Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Laufey Jörgens-dóttir er fæddog uppalin í Vestmannaeyjum, yngst fjögurra systkina. Hún flutti til Reykjavíkur til náms en Laufey er við- skiptafræðingur að mennt með áherslu á kerfisfræði frá Háskól- anum í Reykjavík. Hún hefur starfað hjá Advania frá útskrift 2001 eða í bráðum 15 ár, sinnt hinum ýmsu störfum upplýsinga- tækninnar hjá Advania, nú sem viðskiptastjóri. Hún er gift Jónasi Þór Friðrikssyni, sölu- og innkaupastjóra hjá Ísfelli. Þau eiga saman Óskar Dag, 9 ára og Auði Erlu, 6 ára og búa í Grafarvogi þar sem Fjölnishjartað slær, en Laufey er einmitt stjórnarmaður í aðal- stjórn Ungmennafélags- ins Fjölnis. Laufey hefur fjöl- mörg áhugamál og má nefna golf, fótbolta og handbolta og hún er einnig annálaður áhugamaður um söngvaskáldið Stefán Hilmarsson. „Í tilefni afmælisins ákvað ég að klífa hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk, sem ég gerði nú í júní sem og þveraði Eyjafjalla- jökul skömmu áður sem undirbúning. Þá er fastur liður hjá Eyja- pæjunni eins og venjulega að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og afmælis- árið í ár var ekki undanskilið.“ Laufey er sjálf lítið fyrir eigið afmæli og hefur því sjaldan haldið uppá það en í ár verður breyting á. Afmælisdeginum verður fagn- að heima við með fjölskyldu og vinkonum í miklu skvísuafmælisp- artíi og nágrannarnir eru hvattir til að vera búnir undir mikið fjör. Það er aldrei að vita nema maður taki „breik-orminn“ í tilefni dagsins, en nú er fyrri hálfleik lokið og ekkert nema spennandi seinni hálfleikur að hefjast, vonandi verður leiktíminn sem lengst- ur og helst tvíframlengt – því lífið er yndislegt.“ Viðskiptastjórinn Laufey hefur starfað hjá Advania í nær 15 ár. Alltaf jafn gaman á Þjóðhátíð Laufey Jörgensdóttir er 40 ára í dag H alldór Þórðarson fæddist 8. ágúst 1925 að Vitastíg 8 í Reykjavík og flutti þaðan vorið 1929 með foreldrum sínum að Syðri-Brú í Grímsnesi, þar sem þau stunduðu búskap og gestamóttöku til ársins 1941 er þau fluttu að Litluhlíð í Sogamýri. Halldór lærði vélvirkjun/ járnsmíði við Iðnskólann í Reykja- vík og útskrifaðist sem vélvirki 1947 og sem vélstjóri frá rafmagnsdeild Vélskóla Íslands 1951. Hann var vélstjóri hjá Eimskip 1951-3 og réði sig þá sem vélstjóri hjá Rafmagns- veitunni við gangsetningu Írafoss- virkjunar á æskuslóðum sínum við Sogið. Halldór stofnaði vélsmiðjuna Dynjanda árið 1954 ásamt Gunn- laugi Steindórssyni og Birni Ás- mundssyni á Írafossi en seldi þeim sinn hlut í smiðjunni 1961. Þá fór Halldór að vinna hjá heildverslun G. Þorsteinsson og Johnson, og varð síðan bílasali og síðar sölu- stjóri bíla hjá Agli Vilhjálmssyni hf., við Hlemm, þar sem hann var í 15 ár. Frá Agli fór Halldór til Kidda bakara vinar síns, fyrst í K. Al- bertsson, sem var heildverslun sem flutti inn efni fyrir bakarí, og svo hjá Brauði hf. og Myllunni í Skeif- unni. Þarna var Halldór í 22 ár og hætti 75 ára árið 2000 eftir hjarta- skurð sem hann fór í það ár. Halldór gekk í Oddfellow-regluna 1954 í stúkuna Ingólf nr. 1 og svo stúkuna Þormóð goða nr. 9 við stofnun hennar og er þar enn. Hann var yfirmeistari í Þormóði goða í tvö ár og var gerður heiðursfélagi árið 2004. Félagi nr. 2 í Stanga- veiðifélaginu Halldór lærði ungur að renna fyrir fisk á Syðri-Brú. Hann gekk í Stangaveiðifélag Reykjavíkur árið 1944 og er þar enn, félagsmaður nr. 2. Hann var í stjórn félagsins og ár- nefndum um árabil og hefur hlotið gullmerki félagsins og er heiðurs- félagi. Hann er einnig heiðursfélagi í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur. Halldór var einn af stofnendum badmintondeildar KR og sat í fyrstu stjórn deildarinnar. Stangaveiði og skotveiði hafa átt stóran þátt í lífi Halldórs frá blautu barnsbeini, ekki aðeins sem veiði- manns heldur einnig sem leiðsögu- manns og leiðbeinanda. Hefur hann kennt fjölmörgum „tökin á tækninni“ við stangveiðar og er þar jafnvígur á flest veiðarfæri. Bæði erlendir og innlendir stangveiði- menn hafa átt hann sem hauk í horni, ekki síst fjölskylda og vinir. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Ingibjörg Þórólfsdóttir, 25.7. 1927, d. 9.11. 2005, húsmóðir og ritari. Foreldrar hennar: Þórólfur Guðjónsson bóndi í Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi, Dal., f. 21.8. 1892 d. 2.8. 1965 og Halldór Þórðarson vélstjóri – 90 ára Fjölskyldan Halldór og Ingibjörg á góðri stundu með börnum sínum Auðbjörgu, Ágústu, Þórólfi og Guðmundi. Lærði ungur að veiða Hjónin Áslaug Pálsdóttir og Brynjólfur Gíslason í Borgarnesi (t.h.) og Guð- laug Pálsdóttir og Vig- fús Guðmundsson í Garðabæ áttu gullbrúð- kaup í gær, 7. ágúst. Þau voru gefin saman í Reyniskirkju í Mýrdal. Árnað heilla Gullbrúðkaup Garðabær Mikael Ragnarsson fæddist 8. ágúst 2014. Hann vó 4.950 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru María Gomez og Ragnar Már Reynisson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR LÍKA FYRIR DÖMURNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.