Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 14
Verkfallsbunk- inn er að baki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Starfsmenn Sýslumannsins á höfuð- borgarsvæðinu eru búnir að fara yfir flest mál sem lögð voru inn til þinglýs- ingar meðan á verkfalli lögfræðinga stóð og gott betur. Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumanns, sagði að þeg- ar verkfalli lögfræðinga var frestað um miðjan júní hafi um 10-11 þúsund skjölum verið óþinglýst hjá embætt- inu. Síðan þá hefur annað eins bæst við. Skjölum er þinglýst eftir þeirri dagsetningu sem þau berast. Skjöl sem lögð hafa verið inn til þinglýs- ingar eftir að verkfallinu var frestað bíða því á meðan unnið er í eldri mál- um og þar til kemur að þeim í tíma- röðinni. „Halinn“ styttist þó með hverjum degi sem líður. Frá því að vinna hófst eftir verk- fallið hefur um 14-15 þúsund skjölum verið þinglýst, það er skjölum sem lögð höfðu verið inn til og með 1. júlí sl. Skjöl sem lögð hafa verið inn eftir 1. júlí eru um sjö þúsund talsins og eru þau enn óafgreidd. Í lok júlí voru innlögð skjöl hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu orðin alls 32.559 á þessu ári. Nú er verið að vinna í mál- um sem lögð voru inn fyrir 4-5 vikum. Verkfallinu lauk í þann mund sem starfsmenn fóru að fara í sumarfrí og það hafði sín áhrif. Ólíkar vinnsluaðferðir mála Mál söfnuðust einnig upp á öðrum sviðum. Þuríður sagði vinnsluaðferð- irnar mjög mismunandi eftir mála- flokkum. Hvað varðar mál á fjöl- skyldusviði þá geta mörg þeirra verið tímafrek eins og t.d. skilnaðarmál og ágreiningsmál sem af þeim leiðir, um- gengnismál og ættleiðingarmál. Ekki er endilega gengið í mál sem berast fjölskyldusviði eftir tímaröð, eins og í þinglýsingum, heldur eftir því hve brýn málin eru. Gengið var í að af- greiða öll búsetuleyfi, einkaskipta- leyfi og önnur slík mál sem safnast höfðu upp. Útgáfa leyfa er að mestu komin í eðlilegan farveg. Uppboð, fjárnám og önnur slík mál eru ekki enn komin á rétt ról eftir verkfallið, að sögn Þuríðar. Talsvert langur aðdragandi er að fyrirtöku í þeim málum. Ekki var því hægt taka þau strax fyrir um leið og verkfallinu lauk heldur þurfti að byrja á að boða fólk og taka málin fyrir eftir þeim reglum sem um fullnustugerðir gilda. Yfirvinna og fleira starfsfólk Starfsmenn hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið mikla yfirvinnu og m.a. tekið vinnu- helgar til að vinna á bunkunum sem hlóðust upp í verkfallinu. Einnig var bætt við starfsfólki til að vinna á bunkunum sem söfnuðust upp í verk- fallinu. Enn er því talsverð vinna framundan hjá embættinu og ekki séð fyrir endann á uppsöfnuðum málum.  Um sjö þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanni höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Eggert Útifundur Verkfall lögfræðinga innan BHM stóð vikum saman. 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Glæsilegur hótelrekstur Viðskiptatækifæri: í miðbæ Reykjavíkur Til leigu nýtt og glæsilegt 52 herbergja boutique hótel í virðulegu húsi á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið verður innréttað og afhent tilbúið um mitt ár 2016. Mikið verður lagt í innréttingar og aðbúnað og verður hönnun innanstokksmuna og innra útlits unnin í samráði við leigjendur. Áhugasamir aðilar þurfa að geta lagt fram tryggingu fyrir húsaleigu og geta sýnt fram á þekkingu á atvinnugreininni. Verulega spennandi verkefni í ferðaþjónustu í höfuðborginni. Nánari upplýsingar: Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is H a u ku r 0 8 .1 5 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er stórkostleg tilfinning,“ seg- ir Teitur Árnason nýkrýndur heims- meistari í gæðingaskeiði á Heims- leikum íslenska