Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 49
 Íslendingar eru góðir í tónlist og skiptir þá engu um sortina  Fersk augu og eyru lukust upp á mánudaginn var TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Síðasta sunnudag fluttum viðfjölskyldan aftur heim til Ís-lands eftir þriggja ára dvöl erlendis. Kvöldið eftir sýndi RÚV rúmlega eins og hálfs tíma tón- leika sem voru teknir upp á Fiski- deginum mikla í Dalvík í fyrra. Ég horfði bergnuminn á og fannst þetta allt saman stórkostlegt. Hér eru ástæðurnar fyrir því. Held ég. Ný sýn Fjarvera frá Íslandi í langan tíma gerir það að verkum að mað- ur sér hluti í nýju ljósi. Þeir verða skýrari, það sem þér fannst einu sinni hallærislegt er allt í einu orð- ið forvitnilegt og fallegt, súkkulaðisnúðurinn í bakaríinu sem þú varst hættur að taka eftir er allt í einu orðinn að exótísku matarfangi. Þú snýrð m.ö.o. aftur ferskur, Íslandsþreytan er á bak og burt og hið jákvæða blasir við fremur en hið neikvæða. Þannig líður mér a.m.k. akkúrat núna. Ég viðurkenni að þegar ég hef komið hingað í stutt stopp hef ég verið uppfullur af neikvæðum straum- um, fundist allt hérna óttalega smáborgaralegt. En ekki núna. Kannski er sjálfsbjargarviðleitnin í yfirgír, úr því að þú ert kominn þá er best að gera gott úr þessu, en það er líka einhver heilnæm sátt sem hefur hellst yfir mig. Og ég leyfi þessu að flæða, tilfinningin er notaleg: Sjá kæru landar, það er ýmislegt gott og gagnlegt við þetta blessaða land. Í þessu hugarfari sat ég fyrir framan skjáinn síðasta mánudags- kvöld og fylgdist með flugeldasýn- ingu Rigg viðburða á Dalvík. Þarna komu þau eitt af öðru; Matti Matt, Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Selma Björns, Heiða og meira að segja Rauðhærði Riddar- inn. Stóreflis hljómsveit lék við hvurn sinn fingur og lög Bee Gees, Glöggt er gests augað (og eyrað) Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Innlifun Íslendingar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að tónlistarviðburðum. Meat Loaf og Elvis Presley ásamt Evróvisjón- og þungarokks- slögurum drundu úr viðtækinu. Ljósasýningin var allsvakaleg, mikið stuð á sviðinu og fyrir fram- an það. Fagmennskan var tilfinn- anleg, fyrirtaks skemmtun og ekki orð um það meir (ókei, bara nokk- ur í viðbót). „Íslenskt“ Aðrir heimilisgestir horfðu á mig í forundran þar sem ég dásamaði viðburðinn. „Mikið er þetta flott ljósasjó, rosalega er myndatakan góð, rosalega syngur hann vel,“ o.s.frv. Það segir mikið um smæð íslenska dægurtónlistar- bransans að ég var málkunnugur öllum uppi á sviðinu, hafandi kynnst þeim á einn eða annan hátt í gegnum störf mín sem tónlistar- blaðamaður þar sem ég hef lofað þau bæði og lastað og alveg ábyggilega verið sanngjarn sem ósanngjarn. Það runnu svona „við Íslendingar getum þetta vel“ straumar um mig og á einum tímapunkti hrópaði ég: „Það er sama hvort við erum í frumsömdu eða tökulagaefni. Íslendingar eru snillingar í þessu öllu!“ Það var líka eitthvað notalegt við það að sjá einn gítarleikarann una sér við sólóspretti vitandi að sami maður fékk afmæliskveðjur frá mér á Fésinu í síðustu viku. Það er eitt- hvað verulega „íslenskt“ við slíkt. Það eru meiri líkur á því en minni að ég hefði fussað og sveiað yfir þessum viðburði fyrir ein- hverjum árum. Og ég átti reyndar í skemmtilegu fésbókarspjalli við nokkra aðstandendurna fyrir stuttu eftir að ég hafði hent frá mér einhverri drulluköku eftir að- eins of marga morgunkaffibolla. Spjall sem fékk mig til að ígrunda