Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Langvirk - 6 klukkutíma sólarvörn. Lyktarlaus og vatnsheld. JÁ, VIÐ ÞURFUM GÓÐA SÓLARVÖRN! Pantanir: celsus@celsus.is - 551 5995 Fæst í apótekum, Nettó, Hagkaup og víðar. Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Sara Hrönn Viðarsdóttir Búfræðingur og „kúahvíslari“ Hef notað Proderm s.l. þrjú sumur á kýrnar og það virkar ótrúlega vel. Hef ég ekki verið í vandræðum með sólbrunna spena á kúm síðan ég prófaði fyrst og engin kýr sparkað eða verið með læti. Spenarnir haldast mjúkir og hreinir. Ber á eftir morgunmjaltir og það dugar. 1 brúsi dugar á 30 kýr í 4-5 daga. www.lbhi.is Enn eru laus pláss á háskólabrautum Landbúnaðarháskóla Íslands Áhugasömum er bent á að hafa samband við kennsluskrifstofu LbhÍ á netfanginu kennsluskrifstofa@lbhi.is eða í síma 433-5000. - Umhverfisskipulag - Skógfræði og landgræðsla - Náttúru- og umhverfisfræði - Hestafræði - Búvísindi Meistaranám í skipulagsfræði Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna: Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár Lífland flytur verslun sína að Óseyri 1 á Akureyri: Stærri verslun og aukið vöruval Mikil lækkun á verði mjólkur- afurða og jurtaolíu keyrir vísi- töluna nið ur í lægsta gildi frá því í september 2009. Verðlækkun mjólkurafurða og jurta olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað. Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamark- aði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta olíu og sykri. Í júlí síðastliðn- um hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á mat- vælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða auk- inni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leið- andi aukningu í framboði á mjólk- urafurðum. Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku. Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veð- urfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripa- kjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lamba- kjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinn- ar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunar- skilyrða. Lífland hef ur flutt verslun sína norð an frá Lónsbakka í húsnæði að Óseyri 1 á Akureyri, þar sem Múr búðin var áður. Lífland hef- ur stundað verslunarrekstur á Akur eyri frá árinu 2008 og hefur Ellert Jón Gunnsteinsson stjórnað henni frá upphafi. Húsnæðið sem Lífland hefur yfir að ráða er tæpir 800 fermetrar, sem er mun meira pláss en var á Lónsbakka og gefur aukna möguleika á að auka við vöruúrval. Jákvæð viðbrögð „Við höf um aukið vöruval okkar umtalsvert og á það við um alla þá vöruflokka sem við bjóðum upp á,“ segir Ellert Jón, en nefna má að vöru- val fyrir bændur hefur aukist, sem og fyrir hestamenn og eigendur gælu- dýra. „Það var orðið nokkuð þröngt um okkur og því nauðsynlegt að kom- ast í rúmbetra húsnæði. Það hefur nú gerst og við erum himinlifandi. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð, það hefur gengið vel það sem af er hér á nýja staðum og viðskiptavinir okkar eru ánægðir.“ Ellert Jón segir að auk þess sem verslunin sjálf sé stærri, sé aðgengi að henni einkar gott, næg bílastæði og einnig eigi þeir sem koma með vörur eða eru að sækja þær hægar um vik að athafna sig á svæðinu. Allt fyrir bændur Bændur hafa um tíðina verið stór hluti viðskiptavina Líflands og segir Ellert Jón gaman að geta nú gert enn betur við þá. Undanfarið hafa bændur verið önnum kafnir við girðingarvinnu og býður Lífland gott úrval af girðingar- efni af öllu tagi. Hið sama er upp á teningnum þegar kemur að heyskap, en Lífland býður upp á gott úrval af öllu því sem lýtur að pökkun og verk- un heyfengs. /MÞÞ Vill banna erfðabreytta ræktun í Skotland: Bændur segja bannið gera þá ósamkeppnishæfa Þingmaður í Skotlandi legg ur til að bann verði sett alla rækt- un á erfðabreyttum matvælum í landinu til vernda hreinleika inn- lendra afurða og ímynd landsins. Bændur segja bannið takmarka möguleika þeirra til ræktunar. Skoski þingmaðurinn Richard Lochhead segist ætla að leggja fram frumvarp á þingi landsins sem legg- ur bann við ræktun á erfðabreyttum matvælum í Skotlandi, verði það samþykkt. Meðal raka Lochhead er að Skotar hafi ekki ráð á því taka áhættuna sem fylgir því að rækta erfðabreytt matvæli þar sem enginn viti fyrir víst hvað slíkt getur haft í för með sér fyrir landbúnað í fram- tíðinni. Hann segir einnig að með því að banna ræktun á erfðabreyttum matvælum muni Skotland tryggja ímynd sína sem hreint og fallegt land. Hugmyndin hefur mætt tals- verðri gagnrýni meðal bænda og sérfræðinga sem tengjast ræktun og landbúnaði. Bændur benda á að verði bannið að veruleika muni það takmarka möguleika þeirra til rækt- unar verulega og gera þá ósamkeppn- ishæfa gagnvart löndum þar sem ræktun á erfðabreyttum matvælum er leyfð. /VH Ellert Jón Gunnsteinsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.