – meðalverð: 677 krónur. Haustslátrun 2016 – meðalverð: 719 krónur. Haustslátrun 2017 – meðalverð: 762 krónur. / VH & TB Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum Óásættanlegt að verð til sauðfjárbænda standi í stað eða lækki Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hall- kels staðahlíð segir að á meðan aðrir hópar í þjóðfélaginu hafi margir hverjir fengið allríflegar launahækkanir sé í raun lækkun á launum bænda. „Ég kýs að nefna ekki að þessu sinni þær miklu hækkanir sem orðið hafa á öllum aðföngum til búrekstrar. Enda er hér verið að fjalla um launa- kjör en ekki reksturinn í heild. Ég verð þó að játa að mér er ofar lega í huga frétt sem ég las ekki fyrir löngu síðan en þar kemur fram að heimsmarkaðs- verð á bensíni hafi lækkað um 57% en lækkunin hér á Íslandi hafi numið heilum 12%.“ Sigrún segir að bændur hafi á síðustu árum gegnið mjög langt í hagræðingu og má þess víða sjá merki. Hugnast tillagan vel Sigrúnu hugnast vel tillaga stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem þeir óska eftir samvinnu við af urða- stöðvarnar um leiðréttingu á skiptingu afurðaverðs í áföngum. „Bændur vilja samvinnu og hafa fullan hug til að leggja sitt af mörkum. Eins og komið hefur fram er verð til bænda í Evrópu í flestum til fellum hærra en á Íslandi. Það þýðir þó ekki að verð til neytenda sé endilega hærra því bændur þar fá einfaldlega stærri sneið af heildar kökunni. Ég tel því afar mikilvægt að bænd- ur og neytendur eigi milliliðalaust sam tal og málefnalega umræðu um verðmyndun á afurðunum. Enda er slíkt nauðsynlegt til að upplýsa neyt- endur um það hver hlutur bænda í verðmyndunni er því virðing fyrir öll um sem koma að framleiðslu, vinnslu og sölu á afurðunum er mikilvæg.“ Milliliðir mega ekki taka of mikið Sigrún segir grundvallaratriði að milli liðir taki ekki óhóflega stóran hlut af heildarkökunni. „Ef hinsvegar þeirra hlutur þarf að vera eins stór og hann er í dag er sennilega orðið tímabært að endurskoða verðlagn- inguna í heild. Að mínu mati er samvinna, traust og virðing afar mikilvægi þættir í sam skiptum bænda og neytenda. Bændur finna fyrir velvild í sinn garð frá neytendum sem vilja gjarnan hafa leiðina úr haga í maga sem stysta. Ég tel því afar mikilvægt að fá neytendur í lið með okkur bændum til þess að við getum áfram framleitt úrvals vöru á sanngjörnu verði enda er lambakjöt vel til þess fallið að vera þjóðarréttur Íslendinga.“ /VH Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar. „Verð á lambakjöti hefur lækkað innanlands á tveimur síðustu árum og allir útflutningsmarkaðirnir líka nema Spánn. Lækkunin er víða 20 til 30% og það sem meira er að hliðar afurðir, eins og bein, hausar, garnir og gærur, hafa einnig lækkað en þær hafa umfram annað staðið undir þeim hækkunum sem hafa verið til bænda undanfarin ár. Verð á sumum af þessum hliðarafurðum hefur reyndar lækkað svo mikið að það borgar sig ekki lengur að vinna þær og í staðinn leggst á þær kostn- aður vegna förgunar. Þrátt fyrir þetta hafa kjöt af urða- stöð KS og sláturhúsið á Hvamms- tanga gefið út óbreytta verðskrá frá síðasta hausti. Við óttuðumst að slát- urleyfihafar mundu lækka verð til bænda vegna lækkunar á mörkuðum sem yrði erfitt fyrir sauðfjárbændur. Svo verðum við að sjá til, eins og undanfarin ár, hvort það verði ein- hver afgangur sem hægt er að skila til bænda. Rekstur afurðastöðvanna í landinu var mjög erfiður á þessu ári og því síð asta og verður það hugsanlega líka á því næsta enda er rekstrarstaða margra þeirra virkilega erfið. Bændur verða því líka að velta fyrir sér hvað er hægt að gera í rekstri af urðastöðvanna til að ná fram auk- inni hagræðingu til að hægt sé að greiða hærra verð fyrir afurðirnar,“ segir Ágúst. /VH Sigrún Ólafsdóttir. Ágúst Andrésson. Ný reglugerð rýmkar ekki svigrúm bænda til að meðhöndla dýralyf. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.