Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 ✝ Guðrún Ingi-björg Svan- bergsdóttir fæddist 17. ágúst 1927 á Hrafnsstöðum ofan Akureyrar. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð, Akureyri þann 25. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Guð- rúnar voru þau Aðalheiður Jóns- dóttir, f. 22. september 1893, d. 1. febrúar 1983, og Svanberg Sigurgeirsson, f. 14. júní 1887, d. 11. júní 1961. Albróðir Guðrúnar var Hörður, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012. Einnig átti hún sjö hálfsystkini samfeðra; Sigurður Björgvin, f. 1920, Fann- ey Soffía, f. 1922, Laufey, f. 1923, Sigurgeir, f. 1924, Sumarliði, f. 1925, Héðinn, f. 1933, og Regína, f. 1935. Þau eru öll látin. Guðrún giftist Ólafi Gíslasyni frá Sauðárkróki, f. 18. mars 1916, d. 22. febrúar 1999. For- eldrar Ólafs voru Jakobína Guð- rún Þorleifsdóttir, f. 29. júní 1890, d. 29. maí 1968, og Gísli Ólafsson, f. 2. janúar 1885, d. 14. 3) Hörður Gunnar, f. 1953, maki: Margrét Sigurðardóttir, f. 1954. Þeirra börn; a) Guðrún Helga, f. 1972, maki: Stefán Þór- arinsson, f. 1971. Þeirra dóttir: Íris Marín, f. 2007. Fyrir á Guð- rún dæturnar Rebekku Ýri, f. 1992, og Sunnevu Eir, f. 1996. b) Ólafur Heiðar, f. 1978, maki: Hrefna Ásmundsdóttir, f. 1984, þeirra börn; Natan Örn, f. 2011, og Stefanía Sunna, f. 2014. c) Elva Hlín, f. 1986, maki: Kristinn Björgvinsson, f. 1980. Þeirra börn; Dagný Katla, f. 2006, og Hólmar Darri, f. 2008, d) Karen Harpa, f. 1993. Guðrún ólst upp á Akureyri á heimili móður sinnar. Á Akur- eyri kynntist hún mannsefni sínu, Ólafi, sem starfaði þar sem bifreiðastjóri. Þar bjuggu þau fyrstu árin þar til þau fluttu til Sauðárkróks árið 1948 og stofn- uðu þar framtíðarheimili sitt á Skagfirðingabraut 33. Guðrún starfaði við fiskvinnslu og á prjónastofu ásamt heimilis- störfum og uppeldi sona þeirra hjóna en árið 1967 festi hún kaup á Húsgagnaverslun Sauðárkróks sem hún rak til ársins 1996. Árið 2005 flutti Guðrún til Akureyrar það sem hún eyddi síðustu æviár- unum. Útför Guðrúnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 8. ágúst 2015, og hefst athöfnin kl. 11. janúar 1967. Börn Guðrúnar og Ólafs eru: 1) Gísli, f. 1946, maki: Ingibjörg Jónasdóttir, f. 1950, þeirra börn; a) Lilja, f. 1971, í sambúð með Sigurði Ara Tryggvasyni, f. 1968, þeirra dóttir: Jóhanna Kristín, f. 2001, b) Aðalheiður, f. 1974, hennar maki: Guðmund- ur Örvar Bergþórsson, f. 1970, þeirra börn; Ingibjörg Ósk, f. 1999, og Tómas Blær, f. 2002, og c) Ólafur, f. 1981. 2) Óli, f. 1949, maki: Sesselja Einarsdóttir, f. 1952, þeirra börn: a) Linda Björk, f. 1971, maki: Heimir Kristinsson, f. 1968, þeirra dóttir: Kamilla Ósk, f. 1995, b) Birgir Rafn, f. 1975, í sambúð með Hildigunni Rut Jónsdóttur, f. 1978. Þeirra börn; Sara María, f. 2001, og Jón Óli, f. 2005, c) Helga Hrönn, f. 1985, í sambúð með Vilhjálmi Inga Sig- urðarsyni, f. 1980. Þeirra dóttir er Ellý, f. 2012, en fyrir á Helga Hrönn soninn Þorstein, f. 2007. Í dag kveðjum við yndislega móður og tengdamóður. Einnig var hún einn besti vinur sem hægt var að hugsa sér. Hún var glaðvær og hreinskiptin og aldrei féll skuggi á samband hennar við okkur og börnin okkar. Sam- skipti okkar voru nær dagleg og heimsóknir barna okkar til ömmu og afa á Skaffó voru tíðar og vin- sælar því að amma átti alltaf eitt- hvert góðgæti og hafði alltaf tíma fyrir spjall við ungar sálir. Guð- rún var afar tónelsk og átti