Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 201542 Vélabásinn liklegur@internet.is Renault Captur er bíll sem tekið er eftir Á sumrin eru ekki mörg bíla- umboð sem eru með opið á laug- ardögum. Þar sem ég prófa bíla, vélar og tæki í aukavinnu um helg ar þá er ekki úr mörgum um boðum að velja þegar kemur að helgarprófunum. Þessir pistlar mínir eru svolítið farnir að litast af Heklu og BL! Að þessu sinni varð fyrir valinu Renault Captur frá BL, bíll sem ég ætlaði að vera búinn að prófa fyrir löngu síðan. Litasamsetning flott og litaúrval mikið Frá því að ég sá þennan bíl fyrst hefur mér alltaf fundist hann flottur og þá sérstaklega litasamsetningin. Hægt er að fá Renault Captur í a.m.k. níu mismunandi litasamsetn- ingum sem eru að mínu mati allar flottar (mundi örugglega vera mikið hugarstríð fyrir mig að velja). Þó svo að bíllinn sé bara með drif á einum öxli er hann svolítið jepplingslegur í útliti þar sem hátt er undir hann. Þrátt fyrir að hann virki hár eru ekki nema 17 cm undir lægsta punkt, en aftari hluti bílsins er samt töluvert hærri. Það getur verið varhugavert á niðurgröfnum vegslóðum. Prufuaksturinn Bíllinn sem ég prófaði er með 1500 cc díselvél sem á að skila 90 hestöfl- um og var sjálfskiptur. Ég ók bílnum tæpa 170 km og byrjaði á rúmum 100 km í langkeyrslu. Sæti eru mjög góð og fara vel með bæði ökumann og farþega í aftursætum. Sem dæmi settist fullorðinn einstak lingur í aftursætið hægra megin og var þá framsætið í öftustu stöðu. Þessi vinur minn er um 185 cm hár og var nóg pláss fyrir framan hnén á honum, en það hefði örugglega verið þröngt til hliðanna ef þrír jafningjar hans hefðu setið með. Seinni hluti prufuakstursins var innanbæjarakstur og á hraða- hindrun um fannst mér bíllinn höggva leiðinlega á fjöðrunina, en aftur á móti fannst mér mjög gott að keyra hann á malarvegi þar sem hann var stöðugur og fjöðr- unin virkaði mjög vel. Krafturinn var allt í lagi (sjálfur á ég bíl með nánast sömu vél, en beinskiptan). Sjálfskiptingin er góð og finnur maður nánast ekkert fyrir því þegar bíllinn skiptir sér upp eða niður. Kostir mun fleiri en ókostir Kostir Renault Captur eru ótvírætt útlit, verð og lítil eldsneytiseyðsla. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 3,9 lítrar af dísel á hundraðið (þar sem ég byrjaði á langkeyrslu sá ég eftir um 70 km akstur að mín eyðsla var 4,1 lítrar á hundraðið). Eftir 160 km akstur skoðaði ég eyðsluna á ný og reyndist hún vera 4,7 lítrar á hundraðið. Það finnst mér mjög gott miðað við sjálfskiptan bíl (best er ég að ná mínum beinskipta bíl í 4,6 lítra á hundraðið með nánast sömu vél). Mjög mikið af aukabún- aði er í bílnum svo sem leiðsögu- kerfi á 7 tommu skjá, Bluetooth, USB og AUX tengi, bakkskynjari, sjálfvirk brekkuhemlun og margt fleira. Ókostur er að ekkert vara- dekk er í bílnum sem ég er alltaf ósáttur við. Bíllinn var á 17 tommu vetrardekkjum (ég vil vera á sumar- dekkjum á sumrin). Að mínu mati hefði mátt minnka felgustærðina niður í 16 tommur og fá þannig betri fjöðrun út úr dekkjunum, sérstaklega á hraða hindrunum. Renault Captur má ekki draga nema 1200 kg kerru eða vagn með bremsum. Gott verð og lánakjör Ódýrasti Captur bíllinn er beinskipt- ur og kostar frá 3.490.000 kr. Bíllinn sem ég prófaði er sjálfskiptur með sex þrepa sjálfskiptingu og kostar 3.790.000. Hægt er að fá 90% lán hjá BL við kaup á nýjum bílum og miðað við svoleiðis lán væri mánað- argreiðsla 55.858 kr. á