Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Ítalinn Piero Sardo, einn af stofn endum Slow Food hreyf- ingarinnar var hér á landi dag- ana 7. til 11. júlí síðastliðna. Hann er starfandi framkvæmdastjóri Slow Food stofnunar sem fjallar um líffræðilega fjölbreytni (Slow Food Foundation for Biodiversity). Tilgangur komu hans var meðal annars að heimsækja bændur á Íslandi vegna íslensku geitarinnar og skyrsins, en „geitin“ og „skyrið“ eru í umsóknarferli á vegum Slow Food Reykjavík-deildarinnar um að verða skráðar sem Presidia hjá stofnun Sardos um líffræðilegan fjöl breytileika. Innan Presidia eru meðal annars afurðir, plöntutegundir og búfjárkyn sem talið er að búi yfir sérstökum verðmætum eða hafi sérstakt gildi í skilningi líffræðilegrar fjölbreytni og þurfi vernd vegna fágætis þeirra. Þátttakandi í mikilvægum herferðum Slow Food Sardo segir að Stofnun líffræðilegrar fjölbreytni innan Slow Food hafi ver- ið sett á fót árið 2003 og hann hafi verið framkvæmdastjóri hennar alla tíð. „Ég og samverkafólk mitt höfum nokk ur af mikilvægustu verk efnum Slow Food-hreyfingarinnar á okkar könnu, eins og Ark of Taste, Presidia og Earth Markets. Presidia-verkefnin urðu fljótlega að aðalviðfangsefnum Slow Food. Á síðustu árum hef ég verið þátttakandi í mörgum herferðum Slow Food, sérstaklega í verkefnum sem snúa að verndun á hrámjólkur- ostum (Slow Cheese), upplýsingagjöf fyrir réttar umbúðamerkingar á gæða- vörum (Narrative Labels) og verkefni sem felst í því að stuðla almennt að velferð dýra (Animal welfare).“ Í upphafi var andóf gegn skyndibitavæðingunni Upphaf Slow Food-hreyfingarinnar má rekja til andófs nokkurra ítalskra ungmenna gegn skyndi- bita væðingunni árið 1986, en þá mótmæltu þau við Spænsku tröpp- urn ar í Róm byggingu McDonald’s matsölustaðar sem þar var fyrirhuguð. Í þeim hópi voru þeir Carlo Petrini, forseti Slow Food-hreyfingarinnar, og Piero Sardo. „Ég og Carlo Petrini vorum í hópi vina sem voru farnir að hugsa um Slow Food á níunda áratug síðustu aldar. Upphaflegt mark mið okkar var að styðja og vernda hefðir héraðanna: góðan mat, nautnir matargerðarlistarinnar – og hægan lífstakt. Við vildum festa í sessi hugmyndina um valkostinn við skyndibitann og að framþróun þýði ekki stærra, hraðara og alþjóðlegra – í samhengi við matvælafram- leiðslu og -neyslu. Af þeim sökum stofn uð um við Slow Food í París 1989. Hugmyndin um „nýja matar- gerð arlist“ var í burðarliðnum með heildræna sýn á matargerð, þar sem áhersla yrði á frelsi á öllum hennar sviðum: menntunar, landbúnaðar, sögulega, hagrænt, stjórnmálalega og vistfræðilega,“ segir Sardo um upphafsárin. Yfir milljón manna hugsjónahreyfing Grundvallaratriði í sögu og þróun Slow Food er að sögn Sardo þegar Terra Madre tengslanetið var stofn- að og um leið var grunnur lagður að útvíkkun á hugmyndafræði Slow Food, frá hinu stað bundna til hins hnattræna. „Í heimi, sem stjórn- ast af iðnvæddum land búnaði, saman stendur Terra Madre af dýr- mætu tengslaneti mat væla fram- leið enda, fulltrúum staðbundinna samfélaga, matreiðslumeisturum, háskólafólki og ungmennum sem eiga öll sameiginlegt markmið: að koma á landbúnaðarlíkani sem byggir á smáframleiðslu, sjálfbærni og neyslu staðbundinnar matvöru. Í dag eru hundrað þúsund félagar tengdir saman í gegnum Slow Food í 160 löndum og sérstökum félögum innan landanna, eins og í Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Hollandi, Sviss, Englandi og Bandaríkjunum. En stóra tengslanetið nær til miklu fleira fólks. Gera má ráð fyrir að hreyfing sem telji meira en milljón manns helgi sig hugsjónum og fylgi hugmyndafræði Slow Food.