Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Bændablaðið Kemur næst út 27. ágúst Smáauglýsingar 56-30-300 Microflex regngalli Vnr. 5790 691935* Blár Microflex regngalli. Verð 22.676 kr. COFRA leðurhanskar Vnr. 7151 G120 KD00 Leðurhanskar með laska. Stærðir 10 og 11. Verð 990 kr. Regnjakki Vnr. 5790 LR9055 Regnjakki EN471 320 GR. Uppfyllir sýnileikastaðal, fáanlegur gulur eða appelsínugulur. Stærðir S–3XL. Verð 9.781 kr. DUNLOP Purof Professional Vnr. 9655 D460933 Létt stígvél með höggdeyfi í sóla, hentug við margskonar aðstæður. Stærðir: 37–48. Verð 9.900 kr. Tech tappa- viðgerðarsett Vnr. 664 230 885 Með lofthylkjum fyrir fjórhjól. Verð 4.930 kr. Þjarkur samfestingur Vnr. 9628 120020 Þunnur samfestingur með hnjápúðavösum, dökkblár með heiðbláu á bringu. Stærðir 48–72. Verð 11.900 kr. Sensor höfuðljós Vnr. 893 03.5025 Stillanlegur fókus, snertifrír rofi. Verð 5.879 kr. Fjórhjóladekk Mikið úrval fjórhjóladekkja frá Maxxis og Swamp lite fyrir flestar gerðir hjóla. Banner rafgeymar Start- og neyslugeymar í miklu úrvali. Mobil smurolía Mobil Delvac MX 15W-40 4 og 20 lítra. Mínerölsk olía fyrir vinnuvélar. www.n1.is facebook.com/enneinn ÍS L E N S K A /S IA .IS E N N 75653 08/15 Ferð til fjár Verslanir N1 um land allt bjóða gott vöruúrval fyrir bændur í smalamennsku Hluti af smalamennskuN1 verslanir og umboðs- menn um land allt Sími: 440 1000 Klettagarðar, Grindavík, Ólafsvík, Patreksfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reyðarfjörður, Reykjanesbær, Akureyri og Vestmannaeyjar.            Í selatalningunni miklu sem fram fór vegum Selaseturs Íslands á Hvamms tanga í liðnum mánuði voru 446 selir taldir á strandlengj- unni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er minnsti fjöldi sem talinn hefur verið á þessu svæði frá því talning hófst árið 2007, eða í níu ár. Markmið talningarinnar er að fylgj- ast með fjölda og staðsetningu land- sela á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknar- starfsemi Selaseturs Íslands. Selir voru taldir á allri strandlengj- unni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, samtals um 100 kílómetra. Í tilkynningu frá Selasetrinu segir að sjálfboðaliðar hafi aðstoðað sérfræðinga Selasetursins við talning- una. Með því móti gefist færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma. Í ár tóku um 50 manns þátt í talningunni, sem er metþátttaka og voru það bæði erlendir og íslenskir ferðamenn á leið um landið. Sumir landeigendur töldu sjálfir í sínu landi og selaskoðunarbáturinn Brimill sem gerir út frá Hvammstanga, aðstoðaði einnig við talninguna. Í ár sáust samtals 446 selir á svæð- inu, aðallega landselir. Það er minnsti fjöldi sem talinn hefur verið á þessu svæði, en í talningum árin 2011–2014 hafi fjöldinn verið á bilinu 614 og 757 dýr og árin þar á undan (2007–2010) yfir 1.000 dýr. Þrátt fyrir að tölurnar gefi fækkun til kynna sé mikilvægt að hafa í huga að talningarnar eru aðeins vísbending um lágmarksfjölda þeirra sela sem dvelja á þessu svæði. Margir þættir hafi áhrif á fjölda sela sem liggi uppi í látrunum hverju sinni og er veður einn þeirra. Í ár var veðr- ið verra en oft áður, þoka, rigning og gola og hitastigið aðeins rúmlega sex gráður. Skilyrðin fyrir selinn að liggja upp á landi voru því sem verst þegar talningin fór fram, því þeir kjósa helst að liggja upp á landi í sólskini, logni og blíðu. Vantar fjármagn Þá segir einnig í tilkynningu Sela- setursins að athuga beri að tölurnar segi ekki til um ástand landsselsstofns- ins í heild. Stofnstærðarmat á landsel ins verið talinn og bendi þær talningar til töluverðar fækkunar á stofninn. til að framkvæma heildartalningu á stofninum, en Selasetrið vonist til að geta framkvæmt slíkar talningar á næsta ári. /MÞÞ Alls voru 446 selir taldir á strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þetta er minnsti fjöldi sem talinn hefur verið á þessu svæði frá því talning hófst árið 2007 eða í níu ár. Mynd af vef Selaseturs Íslands Metþátttaka í Selatalningunni miklu Færri selir taldir en áður Jón Gíslason áfram forstjóri Mast Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra hefur skipað Jón Gíslason for stjóra Matvælastofnunar frá 1. ágúst til næstu fimm ára. Starf forstjóra Matvælastofnunar var auglýst 6. maí sl. og sóttu níu ein staklingar um starfið. Sérstök hæfisnefnd lagði mat á umsækjendur og gerði tillögu til ráðherra. Jón hefur gegnt starfi forstjóra Matvælastofnunar frá því að hún var sett á laggirnar árið 2007.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.