Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Tvennt ber ríkis stjórninni að gera strax, bregðast við offari Lands bankans, sem er kominn í gamla/nýja herferð í að ögra þjóð arsálinni, og friða flugvöll- inn í Vatnsmýrinni. Auðvitað er það ögrun að banki sem enn er ekki kominn út úr van- dræðum hrunsins sem hann bar þyngri ábyrgð á enn allir aðrir bankar þessa lands vegna offars fyrirrennarans einkabankans sem var í Icesave-braski og skuldsetn- ingu landsins með þungum af leið ingum. Hafi Landsbankinn átta milljarða til að reisa musteri við Hörpuna þá ber að þjóðnýta þann gróða því fólkið í landinu í gegnum ríkissjóð á þá peninga. Landsbankinn er of innanfeitur, hann á að borga meiri arð af eigin fé og lækka vexti sína til viðskipta- vina. Ríkissjóður á Landsbankann og honum ber að fara að því sem eigendur hans segja. Ríkisstjórnin getur ekki borið ábyrgð á þessum byggingaráformum og forsætisráð- herra hefur lagst gegn þeim og fjár- málaráðherra Bjarni Benediktsson verður að höggva á hnútinn. Flugvöllinn í Vatnsmýrinni Hitt málið er svo flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sem samkvæmt Rögnunefnd er eina flug vall ar- stæðið í Reykjavík og lykill að því að innanlandsflugið haldi áfram. Ennfremur varaflugvöllur í vond- um veðurskilyrðum og bjargar minnst einu mannslífi á viku á öryggisbraut sem borgarstjórinn er að leggja af. Að bjóða land- mönnum upp á það aprílgabb af Rögnunefndinni að kasta Reykja- víkurflugvelli til Keflavíkur er auðvitað gert af því að Dagur B. Eggertsson sem er staðráðinn í að breyta Vatnsmýrinni í braskara- bæli og byggingaland þeirra ríku, sat í nefndinni sjálfur, ófært mál. Ólöf Nordal samgönguráðherra á að höggva á þessa vitleysu strax. Dagur B. er staðinn að tvöfeldni og blekkingum í málinu, hann situr í nefndinni og hleypir Valsmönnum áfram með sitt byggingabrask sem er vond lykt af. Það er íslenska þjóð in sem á flugvöllinn og hún hefur staðfest það aftur og aftur að hún vill hann áfram í Vatnsmýrinni. Þjóðin vill frjálsa bændur Mikil þróun er í landbúnaði og ekkert er brýnna en klára búvöru- samninga í haust til að skapa þá umgjörð og framtíðarsýn sem bændur og Alþingi vilja marka búgreinunum. Meðan þessi stefnu- mörkun bíður eru víða vaxtaverkir og menn tala eins og Jón sterki: „Nú get ég.“ Samstaðan um landbúnaðinn snýst um tvennt; fjölskyldubú annarsvegar og afburða hollustu og heilsuvörur hinsvegar sem frá honum koma hvort er í mjólk, kjöti eða grænmeti. Tröllin sem nú hrópa í krafti stærðarinnar og heimta stærri og stærri bú, eru á sömu leið og þekkt eru t.d. í Dan- mörku. Afleiðingarnar þar eru eitt bú gjaldþrota á dag. Þessa þróun ber að forðast hér. Svo eru aðilar nú í kúabúskapnum sem koma inn í greinina með peninga úr öðrum atvinnugreinum og horfa á land- búnað svona eins og fiskvinnslu eða verslunargróða eða vinnu fyrir fátækt erlent vinnuafl. Þeir ætla að umturna stærðarstefnunni og þá hverfur samstaðan um leið. Munum að beingreiðslur eða ríkis- stuðningur hefur ákveðið þanþol og má aldrei fylgja nema fjölskyldu- bústærðinni og á að miðast við bú sem fjölskylda ræður við að sinna vel. Við viljum reka landbúnaðinn í sátt við landið og náttúruna, að landið og sveitirnar séu í byggð. Ef stefnan er sett á kúabú sem fram- leiðir eina, tvær eða þrjár milljónir lítra af mjólk er samstaðan fokin út í veður og vind bæði um bein- greiðslur og tolla. Hér hefur þróast landbúnaður sem vekur athygli og aðdáun, eyðileggjum ekki þessa stöðu með græðgi og bústærð sem ber endalokin í sér. „Tunnan valt og úr henni allt, ofan í djúpa keldu.