Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Mallorca Síðsumarsólinbíðurþín 20. ágúst í 2 vikur Verð frá *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum og stofu í IRIS raðhúsagarðinum í Sa Coma. Flugsæti fram og til baka frá49.900 kr. 119.900 kr.* Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í hverjum mánuði stendur Skraflfélag Íslands fyrir mánaðarlegu skraflmóti á Café Haiti þar sem skrafláhugamenn hittast og etja kappi. Skraflmót mánaðarins var þó með óhefðbundnu sniði í gær því Skraflfélag Noregs tók þátt og hélt mót samhliða Skraflfélagi Íslands. Sigur- vegarar hvors móts fyrir sig öttu síðan kappi á „blandinavísku“, en þá er leyfilegt að mynda orð úr öllum Norðurlandamálunum, nema finnsku. Skraflfélög Íslands og Noregs öttu kappi Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir Skraflmót ágústmánaðar á Café Haiti var með óhefðbundnu sniði í gær Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Aldrei hafa eins margir farið um Hvalfjarðargöngin á einum mánuði og í júlí sem leið. Rúmlega 268 þús- und farartæki fóru um göngin, en það er rúmlega 12 prósent aukning frá fyrra ári þegar fjöldi farartækja í júlímánuði var 239 þúsund. Að með- altali fóru 8.653 farartæki um göngin í mánuðinum sem leið. Ríkið „fær lyklana“ árið 2019 Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, sem reka göngin, segir að þrátt fyrir aukninguna hafi ekki myndast neinar umferðarteppur í mánuðinum en hann telur sólríkt veður á suðvesturhorninu í ár, sam- anborið við rigningatíð í fyrra, sé helsta ástæða aukningarinnar. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, bendir á að frá árinu 2013 hafi far- artækjum fjölgað sem um göngin fara, en þeim fækkaði nokkuð á tíma- bilinu 2008 til 2012. Spölur lýkur sínu verkefni fyrri part árs 2019 og verða íslenska rík- inu þá „afhentir lyklarnir“ að göng- unum en Gísli segir að huga þurfi að framtíðinni því ef þróunin heldur áfram með sama hætti og undanfarin ár muni þau springa. Verkefni Spalar snerist um fram- kvæmd ganganna og ljúka upp- greiðslu lána vegna framkvæmdar- innar. „Lánunum lýkur haustið 2018 og þá er frágangur eftir. Svo verða göngin afhent ríkinu til eignar og rekstrar,“ segir Gísli. Hann segir að samkvæmt evr- ópsku regluverki sem Vegagerðin vinni eftir megi meðalfjöldi farar- tækja ekki fara yfir 8 þúsund á sólar- hring. Fari meðalfjöldi á sólarhring yfir árið yfir þann fjölda færast göngin upp um öryggisflokk sem kalli á önnur göng við hlið þeirra sem fyrir eru. Einkaframtak byggði göngin Kostnaður við gerð annarra ganga hleypur á bilinu átta til tíu milljarðar króna að sögn Gísla, en hann vísar þar til áætlunar frá árinu 2008. Gísli segir stjórnvöld skorta stefnu um gjaldapólitík og svarar því til að- spurður að án þeirrar aðferðafræði sem var beitt á sínum tíma sé líklegt að Hvalfjarðargöngin væru ekki til staðar enn þann dag í dag. Stærstu hluthafar í Speli eru Faxaflóahafnir, Elkem, íslenska rík- ið og Hvalfjarðarsveit en af öðrum hluthöfum má nefna Akraneskaup- stað, Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi og Reykjavíkurborg. Met í Hvalfjarðargöngunum  Fjöldamet slegið í göngum í júlí  268 þúsund farartæki  Rúmlega 12 pró- senta aukning frá sama mánuði í fyrra  Ríkið tekur við rekstrinum árið 2019 Morgunblaðið/Golli Göng Kostnaður við gerð annarra ganga hleypur á 8 til 10 milljörðum. