Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Landsamband veiðifélaga eru heild ar samtök veiðifélaganna í landinu og gæta hagsmuna þeirra. Jón Helgi Björnsson á Laxa mýri hefur verið formaðir Land sambands veiðifélaga frá því í vor. Fráfarandi formaður er Óðinn Sigþórsson. „Aðildarfélög innan landsam- bandsins eru um 180 og eru félög um veiði í bæði ám og vötnum,“ segir Jón. „Hlutverk landsambandsins er að gæta hagsmuna aðildarfélag- anna með al annars um hvaða lög og reglur gilda um starfsemi þeirra. Auk þess sem við leggjum áherslu á og hvetjum til góðrar nýtingar á þeim auðlindum sem villtir laxa- og silungsstofnar í íslenskum ám og vötnum eru.“ Skipulag sem verndar villta stofna vel Jón segir að Íslendingar hafi haldið vel á sínum málum þegar kemur að veiði málum í ám og vötnum. „Skipulagið er gott og hefur greini lega tekist að varðveita villtu lax- og silungsstofnanna vel. Enda standa laxa- og silungastofnar á Íslandi vel miða við nágrannalöndin. Núverandi skipulag veiðimála nær fram góðri stýringu á nýtingu stofn- anna auk þess sem samstaða um kerf- ið er nokkuð góð. Með kerfi á ég við skipulag á hverju vatnasvæði fyrir sig og sóknina á hverju svæði fyrir sig en hvert félag sér um stýringunni á sínu veiðisvæði.“ Að sögn Jóns getur eitt veiðisvæði verið eitt vatn, ein á eða árhluti. Að mati Jóns fylgir þó skylduaðild að veiðifélögum sú kvöð að menn reyni að stýra málefnum veiðifélaga í sem mestri sátt og reynt sé að ná sam- stöðu um sem flest mál. Jón segir að góð samstaðan sé innan landsambandsins um flest mál og ekki sé að vænta stórra breytinga á starf semi þess. Laxeldi ógn við villta stofna „Helsta áhyggjumál okkar um þessar mundir er áform um stórfellt laxeldi í fjörðum á vestur- og austurfjörðum og í Eyjafirði. Að okkar mati er eldið veru leg vá fyrir þá náttúruauðlind sem villtir laxa- og silungsstofnar eru. Reynslan erlendis frá sýnir að það sleppa allaf einhverjir fiskar úr eldis- stöðvunum og þar sem áformin núna gera ráð fyrir verulega stóru eldi þarf hlutfallið af fiskum sem sleppur ekki að vera hátt til að hafa verulega slæm áhrif á okkar villtu laxastofna. Mig minnir að áformin núna geri ráð fyrir að heildaeldið sé um 80 þúsund tonn. Í hverri stöð geta því verið um tvær milljónir fiska og 100 þúsund laxar í hverri kví. Opnist ein kví eru komnir 100 þúsund syndandi laxar sem er ansi mikið miðað við meðal veiði laxa á Íslandi sem er um 45.000 fiskar. Ógnin sem af þessu getur stafað sýndi sig vel í tiltölulega litlu slysi sem varð Patreksfirði fyrir nokkrum árum. Fiskarnir sem sluppu þar út leituðu upp bergvatnsá þar til hrygn- ingar. Af fiskunum sem sluppu veidd ust rúmlega tvö hundruð og sá fjöldi er á við heildarstofn villtra fiska í sumum af minni ám á landinu. Þetta slys sýndi tvennt, í fyrsta lagi að það veiddust fleiri fiskar en til- kynnt var um að sloppið hefðu, þann- ig að slysið hafði augljóslega verið stærra. Þá sýndi það einnig að full- yrðingar fiskeldismanna um að þessi norski lax kæmi ekki til hrygningar eru rangar og ógnin við náttúrulega laxastofna er því raunveruleg,“ segir Jón. Vilja að eldisfiskur sé geldur Jón segir að fyrsta krafa Landssam- bands veiðifélaga sé að laxar í eldi séu geldir enda mundi slíkt auka ör yggi íslenskra laxastofna gríðar- lega ef óhapp yrði og mikið af laxi slyppi úr eldi. Þá vill sambandið einnig að ákveðið hlutfall útsettra seiða sé merkt svo hægt sé að rekja slysasleppingar til eldisstöðvar. Þann ig er hægt að gera þá sem missa út fisk ábyrga fyrir tjóni því sem þeir valda. Hin krafan er að eldi sé ekki stund að nálægt ám og hætta á lúsa- smiti og sjúkdómum lágmörkuð. Ég set líka fyrirvara við að það þurfi 500 laxa meðalveiði til að veiðiá hljóti fjarlægðarvernd fyrir fisk- eldi. Fnjóská t.d., sem er með 300 laxa og 500 bleikja meðalveiði, er með stofna sem okkur ber að vernda. Séu menn sammála um það þá getur fiskeldi í Eyjafirði aldrei gengið upp. „Það að eiga óspilta laxa- og silungsstofna er ekki eitthvað sem ekki er hægt að mæla eingöngu í pen- ingum. Verndun stofnanna er náttúr- vernd og okkur ber skylda til að skila þeim óspiltum til næstu kynslóða.