“ Römm er æskutaugin við mjólkurvörur Sardo segir að hann hafi alist upp við dæmigerðan mat úr þeirri sveit sem hann er uppruninn í, Monferrato- sveit í Piemonte-héraði, þó undir mat argerðarlegum áhrifum frá ná granna héraðinu Liguria. „Þar tíðk ast mikil notkun á grænmeti og ilmsterkum kryddjurtum. Sem dæmi um rétt sem ég tengi sterkt við mína barnæsku, get ég nefnt fyllt kúrbítsblóm. Svo er hefð fyrir ostagerð í fjölskyldu minni og hún hefur auðvitað haft mikil áhrif á það að áhugi minn fyrir mjólkurafurð- um vaknaði snemma. Ég er glaður með að geta gengist fræðilega við ábyrgð á alþjóðlegum viðburði sem á sér stað annað hvert ár í Bra í Piemonte á Ítalíu. Sá viðburður er helgaður mjólk í öllum sínum fjöl- breytileika og formum – og verður dagana 18. til 21. september næst- komandi.“ Hann segist í augnablik- inu ekki eiga sér eftirlætis mat eða afurð, en honum finnst gaman að ferðast og á ferðalögum kunni hann að meta að uppgötva „nýjan“ stað- bundinn mat, uppskriftir og matar- hefðir. „Ég kann að meta ósvikið eldhús, með einföldu, fersku og einstöku hráefni – sem sótt er til smáframleiðenda.“ Mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika Að sögn Sardo verður mikilvægi líf fræði legrar fjölbreytni seint of- metið. „Það er í raun lífsnauðsyn að auka skilning og auðga hlutverk líffræðilegs fjölbreytileika í land- búnaði til framtíðar. Ekki aðeins er það nauðsynlegt fyrir viðgang hefðbundinna samfélaga, heldur öll samfélög. Það er náttúrulegt að flóra nytjaplantna sem ræktuð er, sé mjög fjölbreytt – nú þegar heimurinn þróast æ meira í átt að einsleitum menningarheimi. Tegundir sem valdar eru til rækt- unar í stórtækri einhæfri akuryrkju (e. monoculture) eru valdar vegna þess að þær vaxa vel við til tekin vaxt arskilyrði tiltekinna landsvæða. Ef aðstæður breytast, til dæmis vegna öfgaaðstæðna í veðri, er þess vegna meiri hætta á miklum bú sifj- um í slíkri einhæfri akuryrkju en ef fjölbreytileiki væri fyrir hendi. Sömuleiðis er meiri sjúkdóma- og skordýrahætta í slíkri einhæfri ræktun. Þess vegna er afar mikilvægt að varðveita erfðafræðilegan fjöl- breyti leika í nytjaplöntum, til að varðveita hæfni okkar að framleiða mat. Nytjaplöntutegundir sem eru fjölbreyttar erfðafræðilega eru lík legri til að lifa af við aðstæður sem sveiflast – því sumar eru við- kvæmar fyrir tilteknum breytingum en aðr ar ekki. Erfðafjölbreytileiki í nytjaplöntutegundum er þannig lík legur til að draga úr áhættunni á miklum uppskerubresti og stuðla að meiri stöðugleika í ræktuninni.