Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 13.08.2015, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 13. ágúst 2015 „Ísland er greinilega mjög vin- sælt um þessar mundir og ekki bara meðal ferðamanna,“ segir Sólveig Tryggvadóttir deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en alls bárust nú um 20% fleiri umsóknir frá erlendum skiptinem- um sem vilja dvelja hér á landi á komandi mánuðum en var fyrir árið 2014 til 2015. Að jafnaði er tekið á móti um 30 skiptinemum á vegum AFS hér á landi árlega, en þeir verða tæplega 40 nú. Aldrei hefur þurft að hafna jafnmörgum um sóknum og nú í ár. AFS-skiptanemasamtökin á Ís landi eru alþjóðleg fræðslusamtök sem hafa sent íslensk ungmenni utan til skiptinemadvalar frá árinu 1957 eða í hartnær sex áratugi. Að sama skapi hafa samtökin skapað vettvang fyrir erlenda skiptinema að dvelja hér á landi í 10 mánuði í senn. Mikil reynsla og þekking hefur skapast innan samtakanna eftir ríflega hálf- rar aldar starfsemi. AFS-samtökin eru starfrækt í yfir 50 löndum víðs vegar um heiminn en hingað til lands koma árlega ungmenni, 15 til 19 ára gömul, og dvelja að jafnaði í 10 mánuði í senn. Skiptinemarnir eru væntanlegir hingað til lands í lok næstu viku og eru þeir til heimilis á höfuðborgarsvæðinu eða vítt og breitt um landsbyggðina. Kynnast íslenskum landbúnaði Fyrir nokkrum árum var sá siður endurvakinn að gefa skiptinemum kost á að dvelja á íslenskum sveita- bæ á meðan á Íslandsdvölinni stend- ur og taka þátt í hefðbundnum störf- um við landbúnað. Sólveig segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir þá skiptinema sem búsetu hafa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fyrir- komulag hefur gefist vel og nemar alsælir með að fá tækifæri til að kynnast þeim störfum sem íslenskir bændur inna af hendi. Kyrrðin eftirsóknarverð Sólveig segir að fyrst og fremst sé það áhugi á Íslandi, íslenskri menn- ingu og tungu sem fær ungmenn- in til að yfirgefa heimahagana og kynna sér siði og venjur Íslendinga. „Markmið dvalarinnar er að kynnast landi og þjóð og hápunkturinn er svo auðvitað þegar þessir krakkar hafa tileiknað sér menningu okkar og renna saman við innfædda,“ segir hún. „Þeir sem sækjast eftir að koma hingað til lands eru yfirleitt miklir náttúruunnendur og leita eftir ein- hverju allt öðru en þeir búa við í sínu heimalandi, margir nefna að kyrrðin á Íslandi sé eftirsóknarverð.“ Sólveig segir að þó svo umtals- vert fleiri skiptinemar hafi sótt um Íslandsdvöl nú í ár og ásóknin sé greinilega vaxandi muni samtök- in halda sig við svipaða tölu og áður. Það sé m.a. gert til að halda uppi ákveðnum gæðum varðandi dvöl þeirra hér á landi. „Það er ekki á stefnuskránni að moka inn skiptinemum, þótt greinilega væri það hægt þegar horft er til fjölda umsókna,“ segir Sólveig. Finnum stað við hæfi Aukin áhugi er meðal ungmenna frá hinum ýmsu Evrópulöndum að koma til Íslands og segir Sólveig að þar skipti áhugi þeirra á íslenska hestinum verulegu máli, sumir eigi jafnvel íslenskan hest í sínu heima- landi. Reynt er að koma þeim fyrir á bæjum hér og hvar um landið þar sem stundaður er hestabúskapur. Eins hafi ungmenni sem stunda skíða- íþróttina sóst eftir að dvelja hér á landi og að sama skapi er þá fund- in fyrir þá viðeigandi staður, t.d. á Ísafirði eða á norðanverðu landinu. „Við reynum að finna hverjum og einum stað við hæfi. Reynslan sem krakkarnir fara með heim að lokinni dvöl á Íslandi skiptir meginmáli og þá að hún standi undir væntingum og sé góð,“ segir Sólveig. /MÞÞ Fréttir Auknar vinsældir Íslands meðal erlendra skiptinema Mun færri komast að en vilja Sólveig Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi. Skiptinemabræðurnir Álfur og Yuki. Álfur fór sem skiptinemi til Argent- ínu og Yuki, sem er frá Japan, kom til Ís lands og bjó hjá fjölskyldu hans í Reykjavík. Annisai frá Indónesíu reynir fyrir sér í sláturgerð með fjölskyldu sinni í Vivi frá Kína í hesthúsi íslensku fjöl- skyldu sinnar. Tæplega 40 skiptinemar koma hingað til lands í lok næstu viku, en þessir sem komið hafa sér fyrir í strætóskýli eru í hópi þeirra nema sem komu hing að á liðnu ári. Myndir frá AFS á Íslandi. Leyfisveitingar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum Í lok júní samþykkti Alþingi