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Berjauppskera hefur verið bág víða um land það sem af er sumri. Mögu- lega verður kuldanum í vor og sum- ar kennt um, en óvíst er hvort upp- skeran nær sér á strik fyrir sumarlok. Að sögn Loga Helgasonar, eig- anda verslunarinnar Vínbersins á Laugavegi, hafa engin ber borist enn sem komið er. Úr íslensku flór- unni hefur búðin boðið upp á kræki- ber, bláber, aðalbláber og rifsber af og til. „Ég á ekki von á því að þetta taki við sér fyrr en um 20. ágúst, kannski kemur ekki neitt, maður veit aldrei. Þetta var þó komið í fullan gang um þetta leyti í fyrra. Í ár er þetta um þremur vikum á eft- ir,“ segir hann. Kaldast hefur verið á Norður- landi. Logi segist helst hafa sótt berin norður, minna sé um gott berjalyng annars staðar. „Menn gerðu sér vonir um að það yrði meira af berjum hér suð- vestanlands, en það eru ekki eins mikil berjalönd hér í kring. Útlitið er ekki gott á Norðausturlandi, sem er gott berjasvæði, það hefur verið kalt þar. Ég hef ekki heyrt í þeim á Vestfjörðum, ég hef oft fengið ber þaðan,“ segir Logi. Fagnar 40 ára afmæli í vor Þann 13. apríl nk. á Vínberið fjörutíu ára afmæli. Þar hefur lengst af verið boðið upp á ber en áður var það matvöruverslun. Í dag er Vínberið sælgætisbúð, en hefur þó haldið í berjahefðina. Logi segir Íslendinga vera stærsta kúnnahóp Vínbersins, er- lendir ferðamenn líti þó einnig inn á göngu sinni um Laugaveginn. „Þeir hafa áhuga á að prófa ís- lensku berin og líkar vel,“segir hann. Bíður eftir berjunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Bláber Vínberið hefur boðið upp á úrval íslenskra berja í um 40 ár.  Kuldinn hefur hægt verulega á Ákveðið hefur verið að fresta hönnunarsam- keppni um fyrir- hugaða nýbygg- ingu Lands- bankans í Austurhöfn við Hörpu sem hefj- ast átti síðar í þessum mánuði. Það er meðal ann- ars gert til fara yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið á síðustu vikum. Nánar verður gerð grein fyrir fram- haldinu opinberlega þegar frekari ákvarðanir liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Hönnunarsamkeppnin átti að hefj- ast 17. ágúst nk. „Það hefur bara ver- ið ákveðið að fresta samkeppninni og fara yfir það sem hefur komið fram í umræðunni. Það hefur ekkert annað verið ákveðið á þessu stigi,“ sagði Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Landsbankans, í samtali við mbl.is. „Það hafa margir tekið til máls og sett fram sín sjónarmið og það er bara sjálfsagt mál að fara yfir þau,“ sagði hann ennfremur og vísar þá til gagnrýni fjölmargra þjóðþekktra ein- staklinga á áform Landsbankans að byggja höfuðstöðvar sínar í Austur- höfn. Segir ekki útilokað að staðsetn- ingin verði endurskoðuð Aðspurður hvort væntanleg stað- setning verði mögulega endurskoðuð segir Kristján að það sé aldrei neitt alveg útilokað. „En það liggur ekkert fyrir um það og þetta er bara það sem hefur verið ákveðið,“ segir Kristján. „Í ljósi umræðunnar töldum við rétt að staldra við og bíða með samkeppn- ina.“ Fresta hönnunar- samkeppni Flutningur Höfuð- stöðvar bankans.  Landsbankinn skoðar gagnrýni Rigningu er spáð síðdegis í dag í Reykjavík þegar gleðigangan fer fram. Hlýjast verður á Norður- landi, 10 til 17 stig yfir daginn, en vinda- og vætusamt á Suðurlandi. Vindur getur náð 17 metrum á sekúndu í Vestmannaeyjum. Á morgun verður hlýjast sunnan- lands og hiti allt frá 8 og upp í 18 stig. Norðanlands verður víða súld og rigning og vindhraði 5-10 m/s. Gæti rignt á gleði- gönguna í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.