Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Á einum áratug hefur skógar- iðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent. Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst. Á heimasíðu Skóræktar ríkisins segir að árangurinn hafa náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfa en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins. Útreikningarnir eru byggðir á gögnum frá sænsku hagstofunni SCB um pappírs- og trjákvoðuiðnaðinn en einnig sögunarmyllur og aðra timburvinnslu. Reiknast mönnum til að losun koltvísýrings frá skógariðnaðinum hafi minnkað úr tveimur milljónum tonna árið 2005 í 600.000 tonn í ár. Gott dæmi um þessi umskipti er pappaverksmiðja Holmens- fyrirtækisins í Iggesund. Þar hefur starfsemin vaxið en samt sem áður hefur olíunotkun dregist saman úr 36.000 rúmmetrum 2005 í 3.500 rúmmetra 2014. Þetta þýðir að losun koltvísýrings frá starfseminni hefur minnkað um 90% á tíu árum. Notkun lífeldsneytis í sænska skógariðnaðinum hefur lítið breyst undanfarin fimmtán ár. Hún hefur sveiflast í kringum 50 teravattsstundir á ári í takt við hagsveiflur. Aðallega eru nýttar aukaafurðir eins og svartlútur, börkur og viðarkurl eða spænir. Sænski skógariðnaðurinn tekur þátt í starfi samtakanna Svebio - Svenska Bioenergiföreningen. Þetta eru samtök fyrirtækja sem vinna að því að framleiða, meðhöndla og nýta hvers kyns tegundir lífelds- neytis. Markmiðið er að auka notk- un lífeldsneytis á sem visthæfastan og hagkvæmastan hátt. Svebio var sett á laggirnar 1980 og nú starfa í samtökunum um 300 fyrirtæki. /VH Skógrækt og orkuframleiðsla: Lífeldsneyti úr skógi í stað olíu – sænski skógariðnaðurinn hefur dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71% á áratug Að þessu sinni verður fjall að um þrjár gerðir gamalla drátt- arvéla. Allar eiga sameiginlegt að nöfn þeirra byrja á B og að framleiðslu þeirra var hætt á áttunda áratug síðustu aldar þrátt fyrir að framleiðslan hafi gengið vel á tímabili. Bristol var framleiddur á Bret- lands eyjum, Bucher í Sviss en Burgartz í Þýskalandi. Bristol frá Bretlandi Saga Bristol-dráttarvéla hófst um 1930 þegar Walter Hill, sem áður starfaði fyrir Fordson, Rushton og Muir-Hill dráttarvélaframleið- endurnar, hannaði lítinn traktor á gúmmíbeltum sem fékk heitið Bristol. Vélin var loftkæld og tveggja strokka. Traktorinn var þriggja gíra og hannaður fyrir minni býli og garðyrkjustöðvar. Eftir seinni heimsstyrjöldina skipti framleiðandinn yfir í sams konar vél og var í Austin-bifreiðum. Árið 1949 var hægt að velja á milli þess að fá traktorinn með vél frá Austin eða Perkins og hét sú týpa Bristol 22. Dráttargeta Bristol 22 var gefin upp sem 1,8 tonn á níu kílómetra hraða á klukkustund. Salan gekk þokkaleg og voru um 250 slíkir seldir til Nýja Sjálands. Rekstur Bristol var brokkgengur frá upphafi og talsverð eigenda- skipti voru á fyrirtækinu en árið 1970 keypti vélaframleiðandinn Track Marshall það og sama ár var fram leiðslu Bristol dráttar- véla hætt. Bucher frá Sviss Framleiðsla á Bucher dráttarvél- um á rætur sýnar að rekja til járn- smiðju í borginni Niederwen- ingen í Sviss sem var sett á lagg irnar árið 1807. Í tæp 150 ár framleiddi fyrirtækið margs konar landbúnaðartæki og hann- aði og smíðaði meðal annar fyrstu vökvaknúnu ávaxtapressuna. Það var ekki fyrr en árið 1953 sem það hóf framleiðslu á traktorum sem voru knúnir áfram af þýskum díselmótor frá MWM. Samhliða framleiðslu á Bucher var fyrirtækið umboðs- aðili fyrir Fiat og Guyer drátt- arvélar og hefur líklega lagt of mikla áherslu á sölu þeirra og þannig skaðað söluna á Bucher. Þrátt fyr ir að um tíma væru fimm týpur af Bucher dráttar- vélum í boði náðu þær aldrei al mennilegri fótfestu og fram- leiðslu á þeim var hætt 1973. Bandaríski vélaframleiðandinn Monarch Hydraulics er eigandi Bucher í dag og vörumerkið aðal lega þekkt fyrir framleiðslu á garðsláttuvélum. Bungartz frá Þýskalandi Þýska fyrirtækið Bungartz & Co. Maschinefabrik hóf starfsemi í Munchen árið 1920. Framleiðsla fyrirtækisins á dráttarvélum hófst 1930 og gekk