Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 40

Bændablaðið - 13.08.2015, Síða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Stefanía kom í Breiðavað 1984 og hóf þar búskab ásamt Kristjáni Frímanssyni og móður hans Guðrúnu Blöndal. Kristján lést árið 1999 og Stefanía, ásamt Þór- arni Bjarka Benediktsyni, keypti jörðina af Guðrúnu árið 2000. Býli: Breiðavað. Staðsett í sveit: Austur-Húna vatns- sýsla. Ábúendur: Stefanía Egilsdóttir og Þórarinn Bjarki Benediktsson. Fjölskyldustærð (og gæludýr): Dæturnar okkar fjórar eru Dagný Björk fædd 1985, Jenný Drífa fædd 1990, Árný Dögg fædd 1995 og Hjördís fædd 2002. Gæludýrin eru chihuahua-tíkin Tanja, kötturinn Snúlla og sex border collie-hundar. Stærð jarðar: 982 ha. Gerð bús: Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir: 550 fjár, 24 hross, níu geitur og kiðlingar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefbundið á sauðfjárbúi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt gaman ef við ger- um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan og nú, kannski fleiri geitur. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Bara vonandi vel . Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinum afurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, skinka og svolítið af bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heim ilinu? Lambakjöt . Eftirminnilegasta atvikið við bú störfin? Þegar við tókum við jörð inni og einnig þegar við fengum okkur geitur. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Girnilegir tómatar og grillaðar kótilettur Tómatar eru vanmetið hráefni sem oft er tekið sem sjálfsögðum hlut. Við veljum ekki alltaf tómatana eftir tilefninu og þurfum að gæta að gæðunum. Nú er mikið úrval af flottum íslenskum tómötum á markaðnum en þeir eru ekki alltaf fullþroskaðir þegar þeir koma í verslanir. Við gætum tekið Ítali okkur til fyrirmyndar og sett aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan. Grænu tómatana má kryddleggja og nota í tómatsultur. Bragðbestir eru tómatarnir þegar þeir eru vel þroskaðir, skornir í sneiðar með bragðmildum fersk- um mossarella-osti og basil. Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þrosk aðir fyrir skurð. Hér eru girnilegar sósu- og sal- at uppskriftir þar sem tómatarnir eru í aðalhlutverki. Hin suðræna tómat-Chimichurri sósa fer vel með íslenskum lambakótilettum og svíkur engan. Sveita-tómatsósa (ketchup) Skemmtilegur og auðveldur morg- un verður sem auðvelt er að borða á hlaupum áður en farið er í fjós eða til annarra morgunverka. Það er óhætt að frysta bollakökurnar og stinga í örbylgjuofn þegar á að borða. › 12 stk. þroskaðir tómatar › 1 chili-pipar, sneiddur og fræ hreinsaður › 1–2 msk flögusalt › Edik (5 prósent af heildarþyngd) › 100–200 g sykur › 1/2 tsk pipar (cayenne) › 2 tsk paprikuduft › 2 tsk sinnepduft › 1/2 msk heilpiparkorn › 1 tsk sinnepsfræ › 1 stk lárviðarlauf Aðferð Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur eða þangað til hýðið fer að flagna af. Dýfið í kalt vatn og takið hýðið af. Skerið í bita og bætið í chili og paprikudufti. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefninu í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið hitann og eldið í 20 mín útur. Fjarlægið kryddblöndupoka og sameinið edikblönduna og tómatmaukið. Bætið við sykri og salti og látið sjóða við vægan hita þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli. Nú eruð þið komin með góða sósu sem hentar t.d. sem fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti. Tómat- og mozzarella caprese salat › 8 sneiðar af fullþroskuðum tómötum › 2 matskeiðar balsamic edik › 8 miðlungslauf ferskt basil › 8 sneiðar ferskur mozzarella-ostur › Smá þurrkað oregano › Flögusalt › Ferskur malaður pipar › 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía Aðferð Raðið sneiddum tómötum á fat. Setjið eitt basillauf ofan á hverja tómatsneið. Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basillauf svo það myndist lög. Stráið smá oregano, salti og ferskum möluðum pipar yfir og úðið yfir með jómfrúarólífuolíu. Endið með smá balsamic ediki. Tómat-Chimichurri sósa: › 4 hvítlauksrif › 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð › 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður › ½ knippi ferskt basil, lauslega saxað › 1 bolli þroskaðir tómatar, fræhreinsaðir og grófhakkaðir › 2 tsk tómatmauk (tomatpure) › 10 matskeiðar jómfrúarólífuolía › 3 matskeiðar hrísgrjónaedik (eða annað edik) › 2 tsk salt › ½ tsk nýmalaður svartur pipar › ¼ tsk Tabasco sósa Aðferð Blandið saman hvítlauk, steinselju, kóríander, basil, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða morteli. Bætið við olíu og ediki og blandið 1–2 mínútur eða þar til sósan er mjög slétt. Bætið Tabasco ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið í kæli í nokkra daga en er best rétt eftir blöndun. Lambakótilettur › 6 hvítlauksrif, sneidd fínt › 3 matskeiðar olía › Flögusalt og ferskur malaður pipar eftir smekk › 8–10 stk. þversneiddar lambakótilettur Aðferð Sameinið hvítlauk, kryddjurtir og olíu. Nuddið kótiletturnar með salti og pipar og smyrjið með jurta- og hvítlauksblöndu. Setjið í plastpoka og geymið í kæli í 1–2 klst. Byrjið að hita grillið, þá er kjöt ið tekið úr kæli og leyft að ná stofuhita. Grillið lambið yfir miðlungshita í um 4 mínútur á hvorri hlið, snúið bara einu sinni. 60° C í kjarnahita er miðlungs steikt en flestir vilja kótilettur stökkar og vel eldaðar. Berið fram með Chimichurri- sósu sem er hellt yfir kjötið með aukaskammt til hliðar. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Breiðavað

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.