Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 46

Morgunblaðið - 08.08.2015, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 9. ágúst kl. 14: Leiðsögn um Hvað er svona merkilegt við það? Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Að lesa blóm á þessum undarlega stað – Vestur-Íslendingar í Stríðinu mikla 1914-1918 á Torginu Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús. Sýningin Nesstofa-Hús og saga í Nesstofu við Seltjörn, opið þriðjudaga til sunnudaga frá 13-17 Húsasafn Þjóðminjasafnsins opið víða um land nánar á http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/ Listasafn Reykjanesbæjar Huldufley, skipa- og bátamyndir Kjarvals „Klaustursaumur og Filmuprjón“ Textíll í höndum kvenna. Byggðasafn Reykjanesbæjar Konur í sögum bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar. Bátasafn Gríms Karlssonar 6. júní – 23. ágúst Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015 SUMARTÓNLEIKAR - þriðjudag kl. 20.30 - Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanó. Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Enginn staður – íslenskt landslag Íslensk náttúra séð með augum átta samtímaljósmyndara. Listamannaspjall sunnudag 9. ágúst kl. 14 Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen Keramik – úr safneign Opið 12-17, fim. 12-21 lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands SAFNAHÚSIÐ Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Lokadagar Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju verða nú um helgina þegar Andreas Liebig, organisti dómkirkjunnar í Basel í Sviss, heldur tvenna tónleika þar sem verk eftir Liszt, J.S. Bach, Reger, Franck og Duruflé fá að hljóma á stóra Klais-orgelið. „Andreas Liebig hefur verið list- rænn stjórnandi ýmissa tónleika- raða og tónlistarhátíða, þar á meðal Ostwestfälische Orgeltage, Krummhörner Orgelfrühling og Internationale Sommerkonzerte Dornum. Hann heldur reglulega tónleika við góðan orðstír, situr í dómnefndum í alþjóðlegum orgel- keppnum, hefur tekið upp tónlist Bachs á sögufræg orgel og kennir masterklassa um víða veröld. Hann hefur frá árinu 2013 verið yfir- maður orgeldeildar Landes- konservatorium í Innsbruck og frá 2014 gegnt stöðu organista við dómkirkjuna í Basel,“ segir í til- kynningu. Fyrri tónleikar Andreas- ar Liebig eru í dag kl. 12 og seinni tónleikar hans á morgun kl. 17. Liebig leikur á lokatónleikum Alþjóð- legs orgelsumars í Hallgrímskirkju Organisti Andreas Liebig. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við leggjum áherslu á að vera ólík þessum hefðbundnu kvikmyndahá- tíðum. Við viljum blanda ólíkum listamönnum saman við heimamenn frá Hólmavík og færa fólkið sam- an með því að horfa á kvik- myndir,“ segir Arne Rawe, framkvæmda- stjóri kvik- myndahátíð- arinnar Turtle Film Festival sem fer fram í Hólmavík dagana 10. til 16. ágúst næstkomandi. Fyrir fólkið á Hólmavík „Þetta er í fyrsta skipti sem há- tíðin er haldin og við verðum með ýmiss konar myndir á boðstólum. Við vildum finna verk sem hentuðu vel fyrir litla kvikmyndahátíð á Hólmavík, eitthvað sem myndi passa hátíðinni en væri samt með ákveðið skemmtanagildi og myndi trekkja fólk að. Við ákváðum að fara leið á milli heimildarmynda og skáldskapar. Þetta eru ekki beint Hollywood-„blokkbusterar“ en þó ekki þurrar heimildarmyndir. Við erum til að mynda komin í gott samstarf við Bíó Paradís. Stór hluti kvikmyndanna sem sýndar verða á hátíðinni eru því íslenskar,“ segir