Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 SÓFADÖGUMLÝKURUMHELGINA * afsláttur gildir af öllumsófumnemamerktum”EverydayLowPrice” SPARAÐU 75.000 kr. Kingston-sófi Nú224.900kr. 25% afsláttur af öllum sófum* 2½sætameð legubekk. Grátt áklæði. L 271 cmxD161 cm. 299.900 kr. Nú 224.900 kr. Kingston-sófi Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknir skulu staðfestar með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef einhverjir eru. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember n.k. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þeir eru allnokkrir stuðningsmenn ensku liðanna sem beðið hafa með eftirvæntingu eftir því að dagurinn í dag rynni upp þegar 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst. Á hádegi tekur Manchester United á móti Tottenham. Morgunblaðið tók hús hjá þremur veitingahúsum sem sýna fótboltann á skjám, eða fót- boltapöbbum eins og þeir eru nefnd- ir í daglegu tali, Ölveri, Spot og Rauða ljóninu. Starfsmennirnir sem rætt var við eru allir sammála um að eftirvænting sé mikil og segja þeir marga bíða óþreyjufulla eftir því að tímabilið hefjist. Er það þrátt fyrir að lokaumferð síðasta tímabils hafi farið fram fyrir einungis um tveimur og hálfum mánuði. Leedsarar duglegir að mæta Magnús Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri á Ölveri í Glæsibæ, segir að 400-500 manns mæti þegar stærstu leikirnir fara fram hjá Manchester United og Liv- erpool. Að auki er staðurinn „heima- bar“ fyrir aðdáendur Leeds, West Ham, Tottenham, Everton, Arsenal og Chelsea. Spurður hvað heimabar sé þá segir hann það þann bar sem stuðningsmannaklúbbar liðanna mælast til að stuðningsmenn mæti á þegar leikur fer fram. Að sögn hans mæta langflestir þegar Liverpool og Manchester United spila, auk þess sem margir mæti þegar Arsenal leikur. Þá mæti einnig margir þegar Tottenham, Everton og Leeds spila. „Það er svo- lítið gaman af Leedsurunum því lið- inu hefur ekkert gengið sérstaklega vel undanfarin ár og verið í neðri deildum, en það mæta oft 50-60 manns, og eru alltaf glaðir,“ segir Magnús. 250 lítrar af bjór yfir leik Hann segir að fjöldinn sem komi hafi farið vaxandi ár frá ári og hópurinn sem mætir sé þverskurður samfélagsins. Að sögn hans má gera ráð fyrir að fólk kaupi að meðaltali einn bjór á mann sem umreiknast í 200-250 lítra þegar fullt hús er. „En þegar landsleikur er í gangi þá gæti ég trúað því að nærri 1.000 manns komi nærri húsinu. Þó ekki séu allir inni í einu þá má segja að hálfgert partí sé umhverfis Glæsibæ,“ segir Magnús. Árni Björnsson, starfsmaður Spot í Kópavogi, segir að stuðnings- mannaklúbbar Manchester United og Liverpool venji komur sínar á veitingastaðinn. Hann segir að 400- 600 manns mæti á toppleikina. „Hins vegar er svolítið annað þegar Chelsea og Manchester City eru að spila, sem voru tvö efstu liðin í fyrra, og 20 manns mæta,“ segir Árni sem samsinnir blaðamanni um það að peningar kaupi ekki hollustu þó þeir laði leikmenn til liðanna. Liverpool-menn einu stuðn- ingsmennirnir sem syngja „Það er alltaf gaman á góðum leikjum og mikil stemning. Liver- pool-mennirnir eru þeir einu sem syngja og taka reglulega You never walk alone,“ segir Árni. Hann segir að sjaldnast séu svokölluð fyllirí tengd þessari menningu. Áhorf- endur láta sér yfirleitt nægja að horfa á leikina áður en þeir fara heim. Hann segir að mýtan um að eingöngu piparsveinar horfi á leik- ina á börunum sé ósönn. „Einn og einn er þannig að ekkert kemst að í kollinum á honum annað en Liver- pool eða Manchester United, en svo eru flestir ósköp venjulegt fólk sem horfir á leikinn, jafnvel með börnin og konuna með sér,“ segir Árni. Þúsundir á börum landsins Fjöldi minni veitingastaða hef- ur tekið upp á því að sýna íþrótta- kappleiki á stöðum sínum og gera má ráð fyrir því að fleiri