hljóð- færi til að spila á, bæði gítar og píanó. En hún vildi læra meira og fór því í einkatíma bæði í píanó- leik og gítarleik. Hún hafði einnig yndi af söng og á fullorðinsárum fór hún að syngja með kór eldri borgara á Sauðárkróki. Áhugi Guðrúnar lá víða og fór hún með- al annars í Fjölbrautaskólann og lærði ensku, frönsku og spænsku. Þetta nýttist vel þegar hún fór svo að ferðast ásamt Ólafi eigin- manni sínum. Hún naut þess að fara til heitra landa og voru farn- ar nokkrar ferðir, einnig fóru þau til Ameríku sem var þeim ógleymanleg ferð. Guðrún var laxveiðimaður af líf og sál og voru Blönduferðir með syni og eigin- manni alltaf gleðiríkar, gaf hún karlpeningi ekkert eftir í veiði- skap. Eftir lát Ólafs hélt hún uppi merkjum hans og fór í Vesturós- inn á vorin og hafði mikið yndi af. Hún hóf rekstur Húsgagnaversl- unar Sauðárkróks og sem kaup- maður sinnti hún viðskiptavinum sínum vel. Hún kynntist mörgum og segja má að þar hafi ættfræ- ðiáhugi hennar notið sín þegar viðskiptavinir alls staðar af komu við hjá henni í spjall. Með henni og mörgu af þessu fólki tókst langvarandi vinskapur. Ef okkur vantaði eitthvað inn í umræðu okkar um fólk og vantaði í ætt- fræðina gátum við alltaf hringt í Guðrúnu og hafði hún alltaf svar- ið. Tengdamóðir mín var einstak- lega snyrtileg kona, alltaf vel til höfð og naut þess að klæða sig upp. Við áttum margar skemmti- legar stundir á Skaffó þegar hún hringdi og mátun stóð yfir fyrir Rótarýballið, sem var sú árshátíð sem þau hjón fóru alltaf á. Í gegnum árin leystum við hana af í búðinni svo að hún kæmist í sína árlegu ferð til Reykjavíkur, sem stóð yfirleitt yfir í viku, og svo seinna þegar farið var til sólar- landa og var það gert með gleði því hún átti allar okkar stundir svo margfalt skilið. Ekki ósjaldan var komið með nýbakaðar klein- ur og parta til okkar eða þá hringt og sagt að nýsoðið slátur væri tilbúið í skál. Guðrún flutti til Akureyrar árið 2005, en mann sinn, Ólaf Gíslason, missti hún ár- ið 1999. Henni fannst breytingar hafa orðið á Akureyri og sérstak- lega í vinahópnum sem var. Margir vina hennar frá Sauðár- króki héldu tryggð við Guðrúnu alla tíð og hringdu til hennar eða litu í kaffi hjá henni þegar þeir voru á Akureyri. Við hjónin eig- um henni svo óendanlega margt að þakka að þessi fáu orð duga hvergi nærri til þess. Sem for- eldrar erum við einnig þakklát fyrir elsku hennar og aðkomu í uppvexti barna okkar fjögurra sem fengu veganesti sitt líka frá afa og ömmu. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu hennar og þökkum henni samfylgdina. Hvíldu í friði, elsku móðir mín og tengdamóðir. Hörður G. (Bassi) og Margrét. Elsku amma. Mér finnst þetta svo ótrúlega flókin kveðja. Það eru svo marg- ar stórkostlegar minningar sem ég á um okkur saman. Æskuár mín á Sauðárkróki áttum við margar góðar stundir og þú virt- ist hafa endalausa þolinmæði fyr- ir öllu brasinu sem oft fylgdi, veiðiferðum, berjamó, fjöruferð- um, bakstri, saumaskap og mörgu fleira. Ég held það hafi nánast ekki verið neitt sem amma gerði ekki fyrir okkur eða með okkur. Öll símtölin síðastliðin ár þar sem við grétum úr hlátri yfir alls konar vitleysu. Þú varst alltaf svo montin af hópnum þínum, þú hrósaðir okkur öllum óspart. Þú hjálpaðir mér að þroskast og vaxa – þú varst alltaf til staðar og ég veit að þú verður ávallt með mér – minningarnar á ég og mun varðveita vel. Góða ferð, elsku amma, og knúsaðu nú uppáhalds karlinn okkar frá mér. Elska þig alltaf. Þín, Elva. Elsku besta amma mín. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, þakklæti og fallegum minn- ingum í hjarta. Trúin er sterk og hefur alltaf verið og ég trúi því að þú sért á góðum stað. Stað þar sem afi tekur vel á móti þér. Enda einstakt hjónabandið ykk- ar tveggja og minningarnar yndislegar bæði tengdar þér og tengdar ykkur saman. Þakklæti er það sem kemur aftur og aftur upp í hugann þegar ég hugsa um þig, elsku amma. Þú gafst mér svo mikið og varst mér fyrirmynd á svo margan hátt. Það sem óteljandi heimsóknirnar voru yndislegar á Skagfirðinga- brautinni hjá afa og ömmu, hátíð- ardagarnir saman ógleymanleg- ir, allar veiðiferðirnar o.fl. Ég er þér endalaust þakklátur fyrir all- ar lífsins reglur sem þú kenndir mér. Góðu gildin, ráðin sem þú gafst mér gagnvart lífinu al- mennt og ég hef að leiðarljósi í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Reglulega ómar ákveðin setn- ing í höfðinu á mér þegar ég hugsa um samskipti okkar, en þú sagðir iðulega við mig „hann pabbi þinn“ en í raun meintir þú „hann afi þinn“. Þegar ég leið- rétti þetta við þig komstu vana- lega að mér, knúsaðir saman á mér andlitið, kysstir og sagðir: „Æi, þú veist hvað ég meina, þú ert strákurinn okkar.“ Þannig voru samskipti okkar, kærleiks- rík og einstök alla tíð. Þú tókst mér sem syni, enda var ég mikill heimalningur hjá ykkur alltaf og daglegar heimsóknir alveg þar til ég fór suður í nám. Eftir það kom ég reglulega og heimsótti þig þegar ég kom á Krókinn. Ég gat alla tíð rætt við þig um hluti sem ég gat ekki rætt við aðra. Þú gafst alltaf góð ráð, hughreystir mig ef á því þurfti að halda og stappaðir í mig sjálfstrausti. Bak- landið var alltaf til staðar, alla tíð. Eftir að ég kom suður fór ég reglulegar ferðir á Krókinn og gisti þá ýmist á Skagfirðinga- brautinni eða í foreldrahúsum. Sjálfsagt hafa gistinæturnar ver- ið fleiri heima hjá ömmu. Ég mátti helst passa mig á því að minnast ekki á neitt sem mig vantaði í samtölum okkar og tók meðvitaða ákvörðun um að vera ekkert að flagga því þegar ég við ræddum saman. Þú varst alltaf svo boðin og búin að rétta fram hjálparhönd alltaf hreint, hlaðin ást og umhyggju alla tíð gagn- vart þínum nánustu. Myndir af öllum börnunum voru þér sem gull og gáfu þér mikið. Lýsandi fyrir þá ást sem þú hafðir í hjart- anu. Eilíft þakklæti er sennilega ekki nægjanlega sterkt að orði komist þegar ég hugsa til baka. En ég er óendanlega þakklátur að hafa haft þig sem ömmu mína. Ég væri ekki sá sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þig, ykkur tvö. Þú varst einstök á svo marg- an hátt. Ef einhver hefði master í því að vera frábær amma varstu komin með nokkrar gráður af hæsta kalíberi. Einstök. Þakklæti Farin ertu í ferðalag, Falleg sál í bjartan dag, Minningar sem aldrei mást, Með hjartað fullt af ást. (Ólafur Heiðar Harðarson) Ég elska þig, knúsaðu afa frá mér elsku amma mín. Góða ferð og takk fyrir allt. Ólafur Heiðar. Í dag kveðjum við góða vin- konu okkar, föðursystur og lífs- kúnstner, Guðrúnu Svanbergs- dóttur – Gunnu frænku á Króknum. Gunna frænka var alveg ein- stök manneskja að svo mörgu leyti. Hún var tignarleg kona, góður dansari, hafði gaman af góðum skemmtunum, hljóm- borðsleikari af guðs náð og stangveiðimaður góður. Líkams- rækt stundaði hún af kappi og synti mikið enda hress á líkama sem sál alla ævi. Gunna var stundum skemmtilega