Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015
Í norrænni goðafræði er talað um Niflheim þar sem hinir dauðu ráfa um í eilífum kulda og
myrkri. Dýpstu rætur asksins
Yggdrasils ná þangað niður
og drekinn Níðhöggur nagar
þær í von um að drepa tré
lífs ins.
Slavneskar þjóðsögur segja
frá heimi undir fótum okkar þar
sem íbúarnir lifa í eilífum glaumi
og vellystingum. Í þann heim er
einungis hægt að komast eftir
hellum sem liggja djúpt ofan
í jörðina og í fylgd anda sem
þekkja leiðina.
Breski stjörnufræðingurinn
Edmond Halley, sem var uppi á
17. öld og halastjarnan Halley er
kennd við, trúði því staðfastlega
að jörðin væri hol að innan og
að þar byggi fólk. Hann ályktaði
sem svo að fyrst guð hefði kom-
ið fyrir fólki á yfirborði jarðar
þá hefði hann líka gert það
inni í jörðinni. Halley hélt því
fram að andrúmsloftið inni
í jörðinni væri sjálflýsandi
og að norðurljósin væru ljós
innan úr jörðinni sem læki í
gegnum þunna jarðskorpuna á
norðurpólnum.
Snemma á nítjándu öld
setti Bandaríkjamaðurinn
John Cleves Symmes fram
þá fullyrðingu að jörðin væri
íhvolf kúla og að það væri
hægt að komast inn í hana um
göt á pólunum. Samkvæmt
hugmyndum Symmes var
hægt að ganga inn í jörðina
eftir ávölum brúnum gatanna
og fyrir innan var fallegt og
skjólsælt land sem nyti birtu frá
sólu í gegnum götin á pólunum.
William Reed hélt því fram
árið 1906 að ástæðan fyrir
því að menn hafi ekki náð á
pólana væri einfaldlega sú að
þeir væru ekki til. Í stað þeirra
áttu að vera risastór göt inn í
jörðina. Marshall B. Gardner
tók í sama streng árið 1913
en hann afneitaði aftur á móti
kenningunni um að himinn inn
inni í jörðinni væri sjálflýsandi.
Hann taldi að þar væri lítil sól,
níu hundruð og sextíu kílómetrar
að þvermáli, sem lýsti upp innri
heiminn.
Hörðustu áhangendur kenn-
ing ar innar trúa því að inni í
jörðinni sé háþróað menn ingar-
og tæknisamfélag. Banda ríkja-
maðurinn Richard Shaver taldi
sig hafa fengið vitrun í kring-
um 1940 þar sem hann komst
í samband við háþróaða veru
innan úr jörðinni. Shaver hélt
því fram allt til dauðadags,
um 1975, að fljúgandi diskar
væru farartæki innrijarðarbúa
og stofnaði samtök sem höfðu
það að markmiði að komast í
samband við slíkar verur.
Samkvæmt einni kenning-
unni heitir heimurinn inni í
jörðinni Agharta.
Íbúarnir búa í um eitt hundr-
að misstórum samfélög um en
höfuðborgin heitir Shamballa
og er staðsett nokkurn veg inn
undir Kentucky í Bandaríkj-
un um.
Tungumál íbúanna er frum-
tunga jarðarinnar sem öll önn-
ur mál eru komin af. Agharta er
stjórnað af tólf manna ráði, sex
körlum og sex konum; Ra og
Rana Mu eru æðstuprestar.
Íbúar Agharta geta orðið mörg
þúsund ára gamlir en flestir þeirra
kjósa að líta út eins og þeir séu
„thirty something“. /VH
Í holum
heimi
Með aukinni skógrækt og verndun
skóg lendis hafa orðið talsverðar
breyt ingar á sveppagróðri. Undan-
farin ár hefur fjöldi nýrra tegund
fundist og sumar þeirra eru góðir
matsveppir. Í Sveppahandbókinni
sem kom úr fyrir skömmu er fjall-
að um 80 matsveppi og 20 eitrað-
ar tegundir sem finnast í náttúru
Íslands
„Hluti af starfi mínu felst í því
að rannsaka náttúru skóga á Íslandi
hvort sem það eru villtir birki-
skógar eða ræktaðir skógar og þá
ekki síst sveppagróður skóg anna,“
segir Bjarni Diðrik Sigurðs son
prófessor í skógfræði við Land-
búnaðarháskóla Íslands og höfundur
Sveppahandbókarinnar.