hestsins í Herning í Danmörku á hestinum Tuma frá Borgarhóli, en hann hlaut 8,50 í ein- kunn. Teitur skaut fyrrum heims- meistara í þessari grein, Guðmundi Einarssyni á Sprota frá Sjávarborg, ref fyrir rass en hann hlaut silfur- verðlaun. Teitur er ungur að árum, verður 24 ára í haust, en hefur náð góðum árangri á Tuma í skeið- greinum síðustu ár og eru þeir m.a. núverandi Íslandsmeistarar í gæð- ingaskeiði. Mikil tækni í gæðingaskeiði „Fyrst og fremst er þessi hestur snillingur. Hann er gríðarlega tekn- ískur. Hann vill læra og á auðvelt með það og finnst gaman að skeiða og er einfaldur af stökki og inn í skeið,“ segir Teitur um Tuma. Teitur segist hafa farið í gæðinga- skeiðið með það að markmiði að leysa verkefnið án þess að gera mistök. Það gekk greinilega eftir. Gæðingaskeið er mikil tæknigrein, þar þarf að halda spennustigi hests- ins í lágmarki því hestur á að fara inn í braut á tölti, svo er honum hleypt af krafti upp í stökk á stuttum kafla þá er hann látinn skeiða af afköstum til að ná góðum tíma og svo er hann hægður niður á stuttum kafla. Allt þarf þetta að gerast snurðulaust og verða áferðarfallegt. „Hestarnir þurfa að vera vel búnir undir þetta og vera með knapanum,“ segir Teitur. Hann á eftir að keppa í tveimur skeiðgreinum til viðbótar, 250 metra skeiði og 100 metra skeiði og er til alls líklegur þar. Þessar greinar hafa verið sterkar hjá þessu pari. Teitur segist ætla að „láta finna vel fyrir sér“ í næstu skeiðgreinum en bendir á að andstæðingarnir séu verðugir, m.a. Bergþór Eggertsson sem er fjórfaldur heimsmeistari í 250 metra skeiði á Lótus frá Aldengor sem keppa einnig fyrir hönd Íslands. Í 250 metra skeiði eru riðnir fjórir skeiðsprettir, tveir sitt hvorn daginn. Í kvöld skýrist hver verður heims- meistari í 250 metra skeiði en á sunnudaginn verður keppt í 100 metra skeiði. Þá eru riðnir tveir skeiðsprettir. Sömu hestar eru gjarnan í þessum þremur skeið- greinum og fara þeir því marga spretti á mótinu. „Frábær,“ svarar Teitur þegar hann er spurður út í stemningu ís- lenska liðsins og bætir við: „Það hef- ur gengið alveg svakalega vel hjá lið- inu og það er góð heild í hópnum. Við ætlum að halda áfram að láta finna fyrir okkur,“ segir Teitur. Góður árangur í tölti eftir forkeppni Íslendingarnir stóðu sig gríðarlega vel í forkeppni í tölti sem lauk í gær. Jóhann Skúlason, ríkjandi heims- meistari í tölti, stendur efstur á Garpi frá Højgaarden með 8,07 í einkunn. Þá komust tveir aðrir Íslendingar í A-úrslit, Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum er í þriðja sæti og fast á hæla hans í því fjórða kemur Kristín Lárusdóttir á Þokka frá Efstu-Grund með 7,77 í einkunn. Samkvæmt tölfræðinni eru því tölu- vert miklar líkur á að tölthornið, verðlaunin eftirsóttu í tölti, falli Ís- lendingi í skaut. Jóhanna Margrét Snorradóttir hélt öðru sæti í slaktaumatölti í ung- mennaflokki á Stimpli frá Vatni með einkunnina 6,38. Þýski knapinn Luc- ie Maxheimer sigraði með einkunn- ina 6,42 einungis fjórum kommum betur en Jóhanna, en hún var eini fulltrúi Íslands í þessari grein. Í fyrramálið er yfirlitssýning stóð- hesta og eru töluvert miklar líkur á gullverðlaunum þar. Í dag eru B- úrslit í öllum greinum og A-úrslit á sunnudaginn. Tumi á auðvelt með að læra  Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði á Tuma  Gerir atlögu að fleiri titlum  Jóhann ríkjandi heimsmeistari í tölti er efstur eftir forkeppni  Þrír af fimm í A-úrslitum í tölti eru Íslendingar Ljósmynd/Óðinn Örn Jóhannsson Skeið Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli á fljúgandi ferð í gæðingaskeiði sem skilaði gullverðlaunum. Heimsleikar íslenska hestsins í Herning Danmörku 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.