Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki hefur farið framhjánokkrum manni aðmiklar breytingar hafaorðið á veðurfarinu milli áranna 2014 og 2015. Í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings á vef Veðurstof- unnar segir svo meðal annars: „Fyrstu sjö mánuðir ársins 2015 hafa verið venju fremur kaldir, sérstaklega suðvestanlands.“ Á sama tíma í fyrra sagði Trausti hins vegar: „Fyrstu sjö mánuðir ársins 2014 hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins þrisvar verið hlýrri í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1871.“ „Það er rétt – árin hafa verið mjög ólík – sérlega eindregin austanátt var ríkjandi í janúar og febrúar 2014 – síðan skipti um, aðallega í suðlægar áttir. Í vetur voru hins vegar vestlægar áttir ríkjandi og skipti um í kringum sumardaginn fyrsta – síðan þá hafa norðlægar áttir verið ríkjandi. Þessi áttaskipan hefur ráðið mestu um veðurlagið – hvað svo sem veldur því að svona hagar til með hana er erfiðari spurning,“ segir Trausti aðspurður. Viðsnúningur skoðaður Þessi viðsnúningur hefur gef- ið Trausta tilefni til að líta á veðurlagið í lengra samhengi og verður fróðlegt að sjá niðurstöður þeirrar athugunar. Enda velta margir fyrir sér hvað valdi þess- um umsnúningi í veðrinu milli ára. Fram kemur í yfirliti Trausta fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs að meðalhiti í Reykjavík og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hafi verið undir meðalhita áranna 1961 til 1990, -0,3 stig á fyrrnefnda staðnum en -0,6 stig á þeim síðar- nefnda. Öllu hlýrra hefur verið í öðrum landshlutum, en síðustu þrír mánuðir hafa þó jafnað stöðu landshlutanna frá því sem var fyrr á árinu. Á Akureyri er meðalhiti mánaðanna sjö 0,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, 0,3 stigum ofan við í Stykkishólmi og 0,2 stigum yfir meðallagi á Teigar- horni. Úrkoma er í rétt rúmu meðal- lagi áranna 1961 til 1990 í Reykja- vík en er í meðallagi á Akureyri. Sólskinsstundir hafa verið 174 um- fram meðallag áranna 1961 til 1990 í Reykjavík en 152 stundum undir meðallagi á Akureyri. Sól- skinsstundir fyrstu sjö mánuði ársins 2012 voru fleiri en nú í Reykjavík, en á Akureyri þarf að fara allt aftur til ársins 1983 til að finna færri sólskinsstundir fyrstu sjö mánuði ársins heldur en nú. „Fyrstu sjö mánuðir ársins 2014 hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins þrisvar verið hlýrri í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Það var 1964, 1929 og 2003. Á Akureyri hafa fyrstu sjö mánuðir ársins aldrei mælst hlýrri en nú, en jafnhlýir 1964,“ sagði í yfirliti Trausta fyrir fyrra hluta ársins 2014. Á Akureyri hafði úrkoma að- eins einu sinni áður mælst meiri fyrstu sjö mánuði ársins heldur en nú. Það var 1989. Úrkoman var um 60 prósent umfram meðallag og hafði þá þegar náð 85 prósent- um meðalársúrkomu. Í Reykjavík var sérlega þurrt í janúar og febrúar 2014 og úr- koma var nærri meðallagi í apríl og maí. Aftur á móti var úrkoma langt yfir meðallagi í mars, júní og júlí. Summa fyrstu sjö mánað- anna var um 15 prósentum um- fram meðallag áranna 1961 til 1990. Hitinn í ár og í fyrra eins og svart og hvítt Ljósmynd/Gísli Rafn Jónsson Kalt sumar Mikil snjóalög hafa verið til vandræða á hálendinu í sumar. Síðasti spölurinn að bílaplaninu við Öskju var ruddur í síðustu viku júlí. 