Sjö ár í vinnslu
Bjarni segist vera svo heppinn að
vera alinn upp innan fjölskyldu sem
hefur tínt sveppi og hann hafi því
kynnst sveppum og sveppatínslu
ungur. „Ég byrjað að vinna að
bókinni fyrir sjö árum enda vant-
aði sveppabók á markaðinn þá en í
millitíðinni kom út Sveppabók Helga
Hallgrímssonar sem er nokkurs
konar biblía íslenskra sveppafræða
enda mikið og glæsilegt verk sem
fjallar um alla fungu landsins.
Mín bók fjallar aftur á móti ein-
göngu um sveppanytjar. Ég segi
frá 100 tegundum sveppa og þar
af eru 80 matsveppir og 20 eitraðar
tegundir sem hætta er á að fólk rugli
saman við matsveppi sem sagt er
frá í bókinni. Stórir hattsveppir sem
vaxa á landinu eru tæplega 700 og
af þeim eru rúmlega 10% ætir. Við
getum því sagt sem svo að ef fólk
tínir bara einhverja sveppi sem það
þekkir ekki þá eru um 90% líkur á
að þeir sé ekki ætir,“ segir Bjarni.
Miseftirsóknarverðir
hvað varðar bragð
Ýmsum kann að koma á óvart að
það vaxi 80 matsveppir á landinu.
Bjarni segir að matsveppirnir sem
hann lýsir í bókinni séu allt tegundir
sem finnast í íslenskri náttúru og
tegundir sem eru nytjaðar í löndun-
um í kringum okkur.
„Almennt er fólk að tína á milli
10 og 15 algengar tegundir. Hinir
sem fjallað er um í bókinni eru
misalgengir og miseftirsóknaverðir
hvar varðar bragð en ég styðst við
alþjóðlegt matskerfi þegar ég gef
þeim einkunn.“
Í formála bókarinnar segir Bjarni
að það sé hægt að tína matsveppi
á Íslandi allan ársins hring sé vilji
fyrir hendi. „Ég hef sjálfur boðið
upp á nýtínda sveppi í mars.“ Þar á
Bjarni við fúasvepp sem sem heitir
veturfönungur og vex á selju yfir
vetrartímann. „Sveppurinn er fremur
sjaldgæfur enn sem komið er vegna
þess hversu lítið er af gömlum trjám
hér.“
Að sögn Bjarna er keilumorkell,
önnur óalgeng tegund enn sem kom-
ið er, sem byrjar að vaxa snemma
á vorin. „Það er því hægt að finna
mat sveppi á öllum árstímum en það
er langmest af þeim frá því í ágúst
og fram í október.“
Vinsældir sveppa alltaf að aukast
Bjarni segist hafa orðið var við
gríðarlega aukningu í vinsæld um
sveppatínslu undanfarir ár. „Það
hefur eiginlega orðið spreng ing.
Auk þess sem Íslendingar eru
farnir að tína sveppi í auknum
mæli eru nýbúar
sem hingað koma
oft frá lönd um
þar sem er hefð
fyrir sveppa-
tínslu. Þar á
ég við fólk frá
Eystrasalts-
ríkjunum
og Pól landi
sem þekkir
marga af
þeim matar-
sveppum
sem hér
vaxa og oft
bet ur en
Ís lend ing ar.
Í suðaustur
Asíu og
Tæ landi er
líka mikil
hefð fyrir
sveppa tínslu og að hluta til
sömu sveppirnir sem vaxa þar og
hér.
Gró sveppa dreifast með vindi og
berast langar leiðir og þeir hafa því
almennt mun stærra útbreiðslusvæði
en plöntur.“
Villisveppir fluttir inn
fyrir 200 milljónir á ári
„Varlega áætlað eru fluttir inn villi-
svepp ir til landsins fyrir um 200
milljónir á ári. Á Austurlandi er
fyrir tæki, Holt og heiðar, sem safn-
ar, vinn ur og selur villta sveppi. Ég
veit líka að talverður hópur af fólki
safnar sveppum á haustin í frítíma
sínum og selur beint til veitinga-
húsa og veltir jafnvel hundruðum
þúsunda króna.“
Vestfirðir matsveppaparadís
landsins
Bjarni segir að vinsælustu villtu mat-
sveppirnir hér á landi eins og kóngs-
sveppur, kantarella og gulbroddi,
finnist í gamalgrónum birkiskógum,
en verði oft einnig áberandi í eldri
barrskógum sem gróðursettir voru
í nágrenni slíkra fornra birkiskóga.
