Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 Í tilefni Sveitasælu sem haldin verður í Reiðhöllinni Svaðastaðir, Skagafirði 22. ágúst minnum við á að Verslunin Eyri verður með kynningu á Gallagher vörum o.fl. Óskum sýningargestum góðrar skemmtunar og vonumst til að sjá sem flesta! Eyrarvegi 21, 550 Sauðárkróki Sími 455 4610 Opið: 8-18 virka daga / 10-13 laugardaga N ÝP RE N T Orðsending til bænda: Munið að panta heysýnatöku Það er mikilvægt að láta efnagreina gróffóður því það er uppistaðan í fóðri grasbíta. Það er margt sem hef ur áhrif á gæði gróffóðurs eins og áburðagjöf, veðurfar, sláttutími og grastegundir. Þetta er breytilegt á milli ára og það getur verið erfitt að meta næringargildi fóðursins án þess að láta efnagreina það. Með því að láta efnagreina heysýni vita bændur hvernig fóður þeir eru með og geta skipulagt fóðrunina eftir þörfum. Þannig vita menn hvaða fóður er best að gefa á hverjum tíma og eftir atvikum hvað þarf að gefa með. Margir kaupa viðbótar- fóður eins og bygg, fiskimjöl eða kjarnfóðurblöndur hvort sem er fyrir nautgripi, sauðfé eða hross, það er mögulegt að spara útgjöld og hámarka nýtingu gróffóðursins ef upplýsingar um allan fóðurforð- ann liggja fyrir, ekki bara viðbótar- fóðrið. Ráðunautar RML koma og taka sýni úr fóðri og koma því til efnagrein- ingar. Ráðunautar hafa upplýsingar um þá möguleika sem bjóðast í efnagreiningaþjónustu fyrir íslenska bændur. Ef pöntuð er heysýnataka hjá RML kemur ráðunautur sýnun- um til efnagreiningar hvort held- ur sem er til Efnagreiningar ehf. á Íslandi eða Blgg í Hollandi, allt eftir því sem bóndi ákveður. Óski bændur eftir því að senda hirðinga- sýni til efnagreininga geta þeir haft samband við ráðunauta RML og fengið upplýsingar um verð og þjónustu sem er í boði og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvert sýnið fer. Mögulegt er að fá túlkun niður- staðna frá ráðunautum þegar niður- stöður liggja fyrir. Eins geta ráðunaut- ar veitt ráðgjöf um nýtingu fóðursins og þörfina fyrir viðbótarfóður, hvað hentar og hvers vegna. Ráðunautar vinna fóðuráætlanir fyrir bændur sem miða að hagkvæmri fóðrun sem stuðlar að góðri framleiðslu, sniðnar að þörfum hvers og eins. Hægt er að panta heysýnatöku á heimasíðu RML, www.rml.is. Bænd ur eru vinsamlega beðnir að hafa samband við ráðunauta RML um nánari upplýsingar. /Berglind Ósk Óðinsdóttir fóðurfræðingur hjá RML Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Yleiningar fyrir íslenska veðráttu Hjá Límtré Vírnet færðu léttar stálsamlokueiningar með polyúreþan- eða steinullareinangrun á milli. Henta í útveggi og þök, milliveggi og loft, kæli- og frystiklefa, fyrir heimili og fyrirtæki. Raka- og vindþéttar, einangra vel, auðþrifnar, iIltendranlegar, gæðaprófaðar, léttar, fljótuppsettar, þaulreyndar og hagkvæmar. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Eiga skógrækt og sauðfjár- rækt samleið? Aðalfundur Skógræktarfélags Ís lands verður haldinn í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri dagana 14. til 16. ágúst. Skógræktarfélag Íslands er móðurfélag skógræktar- félaga vítt og breitt um landið og í röðum þeirra eru milli sjö og átta þúsund félagsmenn. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpar fundar- fólk í upphafi aðalfundarins á föstu- dagsmorgun ásamt bæjarstjóranum á Akureyri, skógræktarstjóra og for- mönnum Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Eyfirðinga. Því næst verða fluttar skýrslur og skipað í nefndir að venju. Síðdegis er á dag- skránni skoðunarferð til Siglufjarðar þar sem reitur Skógræktarfélags Siglufjarðar verður formlega opn- aður undir merkjum Opins skógar. Fjöldi erinda eru á dagskrá fund- arins. Hrefna Jóhannesdóttir skóg- fræðingur talar um skóg sem orku- auðlind, málefni sem er ofarlega á baugi um allan heim. Sigurður Arnarson, höfundur Belgjurta- bók arinnar, fjallar um belgjurt- ir í skógrækt og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Nátt úrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sem hún kallar „Að sjá ekki skóginn fyrir sveppum“. Einnig flytur formaður Landssamtaka sauð fjárbænda erindi, Þórarinn Ingi Pétursson, og spyr: „Eiga skógrækt og sauðfjárrækt samleið?“ /VH Með kind út að borða Bílstjóri bifreið- ar sem var stöðv- uð á sveitavegi í Yorkshire-skíri reyndist vera með kind í aftur- sætinu og á leið á skyndibitastað þar sem hann ætlaði að fá sér hamborgara og bjóða kindinni upp á salat. Lögreglan í Yorkshire-skíri á Bret- landseyjum stöðvaði ökumann bif- reiðar fyrir skömmu vegna einkenni- legs farþega í aftursætinu. Eftir að bifreiðin hafði verið stöðv- uð kom í ljós að farþeginn reyndist vera sauðkind. Aðspurður um hvers vegna hann væri með sauðkind í aftursætnu sagði bílstjórinn að hann ætlaði að fá sér hamborgara og bjóða kindinni upp á salat á nærliggjandi McDonalds-stað. Þegar lögreglan gerði athugasemd við skýringu ökumannsins benti hann þeim góðlátlega á að fjöldi manns keyrði um með hunda í aftursætinu og skotinu en hann kysi að bjóða kindinni í bíltúr og upp á McDonalds annað slagið. /VH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.