Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta var viss óvissuferð. Við erum núna á tímamótum, á þriðja starfsári. Barnið er að vaxa upp úr bleyju- standinu. Þurfum að taka saman reynsluna, endurmeta starfið og marka stefnuna til næstu ára,“ segir Einar Kristinn Jónsson, stjórnar- formaður Ferðaþjónustu Vestfjarða, Westfjords Adventures, á Patreks- firði. Ferðaskrifstofan hefur vaxið hratt og er enn í uppbyggingarferli undir stjórn Einars Kristins og Gunnþórunnar Bender fram- kvæmdastjóra. Ferðaþjónustan á ríkan þátt í að koma suðurhluta Vestfjarða á ferða- mannakortið en ljóst er þó að mikið starf er enn óunnið í því að kynna svæðið og markaðssetja. Westfjords Adventures hóf starf- semi í maí 2013. Ákvörðun um að stofna ferðaskrifstofu tengdist bygg- ingu hótels á vegum Fosshótela á Patreksfirði, sem tók til starfa á sama tíma. Fosshótel, einstaklingar og fyr- irtæki á staðnum ákváðu að gera átak til að auka afþreyingarmöguleika fyr- ir ferðafólk sem leggur leið sína um sunnanverða Vestfirði. Westfjords Adventures tók við gönguþjónustu sem svæðisleið- sögumenn voru með. Það hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starf- seminni en aðrir þættir hlaðist utan á. „Við höfum stöðugt verið að þróa nýjar vörur og það hefur gengið feiki- lega vel,“ segir Einar Kristinn. Sett var upp hjólaleiga og hjólafólk að- stoðað við skipulagningu ferða og bílaleiga í samvinnu við Bílaleigu Ak- ureyrar. Boðið er upp á ýmsar nátt- úruskoðunarferðir, til dæmis ljós- myndaferðir, fuglaskoðunarferðir og selaskoðunarferðir. Í síðastnefndu ferðinni fer bóndi á Rauðasandi með fólkið á dráttarvélarkerru að selalátr- unum. Ferðaþjónustan er með rútu- ferðir að helstu náttúruperlum svæð- isins, svo sem út á Látrabjarg, á Rauðasand og að Dynjanda. Erlendir ferðamenn nota þær mikið, jafnvel þótt þeir komi vestur á bílaleigu- bílum. Margir treysta sér ekki til að aka ómalbikuðu vegina. Sjóstanga- veiði er vaxandi og þar eru Íslend- ingar í meirihluta. Gönguferðirnar fyrir íslensku hóp- ana eru afar vinsælar, að sögn Gunn- þórunnar. Westfjords Adventures sér um skipulagningu, leiðsögn, rútu- skutl og utanumhald. Vinsælustu gönguleiðirnar eru um brúnir Látra- bjargs, frá Geldingaskorardal og að Bjargtöngum. Vitaskuld er komið við í Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti til að fræðast frekar um björg- unina við Látrabjarg. Eins og sést á þessu er Látrabjarg vinsælasti áningarstaðurinn og sá staður sem flestir ferðamenn, inn- lendir jafnt sem erlendir, vilja sækja heim í ferð sinni vestur. Vaxin upp úr bleyjustandinu  Stöðug aukning í starfsemi ferðaþjónustunnar Westfjords Adventures  Látrabjarg er aðalsegullinn  Stjórnarformaður fyrirtækisins segir tímabært að endurmeta starfsemina og marka nýja stefnu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vestfirsk ævintýri Einar Kristinn Jónsson og Gunnþórunn Bender byggja upp og reka Westfjords Adventures á Patreksfirði. Þau leigja meðal annars út hjól og skipuleggja hjólaferðir, gönguferðir og náttúruskoðun. Ferðaþjónustan er opin allt árið en á haustin er skipt um gír, að sögn Gunnþórunnar Bender. Þá hefst undirbúningur undir næsta sumar, skipu- lagning og markaðssetning. Áfram þarf að sinna þeim ferðamönnum sem leggja leið sína vestur, með bókunarþjónustu og miðasölu og ferðir fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur. Minjagripaverslunin er opin allt árið. Einar Kristinn Jónsson vekur athygli á því að 500 manns hafi sótt ráðstefnur sem Ferðaþjónustan sá um fyrrihluta sl. vetrar. Það sé hrein viðbót við hina hefð- bundnu þjónustu. Þá sér Westfjords um helgar- og ævintýraferðir vestur og njóta þær vaxandi vinsælda. Ferðirnar eru gjarnan skipulagðar á vorin, þegar fuglinn er byrj- aður að koma í Látrabjarg, en einnig á haustin. Ekki spillir fyrir að norðurljósin eru skær á Vest- fjörðum á þessum tíma. Ráðstefnur og ævintýri SKIPT UM GÍR Á HAUSTIN • R-Line ytra útlit og 18” álfelgur • Litað gler • Alcantara áklæði • Webasto bílahitari með fjarstýringu • Hraðastillir • Bluetooth fyrir farsíma og tónlist • Climatronic - 3ja svæða loftkæling • Bílastæðaaðstoð • Aðfellanlegt dráttarbeisli • Bakkmyndavél • Leiðsögukerfi fyrir Ísland • Panorama sólþak Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum Er ekki kominn tími á Tiguan? VW Tiguan er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að jeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is 5.990.000 kr. Tiguan R-Li ne vel búin n, dísil, fjórhjóladri finn og sjál fskiptur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.