„Þeir eru því fremur fágætir á
sunnanverðu landinu þar sem stór
hluti birkiskóganna hefur eyðst.
Ég segi því hiklaust að mat sveppa-
paradís Íslands sé á Vestfjörðum
vegna þess að þar hefur alltaf verið
að finna birkikjarr og skógarleifar
sem eyddust aldrei að fullu. Sama
má segja um Þingeyjasýslurnar
og þar er víða að finna mjög gott
sveppa land.“
Áhugafólk um sveppatínslu veit
að ákveðnar tegundir sveppa halda
sig við ákveðnar tegundir trjáa
vegna samlífis en
með aukinni
skógrækt og
verndun skóga
eru sífellt að
bæt ast nýjar
teg und ir í fungu
landsins. Bjarni
segir að samlífi
sveppa og trjáa
sé flókið og að tré
skipti jafnvel um
sambýlistegundir
eftir því sem þau
eldast.
„Við erum því að
upplifa áhugaverð-
ar breytingar á fung-
unni okkar þar sem
skógarnir eru farnir
að eldast. Fyrir vikið
eru að koma inn fínar
nýjar matsveppa-
tegundir og nýjar bragðtegund ir
um leið. Tegundir sem voru fáséð-
ar fyrir nokkrum árum eru einnig
að verða algengari í dag þar sem
ræktuðu skógarnir eru að eldast.
Matsveppurinn slímglompur er
til dæmis algengur alls staðar þar
sem 20 til 30 ára greni vex í dag,
en var fremur sjaldséður fyrir 10
til 15 árum. Grafarnollur, sem er
góður matsveppur, er tegund sem
er að breiðast mjög hratt út eftir að
grisjun eldri barrskóga hófst fyrir
fáum árum. Nafnið er tilkomið
vegna þess að tegundin fannst hér
fyrst í kirkjugarði.“
Annar áhugaverður sveppur
sem fjallað er um í bókinni er pip-
arsveppur. Hann er af flestum talinn
óætur en Bjarni segir að það megi
vel nota hann þurrkaðan sem krydd
á svipaðan hátt og chilí.
Bjarni segir að samkeppni milli
sam lífissveppategunda um vaxtar-
rými sé mikið og ekki nóg að
sveppa gró in komist í jarðveginn því
þeir þurfa líka að hitta á og ná taki á
réttu trjárótunum til að lifa og dafna.
Meðferð og geymsla
Auk þess að segja frá einstökum
tegundum sveppa og útbreiðslu
þeirra fjallar Bjarni einnig í bókinni
um söfnun og geymslu á sveppum.
„Mikilvægast við að hefja
sveppa nytjar er að greina tegund-
irn ar rétt og síðan hvernig maður
meðhöndl ar sveppina og gengur frá
þeim fyrir neyslu eða til geymslu
og ég segi frá nokkrum aðferðum
til þess í sérstökum kafla.
Geymsluþol sveppa er misjafnt
eftir því hvernig maður gengur
frá þeim. Þurrkaðir sveppir geta
geymst í mörg ár en skemur séu
þeir lausfrystir. Hvað bragðgæði
varðar er misjafnt milli tegunda
hvaða geymsluaðferðir henta best.
Hjá mörgum tegundum varðveitast
þau best séu sveppirnir frystir, en
einnig eru dæmi um sveppategundir
hér sem verða mun gómsætari ef þær
eru fyrst þurrkaðar.“
Á von á góðu sveppahausti
„Kuldinn í sumar veldur því að
sveppir, eins og annar jarðargróð-
ur, verða um tveimur vikum seinna
á ferðinni en í meðalári. Ég á aftur
á móti von á góðu sveppahausti um
leið og það fer að rigna,“ segir Bjarni
Diðrik Sigurðsson að lokum. /VH
Sveppahandbókin:
Hægt að tína matsveppi á öllum árstímum
STEKKUR
Norðurorka hefur sótt um að
setja upp tvær hraðhleðslu stöðv-
ar fyrir rafmagnsbíla á Akureyri,
ann ars vegar á lóð númer 1 við
Gler áreyrar og hins vegar við
Strand götu 12.