Rawe en hann kom hingað fyrst fyrir sjö árum. „Ég kom hingað sem listamaður og vann hérna í einhvern tíma. Ég festist í raun á Hólmavík og fólkið þar varð góðir vinir mínir. Ég hef síðan þá komið þangað margoft, meðal annars með nemendur mína frá Þýskalandi. Við viljum líka færa fólkinu á Hólmavík eitthvað til baka, þau hafa verið okkur svo góð. Við fengum því hugmyndina að standa að kvikmyndahátíð í bænum, við vonumst líka til þess að það verði lausn á ákveðnum vanda- málum bæjarbúa. Það hafa ein- staklingar flutt úr bænum vegna at- vinnuleysis og bærinn þarf ákveðinn stuðning hvað túrismann varðar. Við vonumst til þess að há- tíðin hjálpi bænum og bæjarbúum hvað það varðar,“ segir hann. Sýna m.a. um borð í báti „Við reynum að sjálfsögðu að vera með kvikmyndir sem við, sem stöndum að hátíðinni, höfum per- sónulega áhuga á. Við erum þó ekki stórfyrirtæki, í raun bara hópur listamanna, og erum því ekki með mikinn pening á milli handanna. Þetta er í raun allt unnið í sjálf- boðastarfi. Við höfum því reynt að fara ýmsar leiðir til þess að þurfa ekki að borga himinhá gjöld fyrir það að fá að sýna verkin,“ segir Rawe en meðal kvikmynda sem sýndar verða á hátíðinni má nefna Something Better to Come, The Act of Killing, Enemies of Happ- iness og 20.000 Days on Earth. Rawe segir einnig að flest þeirra er standa að hátíðinni séu frá Þýska- landi. „Við erum hópur listamanna sem erum búin að starfa saman í mörg ár. Flestir í hópnum eru fyrrum nemendur mínir frá Þýskalandi en svo erum við auðvitað með heima- fólk frá Hólmavík til þess að að- stoða okkur. Samfélagið hér er búið að vera einkar liðlegt og allir orðnir nánir. Hér eru líka listamenn í resi- densíu sem aðstoða okkur við hátíð- ina,“ segir hann. Rawe kveður Hólmavík vera fullkominn stað til þess að halda hátíðina en að hóp- urinn hafi vissulega velt fyrir sér öðrum bæjarfélögum á landinu. „Í fyrsta lagi er fólkið hérna mjög hlýtt og liðlegt og hér eru mörg tækifæri. Við vildum setja á laggirnar kvikmyndahátíð sem á sér enga líka og skapa einstakt and- rúmsloft. Hólmavík er mjög vel fall- in til þess. Það er ekki neitt sér- stakt kvikmyndahús á Hólmavík og við verðum bara með einskonar færanleg kvikmyndabox, eins og við köllum þau, og getum því sýnt kvik- myndirnar í nær öllum sölum bæj- arins. Við munum því sýna verkin í fiskibátum, gámum og sláturhúsum svo fátt eitt sé nefnt. Það er mjög skemmtilegur þáttur í hátíðinni,“ segir hann. Hátíðin komin til að vera Rawe segir hátíðina geta staðið undir ágætis fjölda gesta og að nóg sé af gistirými á Hólmavík. „Við verðum einnig með tónlist- armenn og hljómsveitir sem munu halda uppi ákveðnu prógrammi á meðan á hátíðinni stendur. Þetta verður því ekki bara kvikmynda- gláp. Það verða skemmtanir og í raun fullt prógramm alla vikuna. Við stefnum síðan á að vera einnig hérna að ári liðnu. Við finnum fyrir miklum stuðningi og höfum leyst ákveðin vandamál. Það lítur því allt mjög vel út og þetta verður að öll- um líkindum árlegur viðburður. Há- tíðin er komin til að vera,“ segir Rawe en þeir sem vilja kynna sér hátíðina nánar geta heimsótt vef- svæðið turtle.is. Skjaldbakan á Hólmavík  Turtle Film Festival verður haldin í fyrsta skipti á Hólmavík 10. til 16. ágúst Fjölbreytt Myndirnar verða sýndar á ýmsum stöðum á Hólmavík, meðal annars í sláturhúsi og um borð í fiskibáti. Arne Rawe Góð Kvikmyndin The Act of Killing verður meðal annars sýnd á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.