Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 „Sú stefna að halda mjólkurverði lágu dregur úr framlegð í mjólkur- framleiðslu, sem er í raun mesta hindrunin fyrir aðkomu nýrra aðila á markað,“ segir Helgi Rafn Gunn- arsson, framkvæmdastjóri mjólk- urvinnslunnar Bíóbú, aðspurður um þau ummæli forstjóra MS að að- stæður fyrir lítil fyrirtæki sem vilji framleiða úr mjólk hafi batnað verulega undanfarið. Framlegðin er minnst í fram- leiðslu á þeim vörum þar sem verð er ákveðið af verðlagsnefnd, til dæmis léttmjólk, rjóma og smjöri. Vörur sem eru ekki undir verðlags- nefnd gefa betri afkomu. „Það er ástæða þess að ný fyrirtæki fara ekki í framleiðslu á vörunum sem eru með ákveðið verð, heldur öðr- um eins og til dæmis mygluosti eða jógúrt,“ segir Helgi Rafn. Rekstraraðstæður skýrari „Þegar heildsöluverð á hrámjólk frá framleiðanda var ákveðið af verðlagsnefnd í mars í fyrra þá urðu rekstraraðstæður skýrari,“ segir Hálfdán Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Örnu, mjólkurvinnsl- unnar í Bolungarvík. Hann segir aftur á móti margt við hækkun heildsöluverðs á mjólk vera undarlegt, en 1. ágúst síðast- liðinn var heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkað. Ólafur Friðriksson, formaður verðlags- nefndar, sagði það vera vegna launahækkana og hærra raforku- verðs en Hálfdán segir líta úr fyrir að ekki hafi verið litið á kostnaðar- liði sem hafi lækkað. „Á sama tíma hafa ýmsir kostnaðarliðir MS dreg- ist saman, t.d. hefur olíuverð farið lækkandi og krónan styrkst gagn- vart evrunni, á meðan hluti launa af kostnaði er aðeins 15%,“ segir Hálf- dán. sigurdurt@mbl.is Lítil arðsemi mjólkur er helsta hindrunin  Forsendur til reksturs mjólkur- búa hafa skýrst Morgunblaðið/Styrmir Kári Mjólk Forsvarsmaður Örnu segir hækkun heildsöluverðs undarlega. Það sem af er ári hefur Seðlabanki Íslands keypt 816 milljónir evra á millibankamarkaði inn í gjaldeyr- isforða sinn, eða sem jafngildir lið- lega 120 milljörðum króna á núver- andi gengi. Kaup bankans í síðasta mánuði voru þau mestu frá upphafi þegar bankinn keypti 265 milljónir evra á millibankamarkaði, að því er fram kemur í umfjöllun í Morg- unkorni Íslandsbanka. Á tveimur mánuðum í júní og júlí keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir sam- tals 466 milljónir evra en til sam- anburðar námu kaup bankans frá janúar til júní í fyrra alls 340 millj- ónum evra. Þrátt fyrir kaupin hefur gengi krónunnar styrkst lítillega, sem endurspeglar mikið hreint gjaldeyr- isinnflæði til Íslands á tímabilinu. Mikill vöxtur í ferðaþjónustu skýrir hluta innflæðisins en Íslandsbanki bendir á að fleira komi til, meðal annars fjárfestingarverkefni í iðn- aði og sala innlendra fyrirtækja fyrir gjaldeyri, auk verðbréfafjár- festinga erlendra aðila. Að mati Ís- landsbanka er útlit fyrir áframhald- andi innflæði gjaldeyris og að Seðlabankinn haldi áfram að kaupa talsverðan gjaldeyri inn í gjaldeyr- isforðann út þetta ár. Tvöföldun hreins forða Í lok júní var gjaldeyrisforði Seðlabankans 605 milljarðar króna. Vegna kaupa ríkissjóðs á eigin skuldabréfum fyrr í vikunni, og greint var frá í ViðskiptaMoggan- um á fimmtudaginn, telur Íslands- banki líklegt að gjaldeyrisforðinn sé heldur minni nú, þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup í júlí. Samkvæmt tölum Seðlabankans var hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. gjaldeyriseignir að frádregnum skuldum í gjaldeyri, 119 milljarðar króna í lok júní. Hann hafði þá rúmlega tvöfaldast frá áramótum en þá nam hann 47 milljörðum króna. Seðlabankinn aldrei keypt meiri gjaldeyri  Í júní og júlí keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir tæplega 70 milljarða Gjaldeyriskaup Seðlabankans og hreinn gjaldeysiforði (ma.kr.) Heimild: Seðlabanki Íslands Júl. ´15Apr. ´15Jan. ´15Okt. ´14Júl. ´14Apr. ´14Jan. ´14 120 100 80 60 40 20 0 -20 -40 Gjaldeyriskaup nettó Hreinn gjaldeyrisforði Margar tillögur eru af veitingum á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að panta einstaka rétti eða eftir óskum. Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is Veitingar í erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahús. Skútan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.