fyrsti mótor inn fyrir díselolíu og var frá þýsk- um framleiðanda sem hét DKW. Á árunum fyrir fyrri heimsstyrj- öldina reynd Bungartz fyrir sér með ýmsar gerðir véla frá Fichtel & Sachs, Hatz, MWM og Deutz. Árið 1958 setti Bungartz á markað dráttarvél sem kallað- ist T5 og var lítil og grannur eins strokks traktor hannaður til vinnu á vínökrum. Framhjóla- búnaðurinn var sérstakur að því leiti að hann gat snúist um 90° og traktorinn því snúið við á bletti sem var samsvarandi lengd hans. Velgengi T5 var talsverð og 1960 var farið að flytja þá út og meðal annars til Bandaríkjanna. Sama ár hóf fyrirtækið fram- leiðslu á handstýrðum jarðtæt- urum og garðsláttuvélum með sætti fyrir sláttumanninn slynga. Bungartz framleiðandinn var yfir tekinn af þýska bifreiða- fram leiðandanum Gutbrod/Moto Standart árið 1974 og framleiðslu dráttavélanna hætt en framleiðsla á sláttuvélum og jarðtæturum efld til muna. /VH Bristol – Bucher – Burgartz Bændur í Frakklandi hafi gripið til mótmæla vegna innflutnings á matvælum. Fyrir skömmu settu þeir upp vegatálma og hindr uðu 400 vöruflutningabíla með mat- væli frá Þýskalandið og Spáni að komast yfir landamærin til Frakk- lands. Franskir bændur eru þekktir fyrir kröftug mótmæli þegar þeim er mis- boðið. Í gegnum árin hafa þeir sturt- að tómötum eða kartöflum á götur og lokað þeim. Þeir hafa smalað búfé að Eiffel-turninum og kastað eggjum, dælt mykju eða mjólk yfir þinghús og bílalestir. Fyrir skömmu settu þeir upp vegatálma og komu þannig í veg fyrir að 400 flutninga- bílar með matvæli, kjöt, grænmeti og mjólkurvörur, sem flytja átti til landsins, kæmust á áfangastað. Vöruflutningabílum snúið við Fleiri en þúsund bændur tóku þátt í að gerðunum og lokuðu vegum með dráttarvélum, dekkjum, heyrúllum og landbúnaðartækjum. Í sumum til- fellum var flutningabílunum snúið við en í öðrum voru þeir tæmdir og kveikt í farminum. Annars staðar lokuðu bændur vegum með því að sturta á þá inni- haldi haughúsa eða að þeir takmörk- uðu aðgengi ferðamanna að ferða- mannastöðum. Grafið undan landbúnaði Bændurnir segja að innflutningur á ódýrum matvælum frá löndum í Austur-Evrópu og Spáni, þar sem laun eru lág og eftirlit með fram- leiðslunni lítið, ásamt þrýstingi frá stórmörkuðum um lækkað verð sé að grafa undan landbúnaði í Frakklandi. Samkvæmt opinberum tölum í Frakklandi hefur um 10% bænda í landinu orðið gjaldþrota á nokkrum árum. Frönsk bændasamtök segja að skuldir bænda séu sífellt að hækka, tíðni sjálfsvíga meðal bænda að au kast og að ungt fólk sýni lítinn áhuga á að hefja búskap. Í framhaldi af mótmælunum hafa stjórnvöld í Frakklandi lofað að bæta samkeppnisstöðu bænda með skattaívilnunum upp á 600 milljón evrur, um 90 miljarða ís- lenskra króna. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins mega stjórn- völd ekki styrkja bændurna með bein um hætti til að mismuna ekki samkeppnisaðilum í öðrum löndum sambandsins. Bann á innflutningi á land bún- að ar vör um frá löndum Evrópu- sambands ins til Rússlands er farið að hafa áhrif á verð matvæla í Evrópu til lækkunar. Vegna bannsins hafa aðildarlönd Evrópusambandsins á austanverðri Evrópu lagt aukna áherslu á að flytja út matvæli til landa vestar í álfunni. Eftirspurn eftir matvælum frá Evrópu til Kína hefur einnig dregist saman. Fólk hvatt til að versla innlendar matvörur François Hollande, forseti Frakk- lands, segist skilja afstöðu bændur og hefur hvatt neytendur í Frakklandi til að kaupa matvöru sem er framleidd innanlands. Stéphane Le Foll, land- búnaðarráðherra Frakklands, sagði í viðtali að landbúnaður í Frakklandi væri hluti af landbúnaði í Evrópu og að Frakkar væru bæði inn og útflytj- andi á matvöru og að leita yrði jafn- vægis á því sviði. Nýleg skoðanakönnun sýnir að 78% Frakka treysta ekki stjórn Hollande til að gera eitthvað varan- legt í málinu og bæta þannig hag bænda til frambúðar. /VH Matvælaflutningur milli landa: Franskir bændur stöðva innflutning á matvælum Fleiri en þúsund bændur tóku þátt í aðgerðunum og lokuðu vegum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.