Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Alþjóðlega listahátíðin Cycle verður
haldin í fyrsta skipti í Kópavogi dag-
ana 13. til 16. ágúst. Nadim Samman
er sýningastjóri hátíðarinnar en hann
hefur ásamt Fjólu Dögg Sverris-
dóttur, fram-
kvæmdastjóra há-
tíðarinnar, og
listrænu stjórn-
endunum Guðnýju
Guðmundsdóttur
og Tinnu Þor-
steinsdóttur sett
saman mjög efn-
isþétta alþjóðlega
listahátíð í kring-
um menning-
arstofnanir Kópa-
vogs, Salinn og
Gerðarsafn.
„Markmið há-
tíðarinnar er að
skoða mögu-
leikann á sam-
starfi, samruna og
flæði milli sam-
tímalistar og hvers
konar tónlistar og
þá sérstaklega til-
raunakenndrar
tónlistar. Þannig höfum við t.d. verk
sem unnin eru í samstarfi tónlistar-
manna og listamanna sem vinna með
myndbandsupptökur eða vídeóverk,“
segir Samman.
Sjálfur vinnur hann við sam-
tímalist, en hann er sýningastjóri
samtímalistasafns í Berlín og segist
því strax hafa haft áhuga á að vera
með þegar stjórnendur Cycle-hátíðar-
innar höfðu samband við hann.
„Mér fannst strax spennandi að
koma að þessu verkefni og áhugavert
að setja upp hátíð af þessum toga í bæ
eins og Kópavogi. Mér finnst mjög
mikilvægt að benda á að bæði bærinn
sjálfur hefur verið ofboðslega hjálp-
legur við að koma hátíðinni á koppinn
og líka áhugavert að fá að nýta sýn-
ingarými á borð við það sem menn-
ingarmiðstöðvar bæjarins bjóða upp
á. Því þó þær séu kannski 20 ára
gamlar eru þær svo nýjar.“
Stórstjörnur úr listaheiminum
Guðný Guðmundsdóttir er annar
tveggja listrænna stjórnenda hátíð-
arinnar, en Guðný er menntaður
fiðluleikari, listrænn stjórnandi
strengjasveitarinnar Skarks og
stofnandi Tónlistarhátíðar Unga
fólksins.
„Cycle Music and Art Festival var
sköpuð á grunni Tónlistarhátíðar
Unga fólksins. Hátíðirnar fara sam-
hliða fram og eru hvatning fyrir ungt
tónlistarfólk sem hlýtur klassíska
menntun að taka þátt í samtímalist,
nýrri tónlist, þverfaglegu samstarfi
og sjálfbærni og mynda þar með
hringrás,“ segir Guðný.
Gífurlegur fjöldi listamanna kem-
ur fram á Cycle, m.a. Ólafur Elíasson
og Gjörningsklúbburinn, Katrín Mo-
gensen, Tyler Friedman, Kaj Duncan
David margir fleiri.
„Það eru um 100 listamenn sem
eiga verk á sýningunni og þau eru
sýnd í Salnum, Gerðarsafni, Kópa-
vogshæli, Gamla Kópavogsbænum og
í Hamraborginni en það skiptir miklu
máli hvernig samtalið er við áhorf-
endur og þar kemur rýmið sterkt inn.
Rýmið getur verið svo gildishlaðið,
þ.e. hvernig þú hagar þér þegar þú
ferð á tónleika og hvernig þú upplifir
listina.“ Guðný bendir t.d. á verk
Huldu Rósar Guðnadóttur, sem er
útilistaverk á Cycle-hátíðinni á miðju
bílastæði.
„Verkið heitir THE WORLD
WILL NOT END IN 2015. Hluti
verksins er hljóðvörpun af Nýja-
heimssinfóníu Antonins Dvorak.
Segja má að hér blandist saman eldri
tónsköpun sem fjallar um hugmynd-
ina nýjan heim og svo ádeila á heims-
endaspár okkar nútímasamfélags.“
Alþjóðleg listahátíð í Kópavogi
Cycle Music and Art Festival hefst 13. ágúst Fjöldi listamanna alls staðar að úr heiminum sýnir
verk sín Markmið hátíðarinnar að sýna fram á samruna tónlistar og samtímalistar
Georg K. Hilmarsson er einn
þeirra listamanna sem flytur verk
á Cycle Music and Art Festival í
Kópavogi, en innblástur hans er
íslenska birtan.
„Þegar ég kom úr námi við
Mills College í Kaliforníu áttaði
ég mig á því hvað birtan hér á Ís-
landi er sérstök. Hún er svo skýr
og sterk meðan birtan er mildari
og gulllitaðri í Kaliforníu. Enda
tölum við um fjöllin blá meðan
Bandaríkjamenn tala um gyllta
fjallstoppa,“ segir Georg en hann
fór strax að kynna sér öll þau orð
sem Íslendingar eiga um birtu.
„Við eigum svo ríkt tungumál
og ég uppgötvaði yfir 100 orð um
mismunandi birtustig. Ég ætlaði
að nota það í verkinu mínu en
endaði svo á að nota ekkert
þeirra. Hins vegar fjallar verkið
mitt um birtuna eða öllu heldur
um birtu í heilan dag og yfir á
þann næsta.“
Verkið vinnur Georg í samstarfi
við Kammerkór Suðurlands og
segir hann mjög spennandi að
hafa fengið að vinna með því
frambærilega fólki.
„Það er gott að vinna svona
verk með kór en röddin er svo
áhugavert hljófæri og hún er líka
svo sterk,“ segir hann en Georg
er einnig að leggja lokahönd á
næstu plötu sína og stefnir á
doktorsnám næsta vetur í Banda-
ríkjunum.
Innblásinn af íslensku birtunni
VANN MEÐ KAMMERKÓR SUÐURLANDS
Listamaðurinn Georg K. Hilmarsson
Bílaplan Hér má sjá útiverk Huldu Rósu Guðnadóttur í Kópavoginum.
Guðný
Guðmundsdóttir
Nadim
Samman
Hraðbanki Listin er víst allt í kringum okkur – líka í hraðbankanum.
» Ofbeldi og glæpir eru víða vandamál í Mexíkó og hafastjórnvöld þar í landi reynt ýmislegt til að lægja
ofbeldisölduna. Núna hefur verið gripið til þess ráðs að
nota listina til að draga úr glæpum og ofbeldi. Hæðin Las
Palmitas er orðin að stærsta málverki sögunnar en bærinn
á hæðinni hefur verið málaður í öllum regnbogans litum.
Stærsta málverk sögunnar er nú að finna í Mexíkó
AFP