“ Veiðin gengið vel Að sögn Jóns hefur veiðin í sumar að flestu leyti gengið vel. „Kuldinn á norðausturlandi hefur sett strik í reikninginn þar, enda erfitt að stunda veiðar við slíkar aðstæður. Að öðru leyti gengur veiðin vel. Fiskur er líka að skila sér í árnar umfram það sem gert var ráð fyrir eftir harða niður- sveiflu á síðasta ári. Ég veit heldur ekki betur en að sala á veiðileyfum gangi almennt vel og að verð á leyfum sé svipað og undanfarin ár og að atvinnu- greinin standi því styrkum fótum,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga. /VH Fréttir Landsamband veiðifélaga: Villtir laxa- og silungsstofnar eru náttúruauðlind sem ber að vernda Allt frá því er Þórir haustmyrkur nam land í Sel vogi hafa sögur um veiðiskap ríkt yfir svæðinu. Í Hlíðarvatni fara bleikjurnar stækkandi. Grímur Thomsen yrkir um Gissur hvíta sem gerði heit þess í sjávarháska að reisa kirkju í voginum og meina fólki brottreið nema með metafla. Ein- hverjir hafa farið fisklausir úr vatninu en er þá oftast á ferðinni fólk með grillbúnað sem krefst langra þrifa. Best er að vera í Botnavík eða Kald ós. Maður kastar út í þessar víkur og eykur líkurnar á veiði með því að heita á Strandarkirkju. Til er saga af konu sem veiddi svo mikið í Hlíðarvatni að bleikjan stefndi fjár- hag hennar í voða. Hér er til bóta að þekkja línurnar, grennd taumanna, fælni fiskanna, dýpt miðanna og samræðu veiðitækjanna við vind- áttirnar og sólskinið. Að morgni í Botnavík hættir þetta þó allt að skipta máli. Úti fyrir strönd niðar brimið og fjall ið gín yfir vatninu. Berjalyng er á flestum hraunkoppum. Ný dobbl aður vinur í veiðiferð græj ar flugustöng sem hann kann ekki alveg á. Þórir haustmyrkur rís upp úr gjótu. Hann sneiðir af manni höfuðið. Upp úr mosanum starir hausinn sem maður lagði hugsunarlaust frá sér. Heimleiðin úr Hlíðarvatni er mátulega löng til að stinga honum aftur á sig og kaupa lottómiða á bensínstöðinni við Rauðavatn. /Úr Íslenskri vatnabók Ár, vötn og veiði – Sölvi Björn Sigurðsson Hlíðarvatn í Selvogi og Þórir haustmyrkur Á næstu tíu árum er hægt að afla 24.300 rúmmetra af viði úr skóg- um bænda á Fljótsdalshéraði. Á tíma bilinu 2035–2044 er útlit fyrir að magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar. Nýtanlegt magn viðar margfaldast því á næstu 30 árum. Þetta kemur fram í grein í nýju tölu blaði rits Mógilsárs, þar sem spáð er fyrir um það viðarmagn sem fá má úr skógum bænda á Fljótsdalshér- aði. Spána rita skógfræðingarnir Lárus Heiðarsson, Benjamín Örn Davíðsson og Arnór Snorrason. Lagt er mat á það viðarmagn sem mögu legt er að grisja næstu 30 ár í þeirri nytjaskógrækt á Fljóts- dalshéraði sem styrkt hefur verið af opinberu fé, annað hvort af Héraðs- og Austurlandsskógum eða eldri verkefnum um nytjaskógrækt á bújörðum. Við greininguna á viðar- magni voru notaðar skógmælingar úr landsskógarúttekt Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá á ræktuðum skógum á Íslandi ásamt áætlana- gerðarforritinu IceForest en í for- ritinu eru vaxtarjöfnur sem reikna framtíðarvöxt í skógunum. Greiningin nær til 40% af skógiklæddu svæði á Héraði Einungis voru teknar með mælingar úr skógum þar sem tegundirnar lerki, stafa fura, sitkagreni, hvítgreni og alaskaösp uxu og þar sem meðal- hæð trjáa var komin yfir 1,3 m. Það svæði sem tekið var til greiningar er 40% þess svæðis sem klætt hefur verið skógi á Héraði. Áætlunin gerir ráð fyrir að mögulegt sé að grisja samtals 24.300 m3 til ársins 2024. Fyrir tímabilið 2025–2034 verður grisjunarmagn komið upp í 100.200 m3 og fyrir tímabilið 2035–2044 er magnið orðið 120.700 m3. Þess ber að geta að skekkjumörk fyrir það mat sem hér er birt eru stór og fyrir tímabilið 2014–2024 er matsgildið því óöruggt. Sagt er frá greininni á vef Skógræktar ríkisins. /MÞÞ Viðarmagnsspá fyrir bændaskógrækt á Fljótsdalshéraði Nýtanlegt magn margfaldast fram til 2044

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.