breyt- ingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Lögunum er m.a. ætlað að hindra að dýrasjúkdóm- ar berist til landsins en óheimilt er að flytja inn ákveðnar landbúnað- arvörur nema með sérstöku leyfi. Matvælastofnun mun framvegis sinna þessum leyfisveitingum. Fyrir fyrrgreinda lagabreytingu gaf sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráð herra út leyfi til innflutnings og þurftu umsækjendur að sækja um leyfi til innflutnings til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Frá og með 21. júlí 2015 ber umsækjend- um að sækja um leyfi til innflutn- ings á neðangreindum vörum til Matvælastofnunar: • Hráar og lítt saltaðar sláturaf- urðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, alidýraáburð og rotmassa blandaðan alidýraáburði. • Kjötmjöl, beinamjöl, blóðmjöl og fitu sem fellur til við vinnslu þessara efna. • Hey og hálm. • Hvers konar notaðar umbúðir, reiðtygi, vélar, tæki, áhöld og annað sem hefur verið í snert- ingu við dýr, dýraafurðir og dýraúrgang. • Hvers konar notaðan búnað til stangveiða. Fjögur hross af sjö komin í leitirnar Voru gefin til heimaslátrunar í nóvember síðastliðnum Við greindum frá því í lok júní síð- astliðnum að það hefði verið aug- lýst í smáauglýsinga hlutanum hér í blaðinu eftir sjö hrossum sem eig andanum hafði verið meinað að fá til sín. Elín S. Kristinsdóttir, eigandi þessara hrossa, greindi þá frá sögu sinni þar sem fram kom að frá því að hún varð að fullu eigandi hrossanna sjö, hefði hún ekkert séð til þeirra. Forsögu þessa máls má rekja til deilna á milli Elínar og fyrrum sam- býlismanns hennar um eignarhald á umræddum hrossum, sem endaði með hæstarréttardómi í september á síðasta ári, skiptafundi, uppboði í lok nóvember og síðan útgáfu afsals sýslumanns í byrjun desember. Að sögn Elínar gaf maður sig fram fljótlega í kjölfar umfjöllunar blaðsins. „Þá hafði maður samband og spurðist fyrir um nafnið á fyrrum sam býlismanninum þar sem hann grunaði að hann væri með fjögur af þessum sjö hrossum í sinni umsjá. Hann hafði fengið þau gefins til heimaslátrunar og það hefði legið fyrir að koma því í verk fljótlega. Nafnið stemmdi en það var vinur þess sem hringdi sem áttaði sig á því að líklega væri hann með hluta þeirra hrossa sem ég auglýsti eftir. Ég fór svo fljótlega í heimsókn til hans til að ganga úr skugga um þetta og ég þekkti hrossin strax. Við vildum bæði láta lesa örmerkin á þeim og var það gert daginn eftir og hrossin síðan afhent. Lögreglan var viðstödd svo ekki færi á milli mála að ég hefði fengið hrossin í mína vörslu. Maðurinn sem afhenti mér þau hafði ekki hugmynd um örmerkingar hrossa og það að koma þeim í heimaslátrun hefur sennilega átt að leiða til þess að ekki yrði hægt að fá vitnesku um afdrif þeirra,“ segir Elín. Kæran stendur Málinu er enn ekki lokið og kæran stend ur gagnvart fyrrum sambýlis- manni Elínar og samverkafólki hans. Enn vantar þrjár hryssur, þær Fold frá Krossi dökkjarpa (sn. IS2003235761), Freyju frá Krossi rauða tvístjörnótta, (sn. IS2001235760) og Svöl frá Skarði 1, móvindótta (sn. IS2003235761). „Kæran lýtur að því að halda hesta sem eru í minni eign með ólögmæt- um hætti og neita að afhenda þá eða upplýsa hvar þeir eru,“ segir Elín. Í kærunni kemur fram það mat að kærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum ákvæðum um fjár- drátt. Þá hafi samverkafólk hans gerst brotlegt við ákvæði sömu laga um hlutdeild eða eftir atvikum hylmingu. Freyr Karlsson, maðurinn sem fékk hrossin fjögur í sínar hendur í nóv- ember síðastliðnum, ætlaði að slátra þeim til neyslu fyrir sig og fjölskyldu sína nú í haust. Hann staðfestir að maðurinn sem kom með þau til sín sé fyrrum sambýlismaður Elínar. Hann segir að skýrt hafi verið tekið fram að þetta væru ekki reiðhestar; þeir væru með tungubasl, hentu fólki af sér og fleira. Þar af leiðandi væri best að slátra þeim. Ástæðuna fyrir því að fyrrum sambýlismaðurinn kom þeim ekki í sláturhús sagði hann við Frey vera þá að það væri langur biðtími í sláturhúsum. Freyr er sjálfur trésmiður að atvinnu og tómstundarbóndi með nokkrar kindur og kálfa í Vogum. Hann segist gefinn fyrir hrossakjöt og honum hefði ekki þótt verra að fá það gefins eins og raunin átti að vera með hross Elínar. /smh Fengur frá Krossi er kominn í leitirnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.