Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 Lífrænt Valið besta heilsuefnið www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yfir 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella&Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokummeð vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki . Jón Þór Ólafsson þingmaður Pír-ata hyggst láta af þingmennsku í haust að loknu löngu og ströngu sumarleyfi. Hann hefur fengið nóg af malbikun á þingi og hyggst stunda þá iðju á öðrum vettvangi.    Þetta er án efarétt ákvörðun, en hún hefur orðið til þess að umræða hef- ur ágerst meðal al- mennra pírata að aðrir þingmenn hyggist ekki fylgja þeim vilja flokks- manna og meintum loforðum sínum að sitja ekki lengur en eitt kjörtímabil.    Birgitta Jóns-dóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hyggjast sitja sem fastast þrátt fyrir að það sé „hugmyndin, að sitja í eitt kjör- tímabil,“ eins og for- maður framkvæmdaráðs Pírata orð- aði það í samtali við Morgunblaðið.    Athyglisvert er að slíkar umræð-ur fari fram innan raða pírata, en ekki síður að þær umræður hafa farið hljótt, þar til fjallað var um þær í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í gær.    Ástæðan fyrir þögninni er sú aðumræður pírata fara fram á læstum vef, sem er undarlegt þegar höfð er í huga áhersla pírata á gagnsæi til þess að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir. Án gagnsæis sé ekki til „alvöru lýð- ræði“.    Hvernig stendur á því að flokkurgagnsæisins heldur umræðum um meint brot þingmanna á stefnu flokksins frá almenningi? Er þess háttar laumuspil engin ógn við lýð- ræðið? Jón Þór Ólafsson Píratapukur STAKSTEINAR Helgi Hrafn Gunnarsson Birgitta Jónsdóttir Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 12 alskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 22 þrumuveður Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 22 léttskýjað Lúxemborg 33 heiðskírt Brussel 27 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 25 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 22 léttskýjað Berlín 33 heiðskírt Vín 35 léttskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 32 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 18 alskýjað Montreal 20 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 26 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:57 22:11 ÍSAFJÖRÐUR 4:44 22:33 SIGLUFJÖRÐUR 4:27 22:17 DJÚPIVOGUR 4:22 21:45 Heildarfjöldi frjókorna í lofti í Garðabæ mældist 1.223 frjó á fer- metra í júlí. Náttúrufræðistofnun Ís- lands greinir frá þessu í fréttatil- kynningu en þar segir að síðan mælingar hófust árið 2011 hafi aldrei mælst fleiri frjókorn í lofti. Frjótalan fór tvisvar sinnum yfir 100 frjó á fermetra en langmest var um grasfrjó, eða 616 frjó á fermetra. Á Akureyri var aftur á móti fremur kalt og úrkomusamt í júlí sem hafði mikil áhrif á frjótölu. Heildarfjöldi frjókorna varð 412 frjó á fermetra sem er langt undir meðallaginu 870 frjó á fermetra. Lítið um frjókorn á Akureyri Heildarfjöldi frjókorna hefur að- eins tvisvar sinnum verið lægri sam- kvæmt því sem fram kemur í saman- tekt Náttúrufræðistofnunar, eða árin 2009 og 2010. Heildarfjöldi frjó- korna fór aldrei yfir 100 frjó á fer- metra. Önnur frjó sem mældust fyrir norðan voru furufrjó, 47 frjó á fer- metra, súrufrjó, 28 frjó á fermetra, og frjó af sveipjurtaætt, 22 frjó á fer- metra. Mest var um grasfrjó eins og við má búast og fór frjótala grasa hæst í 27 frjó á fermetra hinn 5. júlí. Gras- frjó voru því ekki til mikils ama fyrir þá sem þjást af frjóofnæmi. Veðrið hefur mikil áhrif á frjótölur og ætti það sem af er sumri að hafa reynst þeim vel sem þjást af frjókornaof- næmi skv. samantekt NÍ. Mikið af frjókornum í Garðabæ  Frjókornatala lág á Akureyri og grasfrjó íbúum ekki til mikils ama Morgunblaðið/Ómar Frjó Meira er um frjókorn á sunnan- verðu landinu en fyrir norðan. Tjón vegna elds- ins sem kviknaði í þaki Lauga- lækjarskóla hleypur á millj- ónum króna að sögn Björns M. Björgvinssonar, skólastjóra Laugalækjar- skóla. Hann segir bókasafn skólans, eða upplýsinga- ver eins og það er kallað í skól- anum, hafa lent verst úti og verður ekki tilbúið til notkunar að nýju fyrr en um miðjan september. „Það var mikið tjón. Núna þarf að taka allar bækur og tæki og tól úr þessu upplýsingaveri. Það þarf að skipta um loftklæðningu og allt sem því fylgir,“ sagði Björn í samtali við mbl.is. Hann sagði að eftir helgi hæfist vinna við endurbætur en nemendur skólans snúa aftur á skólabekk 24. ágúst næstkomandi. Að sögn Björns eru margar tölvur í upplýsinga- verinu og á eftir að koma í ljós hversu mikið skemmdar þær eru. Eldurinn kom upp í gróðri á þaki skólans skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt. Björn sagði að talið væri að um íkveikju væri að ræða. Olli millj- ónatjóni  Eldur lék Lauga- lækjarskóla grátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.