“ Hagar hækkuðu verðtryggð lán tilefnislaust Nýr framkvæmdastjóri Mjólkur- samsölunnar, Ari Edwald, byrjar vel og svarar áróðursmönnum full- um hálsi, þeim Ólafi Magnússyni í KÚ, Finni Árnasyni í Högum og Ólafi Stephensen. Loksins fá þeir þau andsvör sem þeir eiga skilið, andsvör sem hrekja blekk- ingar þeirra. Hvað meinar forstjóri Haga þegar hann tengir hækkun á smjöri við verðtryggð lán? Hagar hafa tilefnislaust hækkað mjólk- urvörur um 6% á sl. tveimur árum án þess að heildsöluverð hækkaði frá MS til þeirra. Hvað gerðu verð- tryggðu lánin þá? Hagar greiddu svo eigendum sínum arð upp á fjóra milljarða, fjögur þúsund milljón- ir, á síðasta ári meðan hagnaður MS var aðeins 300 milljónir eða í lágmarki. MS skilaði sínum arði til neytenda en Hagar sínum arði til eigenda sinna. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,“ sagði Kristur forðum. Ungur Hornfirðingur stundar hundatamningar og skipuleggur smalahundakeppni: Áhugi á ræktun fjárhunda fer ört vaxandi Agnar Ólafsson er tvítugur Horn firðingur sem býr á Tjörn á Mýrum. Hann hefur síðustu ár sinnt aðaláhugamáli sínu sem er tamning fjárhunda. Agnar fór í vist til Wales þar sem hann nam listirn- ar af einum þekktasta hundaþjálf- ara Bretlandseyja. Nú temur hann hunda heima á Tjörn í hjáverkum auk þess sem hann býr með sauðfé og starfar á kúabúinu í Flatey. Hann hefur aðstoðað bændur í göngum þar sem góðir smalahundar nýt- ast vel. Þessa dagana er Agnar að skipuleggja smalahundakeppni á Mýrunum sem ráðgert er að fari fram 29. og 30. ágúst „Þetta byrjaði þegar ég fékk minn fyrsta hund fyrir um fimm árum. Ég sá það hérna í sveitinni hvað góður hundur gat gert mikið og ég varð gjörsamlega heillaður. Frá þeirri stundu hefur þetta verið áhugamál númer eitt. Ég fór á tvö námskeið hérna heima og eignaðist ég minn fyrsta alvöru Border Collie hund, hann Kát frá Eyrarlandi, sem hefur tekið þátt í keppnum með mér. Ég reyni að stunda tamningarnar mikið og hef gaman af því að keppa. Í raun nýti ég allar lausar stundir til þess að sinna hundunum. Mér bauðst síðasta haust að fara til Wales og vinna með einum besta hundaþjálf- ara í heimi, Kevin Evans, en hann hefur unnið margar keppnir með sínum hundum. Ég fékk vinnu hjá honum við að hugsa um hundana og stunda tamningar. Hann kenndi mér aðferðirnar en ég var með allt að 10–12 unghunda í tamningu á dag. Í heild var þessi reynsla mjög lærdómsrík og ég kom tvíefldur til baka til Íslands.“ Hvernig gengur tamning á Border Collie hundi fyrir sig? „Maður byrjar á að vinna með hvolpa þegar þeir hafa aldur og þroska til, oft í kringum sjö mán- aða aldurinn. Þá kennir maður undirstöðuatriðin og í kjölfarið gerir maður meiri kröfur til þeirra, hvað þeir eiga að gera og hvern- ig þeir eiga að gera það. 95% af tamningunni felst í að hafa hundinn nálægt sér en smám saman kennir maður flóknari hluti, t.d. að tæta hópa ekki í sundur, fara til hægri og vinstri og stoppa eftir skipunum. Í raun eru þetta einungis fimm skip- anir – mjög einfalt en vefst fyrir öllum! Þetta er annars mjög einstak- lingsbundið. Sumir hundar verða jafnvel aldrei að gagni þó þeir séu vel ræktaðir,“ segir Agnar. Agnar notar röddina við að stjórna hundinum en líka flautu. „Það er tvöfalt skipunarkerfi sem hund arnir læra. Flaut og skipun þýðir það sama og er samtvinnað. Ég nota oft flautuna þegar hundur- inn er kominn fjær því hljóðið í henni berst betur en röddin. Það eru meiri líkur á að hundurinn heyri í flautunni en mannsröddinni þegar skilyrðin eru erfiðari. Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Eftir að tamning hefst þá reynir mað ur að vinna markvisst með hundana. Það getur verið einstak- lingsbundið hvað er hægt að temja hvern hund mikið. Sumir þola ekki mikla tamningu í einu á meðan aðrir þola meira. Eins eru hundarnir mis- jafnlega lengi að ná tamningunni. Það er öll flóran í því. Suma hunda er hægt að temja á ótrúlega skömm- um tíma á meðan aðrir þurfa lengri tíma. Það þurfa að vera ákveðin undirstöðuatriði fyrir í hundinum, t.d. rétta eðlið,“ segir Agnar sem telur jafnframt að það sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja. „Já, það er hægt. Ég er með einn fjögurra ára núna í tamningu. Eða ég held að það sé hægt!“ Góðir fjárhundar geta gert mikið gagn Áhugi á hundarækt hefur auk- ist á síðustu árum og vel þjálfaðir hund ar eru gulls ígildi. Oft var það þannig fyrr á tímum að bændur voru öfundaðir í göngum sem áttu góða smalahunda. Agnar segist skynja að áhuginn fari vaxandi. „Það er mín tilfinning að hundamenning á Íslandi fari ört batnandi. Góðir hundar smita líka út frá sér. Ég hef aðeins stundað það hér á svæðinu að fara með hund í göngur á haustin fyrir bændur. Það er eftirsóknarvert að hafa góðan hund til að smala og menn sjá hvaða gagn hundarnir geta gert. Það eykur áhug- ann hjá mönnum.“ Smalahundakeppni á Mýrunum Í lok mánaðarins verður haldin tveggja daga smalahundakeppni á Mýrunum. Agnar segir að hérlendis séu alltof fáar keppnir á ári en þar sem hann var úti í Wales voru keppnir haldnar um hverja helgi. Smalahundakeppnir ýta undir áhugann sem verður til þess að fleiri sjá verðmætin í góðum smalahundi að mati Agnars. Vill sjá fleiri spreyta sig í keppni „Það verður keppt í þremur flokkum. Unghundaflokkur, hundar yngri en þriggja ára og svo er B-flokkur þar sem eru óreyndari hund ar. Hundar í A-flokki fara lengstu brautina sem hentar vel fyrir reyndustu hundana. B-flokkurinn er prýðilegur fyrir byrjendur,“ segir Agnar og bætir því við að hann vilji sjá fleiri keppend- ur spreyta sig. „Það fer aldrei ver en illa!“ Fyrirkomulagið er þannig að hver hundur hefur 15 mínútur til þess að smala fimm kindum um brautina. Hér á Íslandi eru yfirleitt notaðar full- orðnar kindur að sögn Agnars. „Þær íslensku eru frekar harðsnúnar í sam- anburði við það sem maður hefur séð annars staðar í heiminum. Keppnin byrjar þannig að smalinn stendur við staur og síðan sendir hann hundinn annaðhvort á vinstri eða hægri hönd. Það eru hlið á leiðinni sem hundur- inn þarf að fara í gegnum. Hann á að fara í vítt „perulaga“ úthlaup, koma kindunum rólega af stað og í átt að hliði sem er í beinni línu við smalann. Þegar hundur inn er búinn að því þá á hann að reka féð aftur fyrir smalann og í þríhyrning. Þetta er kallað rekstur.“ Síðan eru ýmis tilbrigði inni í braut inni sem hundarnir glíma við. T.d. getur hundurinn þurft að skipta fjárhópnum og gera flóknari æfingar. Hundakúnstunum lýkur síðan á því að smalinn opnar hlið inn í rétt og hund- urinn skilar hópnum þangað. Sá vinn- ur sem leysir þrautina með bestum árangri samkvæmt stigagjöf dómara. Mótsstaðurinn í landi Einholts á Mýrum Agnar segist vona að keppendur verði á annan tuginn og að áhorfend- ur komi víða að. Keppnin er haldin í landi Einholts á Mýrum í Austur- Skafta fellssýslu. Keppnisstaðurinn er um 30 km vestan við Höfn. Keppnin sjálf hefst klukkan 10.00 á laugardags- morgninum 29. ágúst og stendur til sunnudags. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hjá Agnari í síma 845- 8199, eða agnarolafs@gmail.com. /TB Guðni Ágústsson: Sá yðar sem syndlaus er … Agnar Ólafsson hefur mikið yndi af fjárhundatamningum og hefur komið sér upp góðri aðstöðu á Tjörn á Mýrum. Góður fjárhundur er gulls ígildi og hlýðir eiganda sínum í hvívetna. Kindurnar á Tjörn þora ekki annað en að hlýða hundinum. Myndir / TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.