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íbænum Ciszreí Tyrklandiríkir stríðs- ástand á hverjum degi. Þegar lög- reglan birtist fara hópar ungmenna í vígaham. Ungmennin henda Molotov- kokteilum. Lögreglan svarar með byssuskotum. Þannig hef- ur ástandið verið frá því að 32 létust í sprengingu í bænum Suruc 20. júlí. Fórnarlömbin voru ungir tyrkneskir Kúrdar sem voru að skipuleggja að- stoð við íbúa í bænum Kobane, rétt handan við landamærin að Sýrlandi. Tyrknesk stjórnvöld sökuðu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams um ódæðið. Kúrd- ar halda því hins vegar margir fram að tyrknesk stjórnvöld standi með vígamönnum Ríkis íslams vegna þess að þau vilji ekki að Kúrdum í Sýrlandi vaxi ásmegin. Þeir gagnrýna tyrknesk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að styðja Kúrda, sem hafa átt undir högg að sækja í Kobane, við að hrinda sóknum Ríkis íslams á bak aftur. Í Ciszre búa um 100 þúsund manns. Íbúarnir eru flestir Kúrdar en í lögreglunni eru Tyrkir. Unga fólkið sem berst við lögregluna er í ung- liðahreyfingu verkamanna- flokks Kúrda, PKK, sem tyrk- nesk stjórnvöld hafa bannað og skilgreina sem hryðju- verkasamtök. Flokkurinn vill aðskilnað Kúrdahéraða lands- ins við Tyrkland. Ástandinu í bænum hefur verið líkt við rósturnar í Tyrklandi sem stóðu hvað hæst á áttunda og níunda áratugnum og það er ekki bara bundið við Ciszre. Um 30 manns hafa fallið í árás- um Kúrda í Tyrklandi frá því að árásin var gerð í Suruc. Á þremur áratugum létu 40 þús- und manns lífið í átökum PKK og tyrkneska ríkisins. 2013 hófst friðarferli en það er brot- hætt og er nú í bráðri hættu. Tyrkir hafa verið gagn- rýndir fyrir að halda sig til hlés í átökunum við Ríki ísl- ams. Í upphafi sumars hófu þeir að handtaka fjölda grun- aðra liðsmenn hryðjuverka- samtakanna. Nú hafa þeir einnig snúið við blaðinu og leyft Bandaríkjamönnum að nota flugvelli í Tyrklandi til þess að gera loftárásir á víga- sveitir Ríkis íslams. Tyrkir hafa einnig hafið loftárásir á Ríki íslams eftir sprengju- tilræðið í Suruc, en þeir hafa einnig ráðist úr lofti gegn sveitum PKK í Írak og Sýr- landi. Tyrkir eru þar að ráðast að bandamönnum Bandaríkja- manna, bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu, í bar- áttunni gegn Ríki íslams. Forustuflokkur Kúrda í Sýrlandi, YPG, er afleggjari frá PKK. Liðs- menn tyrkneska Kúrdaflokks- ins láta margir fyrirberast í Sýrlandi og taka þátt í átök- unum þar. Tyrkir eru að reyna að fóta sig í flókinni stöðu. Flokkur Receps Tayyips Er- dogan forsætisráðherra missti meirihluta sinn í kosningum í júní. Hann missti meðal ann- ars fylgi til HDP, flokks þar sem Kúrdar eru með undir- tökin og kalla mætti Lýðræð- isflokk alþýðunnar. HDP komst yfir 10% fylgisþröskuld- inn sem þarf að ná til að koma að mönnum á þing. Liðsmenn flokksins saka Erdogan um að hafa í hyggju að efna brátt til kosninga að nýju og hann reyni að ósekju að spyrða HDP við óhæfuverk liðsmanna PKK til að fæla frá honum fylgið og endurheimta yf- irburði sína í tyrkneskum stjórnmálum. Oft er talað um Kúrda sem eina heild en það er mikil ein- földun. Talið er að þeir séu allt að 30 milljónir. Þeir eru fjöl- mennir á svæði sem liggur í suðausturhluta Tyrklands, vesturhluta Írans og norður- hluta Íraks og Sýrlands. Sam- félag Kúrda í Írak hefur að miklu leyti tekið á sig mynd ríkis. Ekki er þó þar með sagt að það sé upphafið að ríki allra Kúrda. Massud Barzani, for- seti Kúrda í Írak, hefur verið hálfvolgur í stuðningi sínum við PKK. Þegar Tyrkir hófu árásir á PKK í Írak báðu tals- menn Barzanis uppreisnar- menn PKK um að hypja sig. Það mælist ekki vel fyrir að Barzani snúi baki við PKK, sem nýtur stuðnings Kúrda, en hann þarf líka að hafa í huga hversu háðir Kúrdar í Írak eru Tyrkjum um öll við- skipti, sérstaklega með olíu. Kúrdar mega alls ekki við að Tyrkir þrengi að þeim í þeim efnum. Átökin í Mið-Austurlöndum hafa valdið miklu uppnámi. Flóttamenn vegna stríðsins í Sýrlandi og sóknar hryðju- verkasamtakanna Ríki íslams í Írak nema milljónum. Í Sýr- landi hafa milljónir manna misst heimili sín og eru á ver- gangi. Viðbrögð við þessum vanda hafa verið mjög ófull- nægjandi. Nú eru viðsjár mikl- ar í Tyrklandi og staðan þar svo flókin að útilokað er að segja til um hvernig mál muni þróast. Þó er ljóst að beita þarf öllum ráðum til að koma í veg fyrir að í Tyrklandi brjótist út borgarastyrjöld. Nóg er samt. Bandamenn ráðast á bandamenn banda- manna sinna} Viðsjár