Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  184. tölublað  103. árgangur  NAUÐSYNLEGT AÐ TALA UM ÞAÐ SEM HRJÁIR BÍÓ Í FISKIBÁT- UM OG GÁMUM Á HÓLMAVÍK HÁTÍÐIN SKJALDBAKAN 46HLEYPUR FYRIR GEÐHJÁLP 10 Fjölmenni var á Dalvík í gær á fiskisúpukvöldinu fyrir Fiskidaginn mikla. Bjóða þá heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu á heimilum sínum. Fiskisúpu- lyktin ilmaði því um götur, garða og stofur bæjarins. Bílskúrinn á myndinni er á Böggvisbraut 4 hjá þeim Jakobi Rúnari Atlasyni og Höllu Björgu Davíðsdóttur. Fiskisúpukvöldið mikla á Dalvík vel sótt Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Þúsundir samankomnar á Dalvík til að fagna Fiskideginum mikla  Almennir flokksmenn í Bjartri framtíð telja margir hverjir að að- alvandamál flokksins sé Guð- mundur Stein- grímsson, for- maður flokksins. Hann er harð- lega gagnrýndur fyrir að ná ekki eyrum og athygli kjósenda. Flokkurinn fékk 4,4% fylgi í nýjustu skoðanakönnun MMR. Sömuleiðis gagnrýna viðmæl- endur Róbert Marshall, formann þingflokks Bjartrar framtíðar, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Einn viðmælandi lýsir Guð- mundi og Róbert með þessum orð- um: „Þeir eru bara fallkandídatar úr öðrum stjórnmálaflokkum og þeim fylgir enginn ferskleiki.“ Lýst er eft- ir frambærilegum konum í forystu- sveitina og leggja sumir til að bæði formennsku og þingflokks- formennsku í Bjartri framtíð verði skipt út með reglulegum hætti. Aðalfundur Bjartrar framtíðar verður haldinn 5. september og áttu viðmælendur von á því að Guð- mundur yrði þar harðlega gagn- rýndur. Heimildarmenn telja ekki að hann verði felldur sem formaður en augljóslega þurfi flokkurinn að stokka spilin. » 6 Björt framtíð glímir við forystukreppu Guðmundur Stein- grímsson og Heiða Helgadóttir kynntu nýja flokkinn 2011. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs hafa til skoðunar að taka upp strangar takmarkarnir á umferð um Lakagíga, eina helstu náttúruperlu landsins, ef umferð eykst mikið á næstu árum, í takt við fjölgun ferða- manna. Snorri Baldursson, þjóðgarðs- vörður á vestursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs, segir viðræður hafa stað- ið yfir við Vegagerðina um að bæta veginn langleiðina að Lakagígum. Verði það gert muni aukin aðsókn kalla á meiri umferðarstýringu. „Ef ferðamannastraumurinn fer að aukast verulega frá því sem verið hefur undanfarin ár þarf að grípa til einhverra enn harðari ráðstafana, til dæmis að setja á algera einstefnu í kringum gígana og jafnvel að fara að keyra fólk um gígana eins og gert er í þjóðgarðinum Timanfaya.“ Katrín Pálmadóttir, landvörður í þjóðgarðinum, segir að til Laka komi leiðsögumenn sem séu ekki búnir að kynna sér reglur svæðisins. „Þetta er viðkvæmt svæði og það þarf að stýra umferðinni. Ef fólk kemur hingað aðeins einu sinni dug- ar ekki að skamma það eftir á. Þetta er líka spurning um fordæmið. Ef fólki finnst í lagi að keyra utan vega inni í þjóðgarði, eða einhverju svæði sem er viðkvæmt, getur það þá ekki gert það hvar sem er?“ spyr hún. Lakagígar nálgast þolmörk  Ef umferð um Lakagíga heldur áfram að aukast mun það kalla á aðgerðir  Til skoðunar að fólk geti aðeins skoðað svæðið í skipulögðum hópferðum MTakmarkanir á Laka »6 Ljósmynd/Zoë Robert Laki Landslagið er stórbrotið. Morgunblaðið/Eggert Gjaldeyrir Ferðamönnum hérlendis fjölgaði um 25% milli ára nú í júlí. