Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 „Nyrsta nef Hornbjargs heitir Horn og draga Hornstrandir nafn sitt af því. Horn er jafnframt nyrsti tangi Vestfjarða og miðja Hornstranda en þar skiptast þær í Austur- og Vesturstrandir.“ (Land og saga, Vestfirðir, 2007.) Það hafði lengi staðið til að skella sér í ferð norður á Hornstrandir, til að heimsækja vin okkar Halldór Haf- dal sem stundum er staðarhaldari í Hornbjargsvita í Látravík á Strönd- um. Létum við loks verða af því í byrjun ágúst árið 2013. Fyrirvarinn var stuttur og erfitt var að fá far til baka þar sem ferða- manna tímabilinu á Hornstrandir var að ljúka og þegar það loksins tókst höfðum við misst farið í Hornvík, þaðan sem við ætluðum að ganga í Látravík. Nú voru góð ráð dýr. Haft var samband við hina ýmsu ferðaþjónustuaðila fyrir vestan en allt kom fyrir ekki. En að síðustu voru það Borea Adventures sem bentu okkur á þann möguleika að fljúga í Hornvík. Séð ofan í Fljótavík úr lofti Haft var samband við Örn Ingólfsson flugmann og var erindinu vel tekið. Áttum við stefnumót við hann um hádegisbil á flugvellinum á Ísafirði, og því var snemma lagt af stað úr bænum. Vinafólk okkar úr Skagafirði, þau Ása Jakobsdóttir og Pálmi Ragnarson, slógust svo í för með okkur á Borðeyri þar sem þau fengu að geyma sinn bíl á meðan. Komið var við í Bónus á Ísafirði fyrir „vitaverðina“ og náð í vistir. Lagt var upp í blíðskaparveðri, og ótrúlega fagurt og gaman var að fljúga yfir Hornstrandir. Svo var lent í fjöruborðinu í Hornvík. Flugmaðurinn dreif sig strax til baka. Hornbjarg og Hælavíkurbjarg eru vestan og austan við Hornvík. Vestan við Hælavíkurbjarg er Hælavík en austan við Hornbjarg er Látravík og Hornbjargsviti. Stórkostlegt var að virða landslagið fyrir sér úr lofti. Halldór hafði lagt okkur lífsreglurnar og mælt með því að við færum Kýrskarð, um 340 m hátt, yfir í Látravík. Það mun vera styttri leið en torfærari, þar sem að við vorum með talsverðar byrðar. Óðum við Kýrá. Ferðin sóttist ágætlega en fegurð Hornvíkur þar sem hún blasti við á leið upp skarðið tafði för því sífellt var verið að snúa sé við og horfa til baka, sitja og njóta. Efst í skarðinu var rok, rigning og þoka. Kom sér því vel að leiðin er stikuð. Þegar sást til okkar úr vitanum þustu staðarhaldari og hans fólk á móti okkur, léttu af okkur byrðunum og urðu þar fagnaðarfundir. Hefur þau væntanlega verið farið að lengja eftir okkur og þótt við taka þetta held- ur rólega. Frábært var að koma niður úr þok unni og sjá vitann og Látravíkina birtast. Listaverk eru um allt við vitann og í húsinu eftir fyrrverandi og núverandi staðarhaldara og vita- verði. − Hallfríður M. Pálsdóttir Séð ofan í Fljótavík úr lofti. Mynd / Málfríður M. Pálsdóttir. Horn. Lent var í fjöruborðinu í Hornvík. Flugmaðurinn dreif sig strax til baka. Hælavíkurbjarg séð úr lofti. „Hælavíkurbjarg er þverhníptur hamraveggur sem rís í 258 metra hæð. Bjargið dregur nafn sitt af klettadrangi sem stendur upp úr sjónum framan við bjargið og heitir Hæll. Annar drangur við hlið hans heitir Göltur. Í Hælavíkurbjarg austanvert gengur dalhvilftin Hvannadalur. Neðan við hann ganga fallegir berggangar, Langikambur og Fjöl, með þrönga vík sem heitir Kirfi á milli. Skammt frá, undir bjarginu er þriðji berggangurinn, Súlnastapi, sem stendur í sjónum laus frá bjarginu.“ (www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hornbjarg.htm) „Að Látrabjargi undanskildu eru Hornbjarg og Hælavíkurbjarg mestu fuglabjörg landsins. Á vorin verpa þar fjölmargar tegundir bjarg- og sjófugla. Einnig eiga aðrar tegundir fugla sér varpstaði í grasbölum og urðum sem myndast hafa ofan og neðan við björgin. Þegar á heildina er litið er mestu svartfuglabyggð á landsins að finna í Hælavíkurbjargi en Hornbjarg er talið aðalbústaður langvíu, en auk þeirra má sjá stuttnefju, máva og ritu í milljónatali. Aðrar fuglategundir sem er vert að nefna er hvítmávur, álka, fýll, æðarfugl, svartbakur, hávella, toppönd, óðinshani, lundi og teista. Hornbjarg er þéttsetnast af fugli á Jörundi og í þræðingum Dyraskarða sem liggja milli hans og Kálfatinda. (Land og saga, Vestfirðir, 2007.)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.