hundruð manns, jafnvel þúsundir, utan þeirra sem mæta á þessa tvo stærstu, horfi á stærstu leikina á börum landsins. Þá eru ótaldir þeir sem horfa á leik- ina heima fyrir. Rauða ljónið í Vest- urbæ hefur pláss fyrir um 150 gesti að sögn Hafsteins Egilssonar, eig- anda staðarins. Hann segir vinalega stemningu fylgja enska boltanum og gjarnan sé fullt út úr dyrum þegar leikir toppliðanna fara fram. „Menn eru farnir að telja niður og kýtast um það hverjir verða meistarar,“ segir Hafsteinn. Hann segir algengt að stuðningsmenn bauni góðlátlega hvor á annan þegar liðin þeirra leika. „Svo tekur maður alltaf af- stöðu með liðinu sem fáir halda með. Ég held með United sjálfur, en segj- um að Liverpool og Everton séu að spila, þá held ég alltaf með Ever- ton,“ segir Hafsteinn. Grýtti glasi í vegginn Hann segir að það hafi aldrei gerst að mönnum hafi lent saman í kjölfar gríns á kostnað hins liðsins. „En það var einn sem brjálaðist þeg- ar lið hans fékk mark á sig og kast- aði glasi í vegginn. Hann áttaði sig strax á því hvað hann hafði gert og baðst afsökunar. Ég henti honum ekkert út, þetta var augnabliksbrjál- aði hjá fastakúnna. Liðið fékk ósanngjarnt mark á sig og í ein- hverju kasti lét hann glasið vaða. Menn verða stundum æstir,“ segir Hafsteinn og hlær. Þúsundir fylla fót- boltapöbba landsins AFP Enski boltinn rúllar Gylfi Sigurðsson verður á sínum stað í Sweansea sem spilar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.  400-600 manns á bar þegar stærstu leikirnir fara fram Morgunblaðið/Árni Sæberg Stemning Mikil stemning getur myndast þegar knattspyrnuleikir eru í gangi. Dæmi eru um að um þúsund manns séu í Glæsibæ fyrir landsleiki. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hulda A. Arnljótsdóttir, talsmaður íbúa við Klettaskóla í Suðurhlíða- hverfi, er ósammála ummælum Ein- ars H. Jónssonar, verkefnisstjóra framkvæmda við skólann, í Morgun- blaðinu í gær. Í máli hans kom fram að engar reglur hefðu verið brotnar við framkvæmdir vegna viðbygging- ar við skólann. Tók hann m.a. fram að framkvæmdum hefði verið seinkað enda kæmi það sér betur fyrir um- hverfið að sprengja meira á styttri tíma. „Í staðinn fyrir að sprengja einu sinni á dag hafa þeir sprengt hátt í fimm sinnum á dag,“ segir Hulda, en íbúarnir fengu vilyrði frá borginni fyrir því á kynningarfundi í vor að ekki yrði sprengt oftar en einu sinni á dag. Að sögn Huldu var ekki haft samráð við íbúana um að sprenging- um yrði fjölgað og verktíminn stytt- ur, en í upphafi til stóð að hefja fram- kvæmdir í byrjun sumars. Hulda segir rangt að engar reglur hafi verið brotnar við framkvæmdirn- ar. Í reglugerð um sprengiefni komi skýrlega fram í 2. mgr. 38. gr. að íbú- ar í nágrenninu sem ætla megi að verði fyrir ónæði af sprengingum skuli fá viðvörun þess efnis. Hulda segir framkvæmdaraðila ítrekað hafa brotið þessa reglu. Aðrar leiðir við jarðvinnuna Að sögn Einars eru hagsmunir íbúa í nágrenninu teknir til greina við vinnuna við Klettaskóla og tók hann fram að sprengingar yllu minna ónæði fyrir íbúana en önnur fær leið við grunnvinnu, fleygun. Hulda er ósammála þessari full- yrðingu og bendir á að slík sé nálægð- in við húsin að skemmdir séu þegar komnar fram. „Fleygun fylgir vissu- lega ofboðslegur hávaði. Þó fylgja því alltaf ákveðnir áhættuþættir að sprengja og skemmdir koma oft fram síðar. Auk steypuskemmda geta komið fram skemmdir í lögnum í jörðu, vatnsbúskapur lóða getur breyst og gluggaeinangrun getur far- ið úr skorðum,“ segir hún. Eins og áður hefur komið fram hafa íbúarnir farið fram á stöðvun framkvæmdanna, en málið er til af- greiðslu hjá úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála og hlýtur af- greiðslu á næstu vikum. Íbúarnir ósáttir við borgina  Segja borgaryfirvöld brjóta reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.