utan við sig, sem kryddaði tilveruna því að hún lá ekkert á skondnum atvik- um sem hún lenti í. Gunna lifði líf- inu lifandi og gerði tilveruna fyrir okkur hin ætíð skemmtilega og litríka. Jeminn eini – ertu að meina það – segðu mér aðeins meira – er þetta satt? og svo kom dillandi hlátur með athugasemdum um málið út frá alveg sérstöku sjón- arhorni manneskju sem var með kímni og skopskyn í hæsta gæða- flokki og sá tilveruna í svo skemmtilegu og björtu ljósi. Þeg- ar Gunna varð ekkja 72 ára og jeppinn sem Óli hennar hafði allt- af keyrt og hún verið farþegi í stóð í hlaði bílstjóralaus fór Gunna í ökutíma og lærði að keyra jeppann og hélt áfram ótrauð með lífið og tilveruna. Við minnumst með hlýhug góðra samverustunda og þátt- töku hennar í lífi dætra okkar meðan þær ólust upp á Sauðár- króki. Það var ómetanlegt fyrir þær að eiga Gunnu frænku í næsta nágrenni. Fyrir alla góð- vild og góðar stundir þökkum við nú. Sonum hennar, þeim Gísla, Óla og Bassa, og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Gunnhildur, Ársæll og dætur. Guðrún Ingibjörg Svanbergsdóttir HINSTA KVEÐJA Lífið er ekki sanngjarnt, dagar koma og þá er þetta búið. Jón Óli Birgisson.                           Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞORSTEINSSON skipstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést hinn 26. júlí 2015 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. ágúst kl. 13. . Helga Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Magnússon, Elín Birna Sigurgeirsdóttir, Þorsteinn H. Magnússon, Guðrún M. Jóhannsdóttir, Birna G. Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, Guðrún J. Óskarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Margrét Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGIMAR KRISTJÁNSSON, Vallarbraut 5, Hafnarfirði, sem lést á Landakotsspítala 29. júlí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 13. . Kristín Gunnbjörnsdóttir Ingimar Ingimarsson Silvía Kristjánsdóttir Vilhjálmur Gunnbjörn Vilhjálmsson María Jakobsdóttir Anna María Vilhjálmsdóttir og barnabörnin. Elskulegur faðir okkar, afi, langafi og tengdafaðir, EINAR JÓSTEINSSON, lést á Landspitalanum að kvöldi 4. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 15. . Ingibjörg Einarsdóttir, Emil Þór Emilsson, Árni Einarsson, Ásta Ísberg, Jósteinn Einarsson, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir, Lilja Einarsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KJARAN BREMNER, Norwich, Englandi, lést sunnudaginn 2. ágúst í Norwich. Minningarathöfn fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 15. Útför hennar fer fram í Norwich 19. ágúst. . Ingvar Björn Ólafsson, Hulda Maggý Gunnarsdóttir, Jón Árni Ólafsson, Kristín Ásmundsdóttir, Gunnar Þórarinn Ólafsson, Catrina Hendry, Kristín Kjaran Baker, Michael Moore, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GEORG ÓLAFUR GUNNARSSON verkfræðingur, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13. . Katrín Ólöf Georgsdóttir, Guðrún J. Georgsdóttir, Runólfur G. Benediktsson, Stefán Georgsson, Margrét Geirsdóttir, barnabörn og systkin. Bróðir minn, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Kastalagerði 7, áður Auðarstræti 15, lést 23. júlí. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að umönnun hans á fyrrnefndum heimilum. Fyrir hönd aðstandenda, . Steinar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.