í Tyrklandi É g vil frekar geta keypt mér betri ost heldur en að útsvar myndi lækka um tvö prósentustig,“ sagði vinur minn þegar við sátum og borðuðum á einum af nýju veitingastöðunum sem hafa sprottið upp í gömlu verbúðunum. Viku áður stóðum við og mörg þúsund drusl- ur saman í miðborg Reykjavíkur. Sennilega tugir þúsunda, því druslugangan náði á tímabili frá Skólavörðustíg að Austurvelli. Í dag munu langtum fleiri, jafnvel 100.000 sálir, taka þátt í eða fylgjast með gleðigöngunni fikra sig frá BSÍ að Arnarhóli. Þetta er þátttaka í pólitík. Stjórnmál hafa á undanförnum árum og áratugum þróast frá því að einskorðast við landsfundi og héraðsþing yfir í fjölda- þátttöku sem erfitt er að henda reiður á. Engan hefði grunað fyrr en af því var þegar #freethenipple-byltingin sprakk út aðfaranótt 26. mars. Þetta hefði seint gerst í skipulögðu flokksstarfi stjórnmálaflokka og hefði enn síð- ur sprottið út úr grárri kerfiskallanefnd á vegum borg- arinnar eins og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi benti á. Þetta kom beint frá hjartanu, beint frá fólkinu. Ungt fólk er reglulega sakað um að vera langtum síðra en sú kynslóð sem á undan kom. Þannig hefur það verið síðan í fornöld, allt frá því fyrstu skriflegu heimildum. Samt sem áður virðist eins og okkur fari alltaf fram. Ungt fólk er í dag þessu til viðbótar sakað um að hafa ekki áhuga á stjórnmálum. Þetta er bara að litlu leyti rétt. Flestt ungt fólk, og ég held reyndar flestt fólk, er þreytt á búningnum sem alþingisleikritið er fært ár hvert. Annar þáttur endar alltaf á snarpri umræðu undir jól um einhverjar nokk- ur hundruð milljónir af mörg hundruð millj- arða fjárlagafrumvarpi. Allt breytist en allt helst óbreytt. Formúlan haggast ekki. Hægri- maður mun leggja til frumvarp um afnám á [setjið inn bann að eigin vali] og vinstrimaður mun leggjast gegn því af [setjið inn ástæður að eigin vali]. Ungt fólk hefur takmarkaðan áhuga á þessu. Það lætur sig hins vegar ekki vanta þeg- ar það upplifir að brotið sé á einhverjum, hvort sem það er vegna kynhneigðar, litarháttar, litningafjölda eða fleiri þátta sem fólk hefur hvorki stjórn á né skiptir í stóra samhenginu nokkru máli. Ungt fólk hefur því gríðarlegan áhuga á stjórnmálum. Við viljum öll hafa áhrif á nærumhverfi okkar, en viljum ekki láta draga okkur í dilka. Þegar vel er gáð kemur nefnilega oft í ljós að ungt fólk sem lætur sig samfélagsmál varða á oft meira sameiginlegt hvert með öðru, þrátt fyrir að að- hyllast ólíkar hefðbundnar stjórnmálaskoðanir, eins og skatta og ESB, heldur en það á með eldri kynslóðum sem þó hafa sömu skoðun og það á bæði sköttum og ESB. Von- andi verður þetta kynslóðin sem tekst að snúa samfélaginu þannig að uppnefni eins og „hommi“, „drusla“, „faggi“, „þrolli“ verða ekki til að lítillækka þann sem er kallaður þeim, heldur þann sem þau kallar. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Hvað ungur nemur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Það bar til tíðinda í nýliðnum júlímánuði að hlýjast var á höfuðborgarsvæðinu að tiltölu, sem ekki gerist oft. Þá var og hlýtt sums staðar á sunnan- verðum Vestfjörðum. Sér- staklega kalt var í efstu byggð- um norðaustan- og austanlands, að tiltölu kaldast í Möðrudal þar sem hiti var -4,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta er viðsnúningur frá júlí í fyrra, þegar mánuðurinn var hlýjastur fyrir norðan og aust- an. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði í júlí í fyrra, 12,8 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,6 stig. Í nýliðnum júlí var meðalhiti hæstur á Reykjavíkurflugvelli, 11,4 stig, en lægstur á Gagn- heiði við Egilsstaði, 1,6 stig (949 m y.s.). Þetta er lægsti meðalhiti sem vitað er um í júlí hér á landi. Lægstur var meðal- hiti í byggð í Möðrudal, 5,9 stig. Hlýjast í höf- uðborginni SVIPTINGAR MILLI ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.