þessi mál nokkuð. Sjálfsskoðun Áðurnefnd Íslandsþreyta stýr- ir fyrst og fremst svona drullu- kökukasti, það sé ég eftir þessa nettu sjálfsskoðun. Og já, ég hef líka orðið þreyttur á „skrítnu“ tón- listinni okkar sem fellir sig vel að útflutningi, bara svo það sé á hreinu. Hæfileg útlegð frá landi elds og ísa er hins vegar vel til þess fallin að rétta skekkjubundin viðhorf af, ferskja mann upp og koma hlutum í réttara ljós. Ég er í senn hissa og glaður yfir því að hafa gripið sjálfan mig svona í ból- inu. Góðar stundir. »Ég viðurkenni að þegar ég hef komið hingað ístutt stopp hef ég verið uppfullur af neikvæðum straumum, þótt allt hérna óttalega smáborgaralegt. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Kunstschlager opnar sýninguna Wiolators: Reykjavíkurútgáfan í dag kl. 15 í Kunstschlagerstofu Hafnarhússins. „Alþjóðlegi lista- hópurinn Wiolators var stofnaður árið 2011 í Gerrit Rietveld Aka- demíunni í Amsterdam. Hópurinn hefur tvístrast um alla Evrópu frá útskrift en heldur nú árlega sýn- ingu í einhverju heimalandi með- limanna. Íslenska útgáfan snýst m.a. um að aðeins þrír meðlimir Wiolators komust til Íslands. Þeir eru því í umboði fyrir fjarverandi meðlimi og fá sendar leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að klára send verk,“ segir m.a. í tilkynningu. Leiðsögn Sendar voru leiðbeiningar um hvernig ætti að klára að vinna send verk. Wiolators sýnir hjá Kunstschlager Breski leikarinn Steven Berkoff mun fara með hlutverk Sadd- ams Hussein í nýju leikriti eftir Anthony Horo- witz sem frum- sýnt verður í London í næsta mánuði. Um pólitíska háðsádeilu er að ræða. Berkoff hefur leikið nokkurn fjölda illmenna á löngum ferli sín- um, jafnt á sviði og hvíta tjaldinu. Hann fór m.a. með hlutverk Orlovs hershöfðingja í Octopussy og Pod- ovsky undirofursta í Rambo II, auk þess sem hann fór með hlutverk Adolfs Hitler í sjónvarpsþáttaröð sem gerð var á níunda áratug síð- ustu aldar. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir Berkoff að hann myndi glaður vilja leika alla einræðisherra á 20. öldinni. „Það væri dásamlegt, því að einræðis- herrar eru heillandi manneskjur og það felast mikil forréttindi í því að fá að takast á við svo bitastæð hlut- verk.“ Berkoff leikur Saddam Hussein Steven Berkoff Bandaríski uppistandarinn og grín- istinn Jon Stewart hefur tekið upp sinn síðasta þátt með The Daily Show eftir 16 ár sem þáttastjórn- andi. Margir hafa lýst Stewart sem einum af valdamestu fréttamönn- um eða álitsgjöfum samtímans því að þrátt fyrir að þáttur hans hafi fyrst og fremst snúist um uppistand og grín hefur ádeila hans á vald- hafa náð eyrum ungu kynslóðar- innar. Suður-Afríkumaðurinn og grín- istinn Trevor Noah tekur við af Stewart, en hann hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn á undan- förnum árum. Valið á arftaka Stew- art er áhugavert í ljósi þess að uppi- stand er ekki nema kannski 20 ára gömul listgrein í Suður-Afríku að sögn Noah sjálfs, sem segir uppi- stand ekki hafa verið í náðinni á að- skilnaðartímanum. Jon Stewart kveður eftir 16 ár AFP Kveðjustund Jon Stewart gengur frá myndveri The Daily Show í síðasta sinn sem þáttarstjórnandi.  Síðasti þáttur The Daily Show undir stjórn Jon Stewart var á fimmtudag TRAINWRECK 5, 8, 10:35 FANTASTIC FOUR 8, 10:15 MISSION IMPOSSIBLE 8, 10:35 PIXELS 3D 1:45, 5 SKÓSVEINARNIR 2D 2, 4 MINIONS 2D 6 INSIDE OUT 2D 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2TILBOÐ KL 1:45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.