mánuði ef keyptur væri sjálfskipti bíllinn. Hæð 2.031 mm Breidd 1.778 mm Lengd 4.122 mm Þyngd 1.245 kg Helstu mál og upplýsingar Með aukinni umferð reið hjóla hefur reiðhjólaslysum á lands- vísu fjölgað. Flestir sem hjóla sér til heilsubótar og ánægju nota ör ygg is hjálm. Reiðhjólahjálma skal endurnýja á fimm ára fresti Ástæða þess að endurnýja skal reiðhjólahjálminn reglulega er að með tímanum harðnar efnið í þeim og þornar. Gamlir hjálmar geta því verið brothættir og gefið falska öryggiskennd. Hjálmurinn verður einnig að passa vel á höfuð þess sem hann notar. Flestar konur eiga til dæmis að nota hjálma sem merktir eru S sem táknar small. Stærð S í sentímetrum frá enni, fyrir ofan eyru, og aftur á hnakka er 55 til 56. Hjálmar merktir M sem er medium eru aftur á móti 57 til 58 sentímetrar að stærð sem er algeng stærð fyrir meðalkarlmann. Hjálmar eiga að sitja þétt á höfð- inu og sé höfuðið hrist á hjálmur- inn að fylgja hreyfingum þess en ekki dingla laus því þá er hann of stór. Þessa mælingu má nota fyrir allar gerðir hjálma hvort sem það eru reið-, vélsleða-, fjórhjóla- eða mótor hjólahjálmar. Slysum fjölgar samfara auknum hjólreiðum Varla hefur farið framhjá neinum að vinsældir reiðhjóla, reiðhjólafélaga og reiðhjólakeppna eru miklar. Varla líður sú helgi að ekki sé ein hvers staðar verið að keppa á reið hjólum á vegum úti. Miðað við hversu veg- ir eru þröngir er með ólíkindum hversu fá slys eru á reiðhjólafólki og árekstrar bíla fátíðir sem rekja má til reiðhjólaumferðar á vegum. Þegar ég var að alast upp var mér ráðlagt að hjóla á móti umferð í vegkantinum. Í dag er fátítt að mað ur rekist á reiðhjólafólk á öfug- um vegar helmingi, þó gerist það. Í sum ar mætti ég fjölskyldu norður á Ströndum sem kom hjólandi á móti mér í vegkantinum. Fyrir mína parta fannst mér þetta betra, allavega þarna á malarveginum sem ég var á. Algengt er að sjá hjólafélaga hjóla hlið við hlið og þegar þeir heyra í bíl er farið í einfalda röð. Hins vegar brá þeim reiðhjólamönnunum sem ég kom aftan að í fyrrasumar þegar ég var að prófa rafmagnsbíl og kom hljóðlaust aftan að þeim. Með auknum fjölda hljóðlausra rafmagnsbíla ættu menn að huga að því hvort ekki væri öruggara að hjóla á öfugum vegarhelmingi á fáförnum vegum. Hjólahópar vina oft hættulegastir Fyrir skemmstu fylgdist ég með hundrað kílómetra alþjóðlegum hjóla túr kvenna sem kona mín tók þátt í. Það var að sjá og heyra að konurnar sem tóku þátt skemmtu sér vel. Því miður gáðu þær þó ekki alltaf að sér og voru of margar hlið við hlið á þjóðveginum. Nokkrum sinnum mynduðust hættulegar aðstæður þar sem illa hefði getað farið. Konur fá þrátt fyrir það plús hjá mér fyrir litríkan klæðnað þannig að þær sáust vel og það hægði tíman- lega á umferðinni. Það er nefnilega marg sannað að áberandi klæðnaður reiðhjólafólks hægir á umferðinni og gefur öðrum meira svigrúm til að bregðast við í tíma. Höldum endilega áfram að hjóla; hreyfingin er holl og góð. Hjálmurinn verður að passa og má ekki vera gamall liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Gott aðgengi að vél og auðvelt að skipta um perur – jafnvel þótt bíllinn sé franskur! Captur er lægri að framan en virðist við fyrstu sýn. varadekks. Þótt framsætið sé í öftustu stöðu er Álmennt eru þjóðvegir ekki hannaðir nema fyrir bílaumferð og þegar reiðhjól bætast við getur verið þröngt fyrir alla. Hjörtur L. Jónsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.