Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2015 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt þú getir ekki keypt það sem hugurinn girnist. Þú ert listhneigð persóna sem sækist stöðugt eftir nýjum ævintýrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Njóttu samt lofsins því þú átt það skilið. Sestu niður, kannaðu stöðuna og leiktu svo þeim leik sem þér þykir bestur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vegna þess hve auðveldlega þú heillar aðra skaltu ekki hika við að biðja um greiða. Þú hugsar hratt og hefur miklar gáfur til að bera. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt eiga mikilvægar samræður við foreldra þína, yfirmenn eða aðra yfirboð- ara í dag. Ef einhver er að leyna þig einhverju muntu komast að því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hún getur komið þér til hjálpar, að- stoðað þig við að fá nýja vinnu eða sparað þér peninga á einhvern hátt. Þú munt kunna að meta allan þann tíma sem þú hefur fyrir sjálfa/n þig í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þýðingarmiklir einstaklingar leggja sig fram við að mynda sambönd. Utan þess er einhver, eða einhverjir, sem þú þarft að gefa tíma svo allt fari eins og best verður á kosið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt vísan stuðning vinnufélaga þinna ef þú leitar eftir honum. Njóttu hans því þú átt allt gott skilið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig siðsamt og hamingjusamt líf eigi að vera. Fallegar hugsanir geta af sér fallegan árangur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Líf þitt er þrungið spennu í dag. Treystu á sjálfa/n þig og haltu þínu striki ótrauð/ur. Að eignast þýðingarmikla kunn- ingja og góð sambönd byrjar með því að hugsa vel til annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að taka á vandamálum sem tengjast bílnum þínum. Hlutirnir eru stöðugt að breytast og því er endurmat skyn- samlegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að létta á hjarta þínu og skalt gera það við einhvern þér nákominn. Ekki láta nokkurn beita þig þrýstingi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hittu vin sem alltaf fær klikkuðustu hugmyndirnar. Drífðu endilega í því en reyndu þó að varast allar öfgar. Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Langvarandi leiður er. Líta í flekk hann megum vér. Þekkt ein kona þaðan var. Þar sér undu stúdentar. Árni Blöndal svarar: Norðangarður langur, leiður. Liggja á túni garðabreiður. Þuru í Garði þjóðin metur. Þá er Garður fræðasetur. Hér kemur lausn Hörpu á Hjarðarfelli: Grimmur norðangarður er, garðar allir fjúka hér. Þekkt frá Garði Þura var, þar á Garði stúdentar. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Norðangarður napur er, nú í garða heyið fer. Frækin Þura í Garði þótti, en þessi Garðsböll aldrei sótti. Helgi R. Einarsson svarar: Garður rok og rigning er, við rakstur hey í garða fer, Þura í Garði þjóðkunn var, þekktu Garðinn stúdentar. Arndís Þorvaldsdóttir sendir þessa lausn: Rosta garður, rysjótt tíð. Rifjar flekkinn stúlka fríð. Flutti Þura ljóðin lýð. Lásu fræðin ár og síð. Sjálfum sér svarar Guðmundur: Norðangarður geisar lengi. Garður í flekk á túni og engi. Þura í Garði þjóðkunn var. Þágu Garðvist stúdentar. Og lætur limru fylgja: Í sífellu bumbuna barði hann Barði í Hljómskálagarði. „Æ, hættu nú, hálfvitinn þinn!“ hrópaði mannfjöldinn, og með bumbunni drepinn var Barði. Enn hamrar Guðmundur járnið og hér kemur gáta: Fljótt það breytist eftir árstíðonum. Af ýmsu pata hafa sumir menn. Um fengitímann fagna ærnar honum. Feikna áhlaup gerir kannski senn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gekk um garð og gat þess ei Í klípu SNYRTIPINNAR ERU ÖMURLEGIR Í ATVINNUVIÐTÖLUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GET LOFAÐ ÞVÍ AÐ ÉG VAKNA VIÐ HIÐ MINNSTA HLJÓÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vænleg. VERUM VINIR STRJÚKA MALLANN? EKKI VARAST HUNDINN ALDREI SLÁ MANN SEM SNÝR BAKI Í ÞIG, SONUR SÆLL... ...ÞAÐ GÆTI GEFIÐ MANNINUM FYRIR AFTAN ÞIG HUGMYNDIR! GERÐU ÞAÐ!!! SLÖKKTU Á ÞESSU OG FÁÐU ÞÉR SÆTI! NÆTURVÖRÐUR ÓSKAST JÁ! Það er kúnst að vera í sumarfríi ogþað þarf að læra eins og allt annað í lífinu. Það vill Víkverji að minnsta kosti meina. Að sjálfsögðu segir hann þetta því hann er að læra að slaka á í sumarfríinu þegar eng- inn þarf að vera mættur á tilteknum tíma á einhvern stað. x x x Víkverji er ekki ólíkur öðrum aðþví leyti að hann vill alltaf hafa eitthvað fyrir stafni, sem er í sjálfu sér ekki slæmt. Hins vegar er það kúnst að láta tímann líða án þess að vera með eitthvað allt of mikið skipulagt langt fram í tímann. x x x Þegar líða fór á seinni hlutasumarfrísins naut Víkverji þess enn betur að vera í fríi. Hann var farinn að læra meira inn á það að slaka á. Það má eiginlega segja að hinni fullkomnu slökun hafi verið náð um síðust helgi, um versl- unarmannahelgina. Þá var Víkverji í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Honum finnst sjaldan eins gott að vera í höfuðborginni eins og einmitt um þessa helgi. Þá eru fáir á ferli og það má allt að því heyra saumnál detta í úthverfum bæjarins. x x x Það var gott að aðlagast skarkalaborgarinnar smám saman aftur eftir langa sumardvöl í sveitasæl- unni. Þar sem vaknað var við fagran fuglasöng á hverjum morgni. x x x Víkverji lagði leið sína í miðbæinnog þar leið honum eins og hann væri í útlöndum. Þar voru útivist- arlegir ferðamenn á hverju götu- horni. Víkverji lék sér að því að loka augunum og hlusta, og viti menn, varla heyrðist töluð íslenska heldur mýmörg önnur tungumál. Það var þó einn staður þar sem Ís- lendingarnir voru í meirihluta. Það var í sundlaugunum. Þar kepptust allir við að leika við afkvæmin af miklum móð og gleðja á allan mögu- legan hátt. Eitt er þó nokkuð ljóst, að Víkverji er alveg endurnærður eftir þessa rólegheitahelgi. víkver- ji@mbl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. Rómverjabréfið 15:13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.