Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 41
41 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Hekluð Krukka PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Þegar líða fer á sumarið hefst tími kertaljósa og kósýheita. Eitt sem er í uppáhaldi hjá mér er að hekla utan um krukkur og setja kertaljós í. Birtan af kertaloganum kemur svo fallega í gegn um heklaða mynstrið og skuggamynstrið sem er umhverfis krukkuna er enn fallegra. Best er að nota rafmagnskerti í heklaðar krukkur. Ef notuð eru venjuleg kerti skal ætíð fylgjast vel með. Garn: Maxi heklgarn frá garn.is Nál: 2 mm Fleiri uppskriftir að hekluðum krukkum er hægt að kaupa á www.garn.is eða fá sem kaupbæti með keyptu heklgarni. Uppskriftin er skrifuð þannig að hægt sé að nota hana á ólíkar stærðir af krukkum. Botninn: Heklið 20 ll, tengið í hring með kl í 1. ll. 1. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 34 st inn í hringinn, lokið umf með kl í 3. ll. (35 st) 2. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næstu 2 st, 2 st í næsta st, *1 st í næstu 3 st, 2 st í næsta st* endurtakið frá * til * út umf, það er ekki hægt að klára þetta út alla umf og því endar þessi umf á 1 st í næstu 2 st, 2 st í seinasta st, lokið umf með kl í 3. ll. (44 st) 3. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næstu 2 st, 2 st í næsta st, *1 st í næstu 3 st, 2 st í næsta st* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með kl í 3. ll. (55 st) Endurtakið 2. og 3. umferð þar til botninn er kominn í rétta stærð. Botninn á að vera aðeins minni en botninn á krukkunni. Til þess að mynstrið gangi upp verður stuðlafjöldinn í seinustu umferðinni af botninum að vera deilanlegur með 4. Í síðustu umferð verður því að reikna út hversu mörgum stuðlum er bætt við í þeirri umferð. Mynstrið: 5. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í sömu lykkju, 2 ll (kallast ll bil), 2 st einnig í sömu lykkju, *hoppið yfir 3 st, í 4. st frá nálinni gerið þið 2 st, 2 ll, 2 st*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 3. ll. 6. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 1 st, 2 ll, 2 st í sama ll bil, *1 ll, hoppið yfir í næsta ll bil, 2 st, 2 ll, 2 st* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með kl í 3. ll. Endurtakið 6 umf þar til heklaði hólkurinn er orðinn það langur að hann nær næstum upp í topp. ATH. Ég vil hafa heklið þröngt utan um krukkuna og því hekla ég ekki alveg upp í topp heldur það langt að ég geti togað hólkinn upp í topp, mér finnst mynstrið njóta sín betur þannig. Krukkunni lokað: Þið getið annað hvort lokað krukkunni undir skrúfganginum eða heklað yfir skrúfganginn. Ég hekla yfir skrúfganginn á stærri krukkum en ekki á þeim minni. 7. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 1 st, 2 ll, 2 st í sama ll bil, *hoppið yfir í næsta ll bil, 2 st, 2 ll, 2 st* endurtakið frá * til * út umf, lokið með kl í 3. ll. 8. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 3 st í sama ll bil, gerið 4 st í hvert ll bil út umf, lokið umf með kl í 3. ll. ATH. Þar sem við erum farin að þrengja hólkinn utan um krukkuna verðið þið að setja hólkinn utan um krukkuna áður en 8. umf er lokað. Annars mun þetta ekki komast utan um hana. Ef þið ætlið að hekla yfir skrúfganginn farið þá yfir 9. og 10. umferð og klárið uppskriftina. Ef þið ætlið að hekla upp að skrúfgangi þá hættið þið eftir 10. umferð. 9. umf: 2 ll (telst sem 1 hst), 1 hst í hvern st fyrri umf, lokið umf með kl. í 2. ll. 10. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í næstu 3 hst, 2 fp saman, *1 fp í næstu 4 hst, 2 fp saman*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 1. fp 11. umf: 3 ll (telst sem 1 st), heklið 2 st saman, *2 st, heklið 2 st saman* umf endar á 1 st og er lokað með kl í 3. ll. (51 st) 12. umf: 3 ll (telst sem 1 st), st í hvern st út umf, lokið umf með kl í 3. ll. (51 st) Endurtakið 12. umf þar til þið eruð samsíða brúninni á krukkunni, það er betra að vera rétt fyrir neðan hana frekar en að fara yfir hana. Að lokum er svo hekluð úrtaka til þess að stykkið tolli á krukkunni. 13. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í næstu 3 st, 2 fp saman, *1 fp í næstu 4 st, 2 fp saman*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 1. fp. Þá ætti hólkurinn að vera fastur á krukkunni. Heklkveðja, Elín Guðrúnardóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 9 8 6 9 4 1 6 2 5 1 4 6 9 2 5 7 8 5 6 7 8 6 9 3 2 Þyngst 6 7 1 4 8 1 2 7 2 6 3 8 1 7 8 2 7 5 3 6 4 6 5 7 4 2 6 5 8 2 8 6 9 8 5 3 1 4 9 7 9 2 7 7 5 7 1 8 6 5 6 4 8 5 2 3 6 5 9 7 9 1 2 4 1 5 7 2 3 4 7 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða dansari Guðrún Soffía er tólf ár og býr í Kópavogi. Hún á tvo hunda enda eru þeir uppáhaldsdýrin hennar. Guðrún finnst skemmtilegast í skólanum að læra dönsku og leik list auk þess sem hún æfir jazzballet. Nafn: Guðrún Soffía Jóhannsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Kópavogur. Skóli: Snælandsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Leiklist og danska. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldshljómsveit: Justin Bieber. Uppáhaldskvikmynd: Twilight, Paper Towns og She’s the Man. Fyrsta minning þín? Þegar ég sá Týru, hundinn minn. Hún var fjög- urra mánaða og ég tveggja og hálfs. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi jazzballet. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dansari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég bjargaði dverghamstrinum mínum úr munn- inum á Spotta, hundinum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vakna snemma til að fara í skólann. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég fór til Danmerkur. Í ritinu er að finna margar spenn- andi grein ar um skógrækt og skóg- ar nytj ar, um ástand skóga, rann- sóknarverkefni, framkvæmdir og fleira. Að vanda er ritið efnismikið og Jón Loftsson skógræktarstjóri rifjar meðal annars upp að nú er aldarfjórðungur síðan aðalstöðvar Skógræktar ríkisins voru fluttar í Egilsstaði. Hann rekur þær breytingar sem gerðar voru á stofnuninni í kjölfarið en einnig þær miklu breytingar sem skógrækt á Íslandi hefur gengið í gegnum síðan. Edda S. Oddsdóttir og Halldór Sverris son skrifa um heilsufar trjá- gróð urs á landi 2014 og fram kemur að almennt hafi ástand trjágróðurs á landinu verið gott þótt staðbundnir sjúkdómar eða skordýraplágur hafi skotið upp kollinum. Ólafur Eggertsson skrifar um verkefnið WoodBio og hlutverk viðar lífmassa. WoodBio er hluti Nordbio-áætlunarinnar sem leiðir saman breiðan hóp sérfræðinga á Norðurlöndum til að vinna að verk- efnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og birkikjarrs á Íslandi lauk á árinu 2014 og var það einn af hápunktum ársins hjá Skógræktinni. Björn Traustason, Arnór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson skrifa um þetta efni og tíunda helstu niðurstöður kortlagningarinnar, meðal annars að nú þekja birkiskógar og birkikjarr um 1,5% landsins sem er aukning um 9% eða 130 ferkílómetra frá árinu 1989. /VH Ársrit Skógræktar ríkisins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.