“ Hnattrænar áskoranir Sardo segir að það séu nokkr- ar hnatt rænar áskoranir sem hafi áhrif á það hvernig nálgast megi mál efni landbúnaðarframleiðslu í heiminum, í dag og til framtíðar litið. „Í því sambandi mætti nefna fólks fjölgun, þéttbýlismyndun, hnign un í umhverfinu og náttúru, aukna tilhneiging til neyslu á dýra- pró teinum, loftslags breyt ing ar og fleira. Framleiðslukerfin í landbún- aði eru ósjálfbær. Það verður að nálgast vandamálin með skilvirkum leiðum líffræðilegrar fjölbreytni til að hægt sé að takast á við ósjálf- bærni umhverfisins og stuðla að fæðuöryggi í heiminum. Ég er sannfærður um að með líf rænni ræktun – og þá meina ég ekki bara með vottuðum lífrænum afurðum – verði hægt að fullnægja hnattrænni þörf fyrir mat, ef við öll leggjum okkur fram og tökum þátt. Samkvæmt tölum frá FAO, Piero Sardo, einn af stofnendum Slow Food, heimsótti Ísland á dögunum: Lífsnauðsyn að auka skilning og auðga hlut- verk líffræðilegs fjölbreytileika í landbúnaði Saga um tildrögin að því að Stofnun líffræðilegrar fjölbreytni varð til innan Slow Food Piero Sardo flutti erindi á málþinginu í Bændahöllinni. Þar sagði hann meðal annars sögu af því þegar hann fór með frönskum vinum sínum út að borða á vel virtan veitingastað í Piemonte-héraði Ítalíu, sem gat skreytt sig með einni Michelinstjörnu. Var sú saga í raun dæmisaga um mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika – hvernig það rann upp fyrir honum fyrir 20 árum – að líffræðilegum fjölbreytileika væri farið að hnigna í Evrópu. Rétturinn sem bjóða átti gestunum upp á var fyllt paprika með sérstakri sósu, dæmigerður fyrir héraðið og gestgjafarnir við borðið þekktu vel af góðu einu. Meðan á máltíðinni stóð varð heimafólkið þess áskynja að rétturinn var ekki eins og hann átti að sér að vera að gæðum. Þeir létu hins vegar ekki á neinu bera á meðan máltíðinni stóð, en spurðu eigandann eftir máltíðina hverju þetta sætti. Þá kom það í ljós að garðyrkjubóndinn sem hafði séð veitingahúsinu fyrir paprikum var hættur að rækta paprikur. Í staðinn var hann farinn að rækta túlipanalauka sem hann fékk meira greitt fyrir. Túlipanalaukana seldi hann svo til Hollands þar sem þeir voru ræktaðir áfram. Eigandi veitingastaðarins fékk hins vegar paprikurnar sínar nú sendar frá Hollandi, þar sem þær voru ræktaðar í gróðurhúsum. Í máli Sardo kom fram að fram að þessum tíma hafði Slow Food- hreyfingin eingöngu snúist um hlið matargerðalistinnar – matreiðsluna og gæði matarins – en frá þessari stundu má segja að Stofnun líffræðilegrar fjölbreytni hafi orðið til innan Slow Food. Mynd / HKr. Öflugt starf Slow Food Reykjavík Öflugt starf fer fram í Slow Food Reykjavík undir stjórn formannsins Dominique Plédel Jónsson. Til marks um það má nefna að Slow Food Reykjavík hefur fengið 11 afurðir og búfjárkyn skráð þar inn. Það er einni afurð meira en Noregur er með þar inni, en aðrar Norðurlandaþjóðir eru með færri. Íslensku afurðirnar í Bragðörkinni eru: lúra, kæstur hákarl, hangikjöt, íslenska geitin, hjallaþurrkaður harðfiskur (steinbítur), hjallaþurrkaður harðfiskur (ýsa), hveraþurrkað sjávarsalt, sólþurrkaður saltfiskur, magáll, hefðbundið íslenskt skyr og rúllupylsa. Dominique sagði í viðtali við Bændablaðið eftir hátíð Slow Food, Salone del Gusto & Terra Madre, í Tórínó síðastliðið haust, að Ísland hefði nokkra sérstöðu vegna þess að við höfum mikla möguleika varðandi afurðir okkar – þær séu svo nálægar okkur í tíma. Svo nái tengslanetið út fyrir Slow Food-samfélagið, til dæmis til Matís, kokkalandsliðsins og fleiri aðila. Að þessu leyti sé staða okkar svo sterk og við eigum að nýta hana. Mynd / smh Mynd / smh

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.