Umsóknin var til umfjöllunar á
fundi skipulagsnefndar, sem ekki
gerði athugasemd við uppsetningu
hraðhleðslustöðva á umræddum
stöðum, en bendir á að samþykki
lóðar hafa þurfi að liggja fyrir áður
en framkvæmdir hefjast.
Baldur Dýrfjörð upplýsinga full-
trúi Norðurorku segir að verið sé
að undirbúa verkefnið í samstarfi
við Orku Náttúrunnar í Reykjavík,
en það er dótturfélag Orkuveitu
Reykjavíkur. Vistorka, sem er nýtt
dótturfélag Norðurorku, mun vista
verkefnið og á í samningum við ON
um að tvær stöðvar af tuttugu alls
sem félagið fyrirhugar að setja upp
í samstarfi við B&L verði settar
upp nyðra.
Orka Náttúrunnar hefur að
und an förnu sett upp hraðhleðslu-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og
horfir nú til annarra þéttbýliskjarna
á Íslandi. Alls eru 10 slíkar stöðvar
komnar í rekstur og segir Baldur
að óvíða í heiminum séu jafnfá-
ir rafbílar um hverja stöð eins og
hérlendis. Vistorku segir hann vera
kjörinn samstarfsaðila enda hafi
fé lag ið það að markmiði að vinna
að að gerðum til að gera Akureyri
að kol efnishlutlausu sveitarfélagi.
Tilbúnar í byrjun næsta árs
Að svo stöddu er gert er ráð fyrir
að tvær stöðvar verði settar upp á
Akur eyri, önnur við Glerártorg og
hin við Strandgötu. Stefnt er að því
að uppsetningu verði lokið í byrjun
næsta árs.
„Ástæða hins langa uppsetn-
ing ar tíma er sú að Orka Náttúr-
unn ar bíður eftir uppfærslu á hrað-
hleðslustöðvunum frá fram leiðenda
sem gerir þeim kleift að hlaða fleiri
gerðir rafbíla en mögulegt er í dag.
Hrað hleðslustöðvunum verður
breytt úr því að þjóna eingöngu
rafbílum skv. CHAdeMO-staðli í
að þjóna líka rafbílum skv. CCS-
staðli. Til skýringar má nefna að
japanskir bílaframleiðendur nýta
fyrr nefnda staðalinn og nýverið
tóku evrópskir bílaframleiðendur
upp seinni staðalinn,“ segir Baldur.
Með uppsetningu hrað hleðslu-
stöðv anna er stuðlað að því að inn-
viðir á Akureyri styðji við þá miklu
og hröðu þróun sem orðin er í raf-
bílum og auknu framboði á þeim.
Þetta verður enn einn valkostur inn
í því að nýta innlenda orku í sam-
göngum til viðbótar við lífdísel og
metan.
Græn stæði í miðbænum
Baldur segir að samhliða þessu
verk efni vinni Vistorka einnig að
því að komið verði upp svonefndum
grænum stæðum í miðbænum sem
eru hugsuð sem forgangsstæði fyrir
bifreiðar sem ganga fyrir eldsneyti/
orku sem framleidd er á Íslandi, þ.e.
lífdísel, metan eða raforku.
„Við það er miðað að þessar
bifreiðar njóti forgangs í þessi
stæði og fá eftir atvikum heimild
til þess að standa lengur í við-
komandi stæðunum. Stæðin verða
máluð græn og merkt sérstaklega.
Einnig er sú hugmynd í gangi að
til þess að mega leggja í stæðin
verði viðkomandi bifreið að vera
auðkennd með miða frá Vistorku,“
segir Baldur.
Sígandi notkun á metani
Norðurorka setti upp metanstöð á
Akureyri á síðastliðnu ári og segir
Baldur að sígandi aukning hafi verið
varðandi notkun. „Það er og von
okkar að þar sé góður vaxtarbroddur
enda ljóst að ef metanbílar eru í boði
frá framleiðendum þá seljast þeir
vel,“ segir hann og bendir á nýlegt
dæmi um að Hekla hafi selt tugi
nýrra metanbíla af gerðinni Skoda
á skömmu tíma.
/MÞÞ
Tvær hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla
Enn einn valkosturinn í að nýta innlenda orku
Bjarni Diðrik Sigurðsson