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónust- unni námu 104 milljörðum á síð- ustu þremur mánuðum, frá maí og til loka júlímánaðar. Þetta kemur fram í útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), en þeir byggjast meðal annars á upplýs- ingum Ferðamálastofu, sem hefur gefið út að tæplega 181 þúsund ferðamenn hafi átt viðdvöl í land- inu í síðasta mánuði. Samkvæmt útreikningum SAF hafa gjaldeyristekjur af ferðaþjón- ustunni í fyrrnefndum þremur mánuðum því aukist um 24 millj- arða króna frá fyrra ári, en þá er áætlað að þær hafi numið 80 millj- örðum króna. Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri SAF, segir tölurnar staðfesta hinn mikla vöxt ferða- þjónustunnar á síðustu árum. Hún bendir á að mikilvægi atvinnu- greinarinnar aukist með hverjum mánuði. „Efnahagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar eykst stöðugt sem ein helsta útflutnings- atvinnugrein þjóðarinnar. Sem at- vinnugrein ýtir hún undir fjöl- breytni í atvinnulífi um allt land, hún skapar störf og þar með verð- mæti.“ »20 24 milljörð- um hærri tekjur  Met þegar 181 þúsund ferðamenn dvöldu á landinu í júlí Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Allir starfsmenn álversins í Straums- vík fengu í gær sent bréf frá forstjóra þar sem farið var yfir afstöðu fyr- irtækisins gagnvart kjaraviðræðun- um og rekstrarerfiðleikum fyrirtæk- isins lýst. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi RioTinto á Ís- landi, segir að bréfið hafi verið sent út til þess að upplýsa starfsmenn um afstöðu fyrirtækisins og það sé skyn- samlegt að starfsmenn hafi eins miklar upplýsingar undir höndum og hægt sé. Gylfi Ingvarsson, talsmaður verkalýðsfélaganna í Straumsvík, segir að um áróður sé að ræða og að stjórnendur séu að láta slæmar ákvarðanatökur sínar koma niður á starfsmönnum. „ISAL gerði nýjan samning árið 2010 við Landsvirkjun sem átti að vera alveg rosalega góður en leiðir í raun til þess að ISAL er að borga 40% hærra verð en Norðurál og Fjarðaál. Þær tæknibreytingar sem áttu að gerast í þriðja skálanum um 20% framleiðsluaukningu, og áttu að borga framleiðslubreytingar í steypuskála, eru eingöngu 8%. Þetta eru allt ákvarðanatökur stjórnenda og eigenda sem setja fyrirtækið í þá stöðu sem það er í núna. Þeir sjá enga aðra leið en að það eigi að lækka laun hjá 80 starfsmönnum,“ segir Gylfi. Í bréfinu kemur fram að afkoma ISAL sé slæm og að á árunum 2012 og 2013 hafi tap numið um 7 millj- örðum króna en hagnaður síðasta árs var aðeins um 400 milljónir sem sam- svari 0,3% ávöxtun eigin fjár. „Staða á mörkuðum er slæm og hefur versn- að verulega frá áramótum. Heims- markaðsverð á áli hefur lækkað mik- ið og það á einnig við um markaðsuppbætur, sem eru hluti af verðinu sem við fáum fyrir álið. Eft- irspurn er langt undir áætlunum. Samanlögð áhrif þessa á sölutekjur ISAL eru harkaleg. Og þar sem orkuverð ISAL er ekki lengur tengt við álverð þolum við lágt álverð miklu verr en áður,“ segir í bréfinu. Slæm staða í Straumsvík  Forstjóri álversins sendir bréf á alla starfsmenn vegna kjaradeilna  Talsmað- ur verkalýðsfélaganna segir bréfið áróður  Áhrif á sölutekjur sögð harkaleg MForstjóri lýsir slæmri stöðu » 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.