Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Kaupauki Gjafapoki fylgirvið kaup á tveimur bollum Björt, litaglöð lína fyrir kaffielskendur ESPRESSO bollalínan • Postulínsbollar 100 ml • Uppþvottavéla- og örbylgjuvænir • Einfaldir og þægilegir Fæst í stærri Hagkaups verslunum www.danco.is Heildsöludreifing Gimli. AFP. | Þeir berjast með sverð- um og öxum, bera skildi fyrir sig og reka upp stríðsöskur í orrustum sem settar eru upp á víkingasýningu í tengslum við Íslendingahátíðina í Gimli í Manitoba. Hátíðin á sér langa sögu, allt frá 1874, og hefur verið haldin í Gimli frá 1932. Hátíðin stendur í fjóra daga í ágúst ár hvert og allt að 70.000 manns taka þátt í henni. Víkingahátíðin hefst á því að blás- ið er í lúður í eftirlíkingu af vík- ingaþorpi. „Allir sem taka þátt í orrustunum þurfa að mæta á æfing- ar fyrir hátíðina,“ sagði Warren Cummins, formaður víkingafélags sem skipulagði orrusturnar og víkingaþorpið. „Þetta er blanda af fræðslu og skemmtun til að kveða niður ranghugmyndir um menningu víkinga.“ Mikilvægt að tengslin við Ísland glatist ekki Víkingaþorpið er við styttu af vík- ingi sem Ásgeir Ásgeirsson, þáver- andi forseti Íslands, afhjúpaði 1967. Biskup Íslands, Agnes Sigurðar- dóttir, var heiðursgestur Íslendinga- hátíðarinnar í ár, en í fyrra var Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra heiðursgestur. „Markmiðið með hátíðinni er að deila íslenskri menningu og arfleifð með Manitoba-búum, Kanadamönn- um og fólki úr öllum heimsálfum,“ sagði Kathi Thorarinson Neal, sem á sæti í Íslendingadagsnefndinni sem skipuleggur Íslendingahátíðina ár hvert. Brú milli kynslóða „Það er mjög mikilvægt fyrir mig og aðra sem eru af þriðju eða fjórðu kynslóð Vestur-Íslendinga að tengslin við heimalandið glatist ekki,“ sagði Robbie Russo, sem fékk nokkra íslenska tónlistarmenn til að koma fram á hátíðinni og tekur við formennsku í Íslendingadagsnefnd- inni. „Listin er frábær brú til að gera kynslóðunum kleift að tengj- ast.“ Fræðsla og skemmtun á víkingahátíð  Fjölmennt á Íslendingahátíð í Gimli AFP Vinsæll kappi Stór stytta af víkingi vakti mikla athygli á hátíðinni. AFP Brú milli kynslóða Unga fólkið fékk tækifæri til að skoða fatnað og áhöld víkinga á árlegu hátíðinni í Gimli. AFP Völundur Hagleiksmaður sýnir verkfæri og fleiri muni. AFP Ekki bara vígamenn Vefarar voru á meðal sýnenda á víkingahátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.